12.9.2017 | 02:57
Eina Evrópulandið sem er langt frá öðrum löndum.
Ísland er eyja og það eru 1320 kílómetrar frá Keflavíkurflugvelli til flugvalla í öðrum Evrópulöndum.
Í öllum öðrum Evrópulöndum er hægt að velja á milli fjölda varaflugvalla í margfalt styttri fjarlægð.
Þegar ýmsar af þotum íslenskra flugfélaga fara í loftið á Keflavíkurflugvelli í veðurskilyrðum, sem eru nógu góð fyrir flugtak, geta skilyrðin oft verið of léleg fyrir lendingu.
Oft eru skilyrðin betri í Reykjavík í suðlægum og suðaustlægum áttum og þá er hægt að nota hann sem varaflugvöll ef til dæmis hreyfill missir afl eftir flugtak.
Hins vegar er ekki hægt að nota Akureyrarflugvöll eða Egilsstaðaflugvöll, Akureyri vegna fjalla, sem eru of há fyrir hlaðna þotu á einum hreyfli, og Egilsstaði vegna of mikillar fjarlægðar.
Ef slys verður á flugbrautum Keflavíkurflugvallar lokast viðkomandi flugbraut oft, og völlurinn lokast alveg ef biluð eða löskuð flugvél er á brautarmótum eða ef mjög hvass vindur lokar þeirri braut sem annars væri opin.
Á Oslóarsvæðinu eru þrír flugvellir og fjórir á Stokkhólmssvæðinu. Nálægt miðborg Lundúna er alþjóðaflugvöllur og fjórir flugvellir eru í Los Angeles svo að dæmi séu tekin.
Þegar borgarstjóri talar um stækkandi þotur má geta þess að Icelandair er nýbúið að festa kaup á þotum, sem eru aðeins minni en núverandi þotur félagsins.
Þar að auki er auðvelt að lengja austur-vesturbraut Reykjavíkurflugvallar, sem best liggur við ríkjandi hvössum vindi af suðaustri og er með sjó í að- og fráflugi að vestanverðu en auð svæði í Fossvogsdal að austanverðu.
Þessi lenging yrði kærkomin vegna þess að við hana myndi flug á norður-suðurbrautinni verða brot af því sem það er nú.
Aftur og aftur koma menn fram með að hægt sé að færa allt sjúkraflug yfir á þyrlur, vegna þess að þær hafi yfirburði yfir flugvélar.
Þær geta að vísu lent víðar en flugvélar en að öllu öðru leyti hafa flugvélar vinninginn, fljúga miklu hraðar og ofar veðrum og eru margfalt dýrari og tímafrekari í viðhaldi en flugvélar af sömu stærð.
Þarf tvo flugvelli á Suðvesturlandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Varaflugvellir fyrir Keflavíkurflugvöll eru á Akureyri, Egilsstöðum og í Skotlandi.
Þorsteinn Briem, 12.9.2017 kl. 03:06
22.12.2015:
"Flugvél WOW air sem var að koma frá Gatwick í Lundúnum í gærkvöldi þurfti fyrst að lenda á flugvellinum á Akureyri vegna mikillar snjókomu á flugvellinum í Keflavík.
Vélinni var síðan flogið til Keflavíkur og lenti hún þar klukkan fjögur í nótt.
Samkvæmt áætlun átti vélin að lenda í Keflavík klukkan 22:50."
Þorsteinn Briem, 12.9.2017 kl. 03:08
Hættan á flugslysum er einna mest við enda flugbrauta.
Þorsteinn Briem, 12.9.2017 kl. 03:09
Meirihluti Vatnsmýrarsvæðisins er í eigu Reykjavíkurborgar og einkaaðila.
Eignarrétturinn er friðhelgur samkvæmt stjórnarskránni og Reykjavíkurborg getur því krafist þess að ríkið afhendi henni það land sem borgin á núna á Vatnsmýrarsvæðinu.
Og ein flugbraut hefur ekki verið talin nægjanleg á Vatnsmýrarsvæðinu.
Einnig hvort skógur yrði felldur vegna flugbrautarinnar við austurenda hennar í Öskjuhlíð, sem einnig er útivistarsvæði Reykvíkinga.
Þar að auki er svæðið við suðurenda norður-suður brautar flugvallarins einnig útivistarsvæði Reykvíkinga.
16.2.2012:
Reykjavíkurborg og einkaaðilar eiga meirihlutann af Vatnsmýrarsvæðinu, merkt hér með gulum strikum:
Þorsteinn Briem, 12.9.2017 kl. 03:12
Samkomulagið sem hin svokallaða Rögnunefnd byggist á:
25.10.2013:
"Í framhaldi af undirritun meðfylgjandi samkomulags milli ríkis, Reykjavíkurborgar og Icelandair Group munu ríki og Reykjavíkurborg vinna í samræmi við áður undirritaða samninga.
Undirbúningur eftirfarandi verkefna mun þegar hefjast:"
"... ii) Aðilar ljúki vinnu við endurskoðun á deiliskipulagi fyrir flugvallarsvæðið og tilkynnt verði um lokun NA/SV-brautarinnar samhliða auglýsingu þess, síðar á þessu ári [2013]. ..."
"iii) ... Óháð öðrum verkþáttum sem í samkomulaginu felast munu innanríkisráðuneytið og Isavia hafa forgöngu um að kennslu- og einkaflugi verði fundinn nýr staður í nágrenni borgarinnar í samræmi við áður gefin fyrirheit vegna endurbyggingar vallarins um síðustu aldamót og skal stefnt að því að framkvæmdir verði hafnar eins fljótt og verða má."
Samkomulag ríkis, Reykjavíkurborgar og Icelandair Group um sameiginlega athugun á flugvallarkostum (svokölluð Rögnunefnd)
Þorsteinn Briem, 12.9.2017 kl. 03:14
Kosning um Reykjavíkurflugvöll fór fram og spurt var hvort flugvöllurinn ætti að fara af Vatnsmýrarsvæðinu eftir árið 2016 og eftir því hefur verið unnið og samningar gerðir á milli Reykjavíkurborgar og ríkisins.
20.3.2001:
"Í kosningunni, sem var rafræn, var hægt að kjósa á milli þriggja kosta.
Í fyrsta lagi að flugvöllur yrði áfram í Vatnsmýri eftir 2016.
Í öðru lagi að flugvöllur færi úr Vatnsmýri eftir árið 2016 og í þriðja lagi var hægt að skila auðu."
Meirihlutinn vill flugvöllinn burt í kosningum um framtíð Vatnsmýrarsvæðisins og staðsetningu flugvallarins
Undirskriftir árið 2013 um Reykjavíkurflugvöll voru um 29% af þeim sem voru á kjörskrá í síðustu alþingiskosningum.
20.9.2013:
"Rétt rúmlega 20 þúsund Reykvíkingar skrifuðu undir á síðuna lending.is.
Að sögn Njáls Trausta Friðbertssonar, formanns undirskriftarsöfnunarinnar höfðu 20.626 Reykvíkingar skrifað undir en um tvö prósent þeirra eru yngri en 18 ára og hafa því ekki náð löglegum kosningaaldri.
Samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands voru tæplega 88 þúsund manns á kjörskrá í Reykjavík árið 2009, engar nýrri tölur er að finna á síðunni.
En ef miðað er við þær tölur má ætla að tæplega 23% kosningabærra Reykvíkinga hafi skrifað undir til þess að mótmæla flutningi flugvallarins."
Þorsteinn Briem, 12.9.2017 kl. 03:17
30.5.2013:
"Nýtt aðalskipulag Reykjavíkurborgar verður samþykkt úr borgarstjórn og sett í auglýsingu í næstu viku.
Einhugur er um málið í borgarstjórn, enda hafa allir flokkar komið að skipulagsvinnunni."
Aðalskipulag Reykjavíkurborgar klárað í sátt í næstu viku
11.7.2012:
""Reykjavíkurborg fer með skipulagsvald á flugvallarsvæðinu og það verður innanríkisráðherra að virða eins og aðrir," segir formaður borgarráðs."
Innanríkisráðherra þarf að virða skipulagsvald Reykjavíkur
"78. gr. Sveitarfélög skulu sjálf ráða málefnum sínum eftir því sem lög ákveða.
Tekjustofnar sveitarfélaga skulu ákveðnir með lögum, svo og réttur þeirra til að ákveða hvort og hvernig þeir eru nýttir."
Stjórnarskrá Íslands
11.9.2013:
Innanríkisráðherra segir að virða þurfi skipulagsvald Reykjavíkur
6.9.2013:
Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga telur fráleitt að taka skipulagsvaldið af Reykjavík
Þorsteinn Briem, 12.9.2017 kl. 03:34
Hefur maður séð eitthvað af spamminu áður? Og hrekur eitthvað af því orð Ómars?
Þorvaldur S (IP-tala skráð) 12.9.2017 kl. 10:01
Steini virðist halda að með því að moka inn á þriðja hundrað sinnum kópíeruðum athugasemdum sínum og mörgum sinnum lengra efni frá sjálfum sér en bloggpistillinn er. geti hann drekkt umræðunni með þessu offorsi.
Svona svipað eins og að ég teldi það eðlilegt að fyrir hvert Reykjavíkurbréf í Mogga eigi ég heimtingu á að skrifa tíu blaðsíður á móti í blaðið.
Ómar Ragnarsson, 13.9.2017 kl. 01:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.