Nú njóta hjólin sín.

Nú er í aðsigi eitt allra mesta rask í umferðinni í Reykjavík sem orðið hefur.2011-Yamaha-EC-03-EU-Basic-White-Studio-001

Margir undrast tímasetninguna og sjá fátt til ráða.

Þó er til ódýr möguleiki til að bregðast við svona uppákomum, svo sem ódýr reiðhjól, rafreiðhjól og létt rafhjól og vélhjól.

Myndin hér við hliðina er af einu af ódýrustu og léttustu rafhjólunum.

Það er af Yahama gerð, nær 45 kílómetra hraða og myndi kosta innan við hálfa milljón nýtt.    

En það má heyra það út undan sér að þau ummæli falla ekki í góðan jarðveg hjá öllum að fólki skuli hjóla meðan verið er að nota óheppilegasta tíma ársins til að valda stórfelldum umferðatöfum í miðborg Reykjavíkur. kawasaki-j300-640x408-620x395

Það eiga ekki allir reiðhjól, rafreiðhjól eða nett og létt vélhjól. 

Og það er ekki alltaf heppilegt veður til að nota slíka fararskjóta. 

En það er samt ekki vitlaus fjárfesting sem felst í að eiga þessi tæki, því að hún er sáralítil miðað við að eiga bíl.  Og mín reynsla er sú að slæmt veður er stórlega ofmetið í hugum fólks varðandi ferðir á tvíhjólum af ýmsum gerðum. 

Sömuleiðis er ofmetið að það að eiga heima í útjaðri borgarinnar geri notkun hjóla of seinlega. DSCN8766

Með því að eiga minnsta og sparneytnasta vélhjól, sem kemst á þjóðvegahraða er reynsla mín þvert á móti sú, að því meiri umferðarteppur og tafir sem eru í bílaumferðinni, því meiri yfirburðir komi í ljós í notkun lítils, lipurs og létts vélhjól með 125cc hreyfli og eyðslu upp á 2,2 lítra á hundraðið. 

Eftir rúmlega árs reynslu af því að nota svona hjól og spara mikil útgjöld hefur reynslan af því að eiga það tíu þúsund kílómetra akstri, meiriparturinn út um allt land, langt umfram væntingar. Hjól Skóla-vörðustíg

Og rafreiðhjólið, sem mér áskotnaðist fyrir rúmum tveimur árum, hefur líka reynst raunhæfur kostur eftir fjögur þúsund kílómetra að baki í innanbæjarumferð, þótt heimilisfang þess sé austast í Grafarvogshverfi. 

 


mbl.is Mun gerbreyta umferðinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Ekki varð vart við stórvægilegar tafir á umferð um Kringlumýrarbraut í morgun þrátt fyrir að framkvæmdir væru hafnar sem óttast var að gætu sett umferðina úr skorðum.

Þegar fréttamaður RÚV var á vettvangi klukkan átta gekk umferðin þar nokkurn veginn sinn vanagang."

Þorsteinn Briem, 12.9.2017 kl. 09:53

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

"Framkvæmdir væru hafnar" segir þar. En hvernig verður þetta þegar framkvæmdirnar eru komnar á fulla ferð?  

Vonandi verða þær ekki eins miklar og ráða hefur mátt af orðalaginu í fréttatilkynningu um málið. 

Ómar Ragnarsson, 12.9.2017 kl. 13:22

3 identicon

Einkabílinn er svo heilagur að jafnvel þjóðþrifaverk eins og að tryggja fólki nýtt og endurnýjað vatnskerfi er litið hálfgerðu hornauga.. Það er bara litið á hvað verður strembið að pota þessum bíldruslum okkar áfram. Vatn hinsvegar eru ómetanleg lífsgæði og allar framkvæmdir sem stuðla að betra og endurnýjuðu aðgengi að því eiga aðdáun okkar skilið. Þetta skildu t.d. Rómverjar, Ágústínusarvatnsveitan, um 50 km löng vatnsveita, gott dæmi um það. Myndi nægja til að veita. Hún sá Róm fyrir miklu meira vatni á fyrstu öldum eftir Krist en íbúum New York árið 1985. (A. Trevor Hodge)

jon (IP-tala skráð) 12.9.2017 kl. 14:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband