12.9.2017 | 11:35
Skriftin á veggnum um annað bankahrun?
"Manneskjur gera mistök og græðgi mun leiða til slæmra ákvarðana." Sennilega er þetta í fyrsta skipti sem setning af þessu tagi hrekkur úr munni manns sem er forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Í aðdraganda Hrunsins var þrætt fyrir mistök og orðið græðgi hafði á sér blæ nauðsynlegs drifkrafts í þjóðlífinu.
"Sjálfstæðismenn vilja sterka leiðtoga til þess að geta verið í friði við að græða á daginn og grilla á kvöldin" hrökk úr munni eins helsta talsmanns þess að hafa sem minnst eftirlit og "hömlur."
Undirtónninn í tilvitnuðum ummælum Bjarna Benediktssonar í viðtali við Sky news er að íslenska leiðin út úr Hruninu, að grafast fyrir um orsakir ófaranna og draga þá til ábyrgðar, sem brotið hefðu lög, hefði átt að vera farin í öðrum löndum.
Bjarni spáir öðru bankahruni, væntanlega erlendis, en mörg einkennin frá því fyrir 2007 eru í skriftinni á veggnum hér heima.
Áhættusækni og sambland fjárfestingabanka og viðskiptabanka eru í þessari skrift auk ofurlauna helstu ráðamanna á banka- og efnahagssviðinu.
Ferðamannasprengjan er fóður fyrir græðgi sem skýtur upp kollinum hvert sem litið er.
"Það verður önnur bankakreppa í framtíðinni" segir Bjarni, og bara skuldir sumra öflugustu þjóða heims eru geigvænlegar.
En hættan vofir líka yfir hér á landi á meðan upphafsorð þessa bloggpistils hrjóta af munni valdamesta manns Íslands.
Það verður önnur bankakreppa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
á ekki ríkið tvo af stóru bönkunum og stjórnarman í þeim þryðja. jafnvel þó að sj+alfstæðismenn géti ekki rekið fyrirtæki. þá hefur bjarni litla trú á sjálfum sér ef hann gétur ekki haldið þeim á floti. hefur það þá nokkra þýðíngu að selja bankana
kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 12.9.2017 kl. 13:24
Það er sama hversu sterkt sólin skín, ætíð verða einhverjir sem spá rigningu. Og fyrr eða síðar rætast þeir spádómar. Margir geta einnig ekki notið sólarinnar meðan hún er og eru ekki í rónni fyrr en rignir. Fyrir þeim er sól og gott veður aðeins undanfari storma og rigninga og hið versta mál.
Það gæti komnið önnur bankakreppa í framtíðinni. En framtíðin er óskaplega langur tími og ekki víst að við eða börn okkar lifi það að sjá spá Bjarna rætast þó fjölmiðlar láti eins og bankakreppan komi á morgun og bloggarar fagni eins og langri bið þeirra sé lokið.
Gústi (IP-tala skráð) 12.9.2017 kl. 14:42
Ef forsætisráðherrann, Bjarni Ben, varar við græðgi og vilji jafnvel stemma stigu við henni er það merki um að ekki sé meira pláss í peningakistum hans og ættingja.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 12.9.2017 kl. 14:43
I did it the Icelandic way,
otherwise in June than in May,
I am cool,
not a fool,
I am IceHot1 night and day.
Þorsteinn Briem, 12.9.2017 kl. 19:04
"Ferðamannasprengjan er fóður fyrir græðgi sem skýtur upp kollinum hvert sem litið er."
Hlutirnir eru einnig dýrir í Noregi.
Eru Norðmenn gráðug þjóð?
Þorsteinn Briem, 12.9.2017 kl. 19:14
Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn gapa nú mjög um hagvöxt hér á Íslandi síðastliðin ár en útflutningur á þjónustu hefur skapað þann hagvöxt.
Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn hafa ekkert gert til að skapa þennan hagvöxt, heldur þvert á móti gapað af mikilli lítilsvirðingu um ferðaþjónustu hér á Íslandi.
Steini Briem, 23.11.2014
Þorsteinn Briem, 12.9.2017 kl. 19:17
28.3.2017 (tveim mánuðum áður en Costco var opnað í Garðabæ):
Mesta verðhjöðnun á Íslandi í hálfa öld þegar íbúðaverð er ekki tekið með í reikninginn
Þorsteinn Briem, 12.9.2017 kl. 19:19
29.9.2016 (síðastliðið haust):
Erlendum ferðamönnum fjölgar sem vilja koma aftur til Íslands
Þorsteinn Briem, 12.9.2017 kl. 19:20
Steini Briem, 13.3.2017:
Þúsundir manna hér á Íslandi, bæði Íslendingar og útlendingar, misstu vinnuna vegna Hrunsins hér haustið 2008.
Þúsundir útlendinga höfðu þá verið að byggja íbúðir hér á höfuðborgarsvæðinu og þeir fluttu úr landi ásamt þúsundum íslenskra iðnaðarmanna.
Þúsundir manna hér á Íslandi misstu einnig íbúðir sínar og urðu gjaldþrota.
Íbúðir voru því tiltölulega ódýrar hérlendis mörgum árum eftir Hrunið og því ekki mikill vandi fyrir ungt fólk að kaupa íbúðirnar ef það hafði til þess fjárráð, sem það hafði yfirleitt ekki.
Og þúsundir manna fluttu úr landi vegna lágra launa hérlendis.
Til að hægt sé að reisa hér ný íbúðarhús þarf að flytja inn vinnuaflið og það þarf einnig að búa einhvers staðar.
Og nú starfa hér aftur þúsundir útlendinga við að reisa íbúðar- og atvinnuhúsnæði, þar á meðal hótel og gistiheimili, svo og við ferðaþjónustuna, þannig að hægt verður að aflétta hér öllum gjaldeyrishöftum á morgun.
Atvinnuleysi hér á Íslandi er nú nær ekkert vegna ferðaþjónustunnar, sem Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn hafa hatast við.
Og nú hefur loks nýlega verið hægt að stórhækka hér laun vegna ferðaþjónustunnar sem hefur mokað erlendum gjaldeyri inn í landið, þannig að gjaldeyrisforðinn er nú jafnvirði átta hundruð milljarða króna.
Nokkur ár tekur að hanna og reisa íbúðarhúsnæði, enginn skortur er á lóðum fyrir íbúðarhúsnæði hér í Reykjavík í mörgum hverfum borgarinnar og hér býr einungis rúmlega helmingur þeirra sem búa á höfuðborgarsvæðinu.
Þorsteinn Briem, 12.9.2017 kl. 19:28
Sæll Ómar.
Frétt dagsins er sennilega sá óendanlegi
siðferðisbrestur sem menn urðu vitni að
í Dómkirkjunni í Reykjavík í dag.
Þjóðkirkjan stekkur á hvern þann vagn sem hún heldur
að verði sjáfri sér til framdráttar og fall hennar
er himinhátt því hún stenst ekki storma sinnar tíðar;
hún er endanlega dauð og alónýt.
Húsari. (IP-tala skráð) 12.9.2017 kl. 19:39
Mér finnst ekki að íslenzk yfirvöld og sízt af öllum gjörspillti Sjálfstæðisflokkurinn ættu að monta sig af að hafa refsað bankamönnum, meðan þeir sluppu í öðrum löndum. Það tók sex ár að dæma handfylli af bankaræningjum (og mig minnir ekki að ræninginn Jón Ásgeir hafi verið meðal þeirra) vægustu refsingu og þeir voru aftur farnir að grilla á kvöldin heima hjá sér eftir eitt og hálft ár.
Á sama tíma fengu þrjótarnir þrír, Björgólfsfeðgar og Sigurjón Árnason engan dóm fyrir að hafa með stofnun IceSave lagt á ráðin að stela hundruðum milljarða frá hollenzkum og brezkum sparifjáreigendum sem ræflarnir svo komu undan til aflandsreikninga. Glæpur sem leiddi af sér alvarlegustu milliríkjadeilur Íslandssögunnar frá því á Sturlungaöld. Að vísu var Sigurjón dæmdur, en það var fyrir allt annað og minna.
Ef þessir þrír glæpahundar hefðu verið hýddir í kjölfarið á Trafalgar Square, þá hefðu íslenzk yfirvöld geta hreykt sér. En fyrir að gera allt of lítið gegn allt of fáum allt of seint, þá ættu þau að skammast sín.
Pétur D. (IP-tala skráð) 12.9.2017 kl. 19:39
9.8.2017:
Erlendum ferðamönnum á Íslandi fjölgaði um 15,2% í júlí - Frá áramótum hafa 1,2 milljónir erlendra ferðamanna komið til landsins, um þriðjungi fleiri en á sama tíma í fyrra
Erlendum ferðamönnum sem dvelja á Íslandi á veturna hefur einfaldlega fjölgað mun meira en þeim hefur fjölgað sem dvelja á landinu á sumrin, þannig að fjöldinn dreifist nú mun betur yfir árið en áður.
3.9.2017:
"Það hefur verið jákvæð þróun í rekstri fyrirtækja í ferðaþjónustu vegna þess að árstíðirnar hafa verið að jafnast.
Aukningin hefur verið mest á lágönn," segir Kristján Daníelsson framkvæmdastjóri Kynnisferða.
Þannig hafi verið um 50 til 60 prósenta munur á tekjum fyrirtækis í ferðaþjónustu milli háannar og lágannar fyrir fimm árum en nú sé munurinn í kringum 30 prósent.
"Það er talsvert betri staða.""
Þorsteinn Briem, 12.9.2017 kl. 19:46
Ótrúleg yfirlýsing af vörum forsætisráðherra Íslands Bjarna Benediktssonar. Græðgi......hans fylgifiskur með margvöfnum afskriftum,aflandseignafélagi,styður niðurskurð í Fjármálaeftirliti,afnemur regluverk sem á að vera eftirlit gagnvart bankamafíum landsins,afhendir græðgisdjöflum þessa lands allt á silfurfati á kostnað almúgans og lætur þetta svo út úr sér opinberlega. Hafi einhver efast um veruleikafirringu þá sem Bjarni er haldinn afhjúpast það algjörlega hér.
Ragna Birgisdóttir, 12.9.2017 kl. 20:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.