Var Sigurbjörn rændur Íslandsmeti sínu? Það kallar á skýringar.

Sigurbjörn Bárðarson er eini hestaíþróttamaðurinn sem hefur verið valinn íþróttamaður ársins. 

Það gerðist árið 1993. Eitt af því sem hann afrekaði á hestbaki á blómaárum sínum var að setja Íslandsmet í 250 metra skeiði, sem enn í dag er langbesti árangurinn í þeirri grein. 

En tíminn var tekin handhelt en ekki rafrænt eins og síðar varð og meti Sigubjarnar því ekki lengur viðurkennt. 

Í fyrra var Íslandsmet Hilmars Þorbjörnssonar í 100 metra hlaupi næstum þvi jafnað, en munurinn var sáralítill.

Í fyrstu var tilkynnt að þetta væri nýtt Íslandsmet, en ég gekkst þá fyrir því að málið yrði athugað betur.  

Frjálsíþróttaforystan sýndi þá skynsemi og drenglyndi að notast við alþjóðlega formúlu, sem gerir ráð fyrir þeim tímamun sem er á handheldri tímatöku og rafrænni, og hélt Hilmar meti sínu mjög naumlega, en missti það síðan endanlega nú í sumar. 

Munurinn á handheldri töku á meti Sigurbjörns og því meti sem nú er viðurkennt er svo mikill að fágætt er. 

Af einhverjum ástæðum, sem ég þekki ekki, kom í ljós í fyrra, þegar ég fór að kanna málið, að hvorki forysta hestamannafélaganna né íþróttafréttamenn höfðu áhuga á að afgreiða þetta mál á sama hátt og metið i 100 metra hlaupi karla var afgreitt.

Er það miður, því að sjálfsögðu er þetta spurning um vilja. Að vísu er munurinn væntanlega meiri á milli handheldrar tímatöku og rafrænnar í 250 metra skeiði en 100 metra hlaupi, því að hluti af mismuninum á þessum tveimur tímum felst í að reikna út þann tíma sem það tekur hvellinn úr startbyssunni að fara úr henni til eyrna þeirra sem standa með skeiðúrin við markið.  

Úr því að frjálsíþróttamenn gátu fundið þennan mun út hjá sér er einkennilegt ef ekki er hægt að finna hann út hjá hestamönnum. 

Ég skora á menn, þegar Sigurbjörn Bárðarson hefur enn einu sinni, á gamals aldri, sýnt hvílíkur afreksmaður hann er, að gefa honum til baka hið glæsilega Íslandsmet hans. 

Ef ekki, verður að útskýra af hveju það sé ekki hægt. 

 


mbl.is Sigurbjörn sigursæll
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eitt af því sem gerir mismun á hrossakapphlaupi og manna er það að það er ekki skotið við upphaf hrossakapphlaups.

Þorvaldur Sigurdsson (IP-tala skráð) 14.9.2017 kl. 07:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband