Ósamræmi í yfirlýsingum og nafngiftum.

Í viðtali í Kastljósi lýsti borgarstjóri því yfir að búið væra að gera svo miklar mælingar af ýmsu tagi vegna hugmyndarinnar um flugvöll í svonefndu Hvassahrauni, (sem er rangnefni, hraunið heitir Afstapahraun),  að það þyrfti lítið meira að gera. 

Aðrir benda á að slíkt sé á algeru frumstigi að öllu leyti. Táknrænt að geta ekki kallað flugvallarstæðið sínu rétta nafni. 

Helsti ókostur flugvallarstæðisins hefur blasað við frá upphafi, nálægð þess við Reykjanesfjallgarðinn í alengustu rok vindáttinni, austan-suðaustan, 

Í þeirri vindátt verður afar mikil ókyrrð í aðflugi og fráflugi, sem Agnar Koefoed-Hansen þáverandi flugmálastjóri sýndi Flugráði fram á með því að fá flugstjóra til að gera aðflug eftir fyrirhuguðum aðflugsferli. 

Reykjanesfjallgarðurinn frá Vífilsfelli um Bláfjöll og að og með Sveifluhálsi er helmingi nær þessu vallarstæði en Reykjavíkurflugvelli, þar sem menn finna líka fyrir ókyrrð af fjöllunum í þessari vindátt, en samt augljóslega miklu minna en þegar komið er í návígi við fjöllinn eins og verður í Afstapahrauni.

Engar nothæfar mælingar eða tilraunaflug liggja fyrir um hreyfingar lofts í aðflugs- og fráflugsferlunum. 

Flugstjóri á flugvél sem missir vélarafl í flugtaki í átt að Lönguhlíðinni sem er 621 metra hár fjallsvegur, verður í margfalt meiri vandræðum en ef flugtækið væri í Keflavík eða Reykjavík.  


mbl.is „Þetta á mjög langt í land“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ef ekki verður flugvöllur í Hvassahrauni verður innanlandsflugið flutt á Keflavíkurflugvöll, þar sem flugvöllur verður ekki áfram á Vatnsmýrarsvæðinu.

Þorsteinn Briem, 13.9.2017 kl. 09:28

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

"... nýju vélarnar [Bomb­ar­dier Q400] geta flogið allt að 25% hraðar en Fokker F50 vélarnar."

Innanlandsflugið verður hugsanlega fært frá Reykjavík til Keflavíkurflugvallar með skemmri flugtíma í innanlandsfluginu og hraðlest á milli vallarins og Umferðarmiðstöðvarinnar (BSÍ) á Vatnsmýrarsvæðinu.

Steini Briem, 25.4.2016

Þorsteinn Briem, 13.9.2017 kl. 09:29

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

15.12.2015:

"Ef svo fer fram sem horfir gæti hraðlest úr Vatnsmýrinni til Keflavíkurflugvallar verið komin í gagnið eftir átta ár.

Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafa möguleikann til skoðunar."

"Fluglestin - þróunarfélag ehf. hefur uppi áform um hraðlest úr Vatnsmýrinni til Keflavíkurflugvallar.

Það yrði raflest sem nær 250 kílómetra hraða og því tæki ferðin suður með sjó 15-18 mínútur.

Að hraðlestinni standa Fasteignafélagið Reitir, Landsbankinn, Ístak, Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar Kadeco og Efla."

Hraðlest á milli Keflavíkurflugvallar og Umferðarmiðstöðvarinnar (BSÍ) eftir átta ár

Þorsteinn Briem, 13.9.2017 kl. 09:30

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Flestir flugfarþegar eru karlmenn á aldrinum 30-35 ára, sem nota flugið vegna vinnu eða viðskipta.

Tæplega helmingur ferða er greiddur af einkafyrirtækjum og opinberum aðilum.

Keflavíkurflugvöllur er vel í stakk búinn til að taka við innanlandsflugi, reisa þyrfti nýja flugstöð eða finna henni stað í húsnæði sem til staðar er á vellinum."

Innanlandsflug um Keflavíkurflugvöll, möguleikar og samfélagsleg áhrif - Atvinnuþróunarfélag Suðurnesja, janúar 2014

Þorsteinn Briem, 13.9.2017 kl. 09:32

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

7.9.2013:

"Það eru skýr hagkvæmnisrök fyrir því að þétta borgina í stað þess að halda áfram að þenja hana út, nýta þannig betur fjárfestinguna í gatna- og veitukerfum, draga úr umferð og auðvelda fólki að ganga, hjóla eða nota almenningssamgöngur til að ferðast á milli staða.

Kannanir sýna að nýjar kynslóðir borgarbúa vilja frekar búa þétt en dreift.

Í þriðja lagi fylgir flugvellinum ógn við öryggi borgarbúa með stöðugu lágflugi yfir íbúðahverfi.

Sú ógn fer vaxandi ef umsvif á vellinum aukast með fjölgun ferðamanna. Völlurinn er líka orðinn frekari á umhverfi sitt en áður, eins og áform um fyrirferðarmikil lendingarljós og fellingu gamals skógar á útivistarsvæðum borgarbúa sýnir.

Völlurinn
er raunar á alls konar undanþágum frá öryggisreglum, sem ekki þyrfti ef hann væri annars staðar."

Hjarta á röngum stað - Ritstjóri Fréttablaðsins


Ákveðið hefur verið að Landspítalinn verði áfram við Hringbraut, samkvæmt deiliskipulagi sem samþykkt var af borgarstjórn Reykjavíkur 13. desember síðastliðinn, Reykvíkingar starfa flestir vestan Kringlumýrarbrautar og þar er nú verið að þétta byggðina.

Deiliskipulag fyrir Landspítala við Hringbraut samþykkt


Og þeir sem starfa bæði og búa vestan Kringlumýrarbrautar, til að mynda á Vatnsmýrarsvæðinu, geta gengið eða hjólað í vinnuna í stað þess að fara þangað akandi frá austurhluta Reykjavíkur, sem veldur mun meiri innflutningi á bensíni, meira sliti á götum og bílum, meiri mengun, mun fleiri árekstrum og slysum.

Þorsteinn Briem, 13.9.2017 kl. 09:35

8 Smámynd: Ómar Ragnarsson

"Nýju kynslóðirnar", Steini minn, eru reyndar á fullri ferð við að flytja til Reykjanesbæjar, Árborgar og annarra nágannabæja Reykjavíkur. 

Núna eru til dæmis nýjustu afkomendur mínir að fæðast í Reykjanesbæ en ekki í heimaborg minni. 

Ég er að rekja skort á rannsóknum varðandi aðflug og fráflug að Afstapahrauni en þú heldur uppteknum hætti að moka inn í sirka þrjúhundraðasta skiptið ferföldu magni af copy-paste efni, sem kemur því umræðuefni ekkert við. 

Ómar Ragnarsson, 13.9.2017 kl. 10:17

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þyrlur Landhelgisgæslunnar sinna frá Reykjavík sjúkraflugi á Suðvesturlandi, Suðurlandi, Vesturlandi og Norðvesturlandi og langflestir Íslendinga búa á þessu svæði.

Einnig sjúkraflugi á hafinu allt í kringum landið.

Og þar að auki sjúkraflugi sem ekki hefur verið hægt að sinna með flugvél frá Akureyri, til að mynda á Vestfjörðum.

Ísafjörður er nær Reykjavík en Akureyri og Vestmannaeyjar eru mun nær Reykjavík en Akureyri.

Þyrlur eru notaðar nú þegar í miklum mæli, til dæmis til að sækja slasaða menn langt út á haf, og það oft í slæmum veðrum.

Einnig upp á hálendið og ekki eru nú margir flugvellir uppi á hálendinu eða í hverjum dal allt í kringum landið.

Rúmlega 70% þjóðarinnar búa við sunnanverðan Faxaflóa, frá Akranesi að Garði, og þurfi að flytja fólk á Landspítalann er það flutt þangað með sjúkrabíl eða þyrlu en ekki flugvél.

Og margt slasað fólk hefur verið flutt á Landspítalann af Suðurlandi með þyrlu en ekki flugvél, til dæmis fólk sem slasast hefur í umferðarslysum.

Við þurfum því engan veginn heilan flugvöll við Landspítalann.

Þar er nóg að hafa þyrlupall, líkt og þann sem er við Landspítalann í Fossvogi, áður Borgarsjúkrahúsið.

11.5.2017:

Sjúkrahúsið á Akureyri verður háskólasjúkrahús

Þorsteinn Briem, 13.9.2017 kl. 10:24

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

Allt það sem ég hef rakið hér að ofan eru einmitt aðalatriði málsins.

Skítkast er það hins vegar ekki.

Þorsteinn Briem, 13.9.2017 kl. 10:34

11 identicon

Icelandair hafa verið að fljúga að og frá Hvassahrauni/Afstapahrauni í nokkra mánuði við mismunandi veðurskilyrði. Verið gæti að það hafi einhverju skilað þó þér hafi ekki verið tilkynnt það.

Ólíkt Agnari Koefoed-Hansen þá láta núverandi athugendur ekki stakt flug sannfæra sig um eitt né neitt. Og Agnar Koefoed-Hansen lét fljúga yfir Kapelluhraun en hvorki Hvassahraun né Afstapahraun.

Er ekki jafn vitlaust að kalla Afstapahraun Hvassahraun og að tala um Kapelluhraun eins og það sé Afstapahraun? Og var ekki einhver sem kallaði Garðahraun Gálgahraun vegna þess að Gálgahraun er friðað en Garðahraun ekki?

Hábeinn (IP-tala skráð) 13.9.2017 kl. 10:47

12 identicon

þyrlur þurfa veðurvita sem myndi hverfa ef vatnsmýrarflugvöllurkæmi það þarf tvo flugvelli nálægt reykjavík vekna einkaflugvélana borgarstjórinn talaði lítið um annað en flugvöllin í hafnarfyrðiskautaði alveg framhjá öryggissjónarmiðum. er ekki sama hvernig flugvöllurin snýr í hvassahraunier ekki altaf lflogið yfir byggð til að nota hannhvort sem dagur líkar það betur eða vel byr hann á nesi umlugt gosbelti hvassahraun er inná þessu belti en ekki reykjavíkurflugvöllurenda virðist öryggi borgarana vera aukaatriði hjá borgarstjóra hvernig ætlar hann að komast til brusel ef bæði hassahraun og keflavík lokast af í eldsumbrotum. 

kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 13.9.2017 kl. 12:20

13 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Til þess að bera saman að- og fráflugin sem ég nefndi í Reykjavík og í Afstapahrauni, þarf að fljúga þau á sama tíma. 

Tilraunaflug undanfarna mánuði segja nokkurn veginn ekki neitt. Sumarmánuðina eru vindar og veður af allt öðru tagi en yfir háveturinn. 

Þess vegna lét Agnar Koefoed-Hansen fljúga sitt tilraunaflug á sama tíma að báðum vallarstæðunum á þeim tíma ársins þegar eru veðurskilyrði, sem skera úr um nýtingarprósentu vallarins. 

Það er sérkennilegt að maður megi ekki nefna þann yfirgang að aðeins einn af öllum lesendum á bloggsíðum landsins skuli finnast það sjálfsaægt að hann megi kaffæra umræðuna með mokstri af athugasemdum sem taka margfalt meira rými en bloggpistlarnir sjálfir og allar aðrar athugasemdir samanlagt. 

Ómar Ragnarsson, 13.9.2017 kl. 13:49

14 identicon

Skil ekki afstöðu borgarstjórans, Dags í flugvallarmálinu. Dagur B. Eggertsson er nefnilega enginn kjáni, líklega sterk greindur maður. En hann er að gera stór misstök. Flugvöllurinn í Vatnsmýrinni er eitt af því fáa sem gerir Reykjavík spennandi borg og lest (hraðlest) á milli KEF og Reykjavíkur er tómt rugl.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 13.9.2017 kl. 13:49

15 identicon

Ég hefði haldið að eftir öll þessi ár væri nokkuð vel vitað, skráð og skjalfest hvernig að- og fráflug er á hverjum tíma við Reykjavíkurflugvöll. Og tilraunaflugið hófst eftir mitt síðasta ár og hefur því staðið yfir heilan vetur.

Það er náttúrulega bara aumur fyrirsláttur að segja athuganir yfir hrauninu marklausar nema einnig sé athugað í Reykjavík á sama tíma. Mælingar í Reykjavík bæta engu við þá þekkingu sem fyrir er. Næst segir þú okkur að tilraunaflugið undanfarna mánuði segi ekki neitt nema flugstjórinn sé með RayBan sólgleraugu, yfirvaraskegg og staurfót.

Hábeinn (IP-tala skráð) 13.9.2017 kl. 16:39

16 identicon

Fyrirbærið sem þú fæst við er kallað eltihrellir. Sumir bregða á það ráð að loka slíka úti, aðrir fá valinkunna sómamenn til að heimsækja þá og leiða þeim fyrir sjónir hversu þeir fara villir vegar.

Þorvaldur S (IP-tala skráð) 13.9.2017 kl. 21:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband