Kanadísk jöklarúta í RÚV 1999. Sleipnir með mikið flotmagn.

Á ferð um Banff-þjóðgarðinn í Klettafjöllunum 1999 gat að líta stóra jöklarútu sem ekið var upp skriðjökulstungu á troðinni slóð. 

Það sást vel þá, að dekkin voru ekki nægilega stór til þess að þessi rúta gæti flotið ofan á snjó líkt og gert er á jöklajeppum hér á landi. 

Engu að síður var fjallað lítillega um rútuna og hún sýnd í heimildarmynd, sem ég gerði. 

Það er til formúla um flot dekkja á snjó, sem hefur reynst vera raunhæf. 

Þegar Arngrímur Hermannsson lét smíða sína jöklarútu fyrir nokkrum misserum sýndi útreikningur að hún hefði nægt flot, álíka mikið og Landcruiser á 38 tommu dekkjum. Jöklarútan Sleipnir

Nú vantar mig bara tölurnar yfir dekkin á Sleipni og þyngd þess bíls til að giska á hvað hann flýtur vel.

P. S. Ég er búinn að fá tölurnar og flotið er gríðarlegt:  Flotstuðullinn 36 tonn, en rútan vegur 27 tonn. Miðað við þær tölur er flotið 134%, álíka mikið og ef 2,3 tonna jeppi væri á 44 tommu dekkjum, en flestir 44 tommu jeppar vega upp undir 3 tonn.

Algengustu nýrri ágerðir jöklajeppa á 38 tommu dekkjum sem hafa flotstuðulinn 1900 kíló, vega 2,4-2,6 tonn og eru því með um 80% flot. 

Ýmis atriði vega hvert á móti öðru í svona samanburði. Það er plús að dekkin á Sleipni eru radialdekk en 44 tommu dekk eru diagonaldekk. Það getur verið mínus í brekkum að Sleipnir er talsvert þyngri að aftan en að framan því enda þótt framdekkinn þjappi fyrir afturdekkin á ferð, geta afturdekkin sokkið nokkuð niður þegar farið er upp brekkur í erfiðu færi.

Á átta hjóla bíl er hreyfimöguleiki hjólanna upp og niður gagnvart öðrum hjólum takmarkaðri en á fjögurra hjóla bílum. En á sléttu yfirborði kemur þetta ekki að sök.  


mbl.is Risinn sem býr á jöklinum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

27 tonn, 8x 78" dekk.

JR (IP-tala skráð) 13.9.2017 kl. 14:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband