Lappirnar dregnar í lengstu lög.

Nú eru rúm fimm ár síðan 64% í þjóðaratkvæðagreiðslu vildu að stjórnarskrá stjórnlagaráðs yrði lögð til grundvallar nýrri stjórnarskrá. Síðan þá hafa þeir, sem vilja halda í stjórnarskrá, sem er í öllum grundvallaratriðum hin sama og dönsk stjórnarskrá frá 1849. 

Eina breytingin sem gerð var 1944 var að setja íslenskan forseta í staðinn fyrir danskan konung. 

70 ára reynsla er fyrir því að öllum þeim mörgum stjórnarskrárnefndum hefur mistekist, sem flokkarnir á Alþingi hafa sett á laggirnar til að efna loforðin sem gefin voru 1944 um nýja stjórnarskrá.

Þess vegna var það vísasti vegurinn fyrir andstæðinga nýrrar stjórnarskrár til að draga lappirnar og tefja stjórnarskrármálið áfram, að skipa gagnslausa stjórnarskrárnefnd, koma með tillögu um tólf ára langdreginn feril sams konar nefnda og nú síðast í kvöld, að koma í veg fyrir einfalda breytingu á einu ákvæði núverandi stjórnarskrár.

Þeir, sem telja það sjálfsagt að hundsa þann eindregna vilja sem kom fram í þjóðaratkvæðagreiðslunni 2012, stagast á því að sú atkvæðagreiðsla hafi ekki verið marktæk, af því að þátttakan var 48 prósent.

Tæplega 70 prósent þjóðarinnar hafi annað hvort verið á móti stjórnarskránni eða setið heima.

Samkvæmt þessum rökum hefur enginn Bandaríkjaforseti verið rétt kjörinn af því að um 70 prósent Bandaríkjamanna á kosningaaldri hefur annað hvort greitt atkvæði gegn honum eða setið heima.

Og með sömu rökum má segja að meira að segja Sambandslögin frá 1918 hafi ekki verið samþykkt með meirihluta, af því að næstum 60 prósent kjósenda hafi annað hvort setið heima eða verið á móti þeim.  


mbl.is Allir flokkar nema tveir náðu samkomulagi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Ef við segjum að 200000 manns séu á kjörskrá þá er 48% ,96000 . og 64% af þessum  96000 aðeins 61440 manns eða 30,7 % kosningabærra manna. Er það nú ekki lélegt lýðræði að láta þann minnihluta ákveða nýja stjórnarskrá?

Jósef Smári Ásmundsson, 25.9.2017 kl. 20:53

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

"11. gr. Til þess að spurning eða tillaga sem er borin upp í þjóðaratkvæðagreiðslu teljist samþykkt þarf hún að hafa hlotið meiri hluta gildra atkvæða í atkvæðagreiðslunni."

Sem sagt ekki meirihluta þeirra sem eru á kjörskrá hverju sinni.

Lög um framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslna nr. 91/2010

Já sögðu 48 og enginn sagði nei

Þjóðaratkvæðagreiðslan 20. október 2012 er því enn í fullu gildi.

Þorsteinn Briem, 25.9.2017 kl. 20:57

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslunnar 20. október 2012:

1.
Vilt þú að tillögur stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá?

Já sögðu 67,5%.


2.
Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði náttúruauðlindir sem ekki eru í einkaeigu lýstar þjóðareign?

Já sögðu 82,9%.


3.
Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði ákvæði um þjóðkirkju á Íslandi?

Já sögðu 57,1%.


4.
Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði persónukjör í kosningum til Alþingis heimilað í meira mæli en nú er?

Já sögðu 78,4%.


5.
Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði ákvæði um að atkvæði kjósenda alls staðar að af landinu vegi jafnt?

Já sögðu 66,5%.


6.
Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði ákvæði um að tiltekið hlutfall kosningarbærra manna geti krafist þess að mál fari í þjóðaratkvæðagreiðslu?

Já sögðu 73,3%.

Þorsteinn Briem, 25.9.2017 kl. 20:58

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Meirihluti greiddra atkvæða ræður einfaldlega í þjóðaratkvæðagreiðslu um stjórnarskrá.

"The Twenty-eighth Amendment of the Constitution of Ireland permitted the state to ratify the Lisbon Treaty of the European Union.

It was effected by the twenty-eighth Amendment of the Constitution (Treaty of Lisbon) Act 2009, which was approved by referendum on 2 October 2009 (sometimes known as the Lisbon II referendum).

The amendment was approved by the Irish electorate by 67.1% to 32.9%, on a turnout of 59%."

Twenty-eighth Amendment of the Constitution of Ireland

Þorsteinn Briem, 25.9.2017 kl. 20:59

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

17.6.2004:

"Svisslendingar, Írar og Frakkar hafa ekki gert lágmarksþátttöku að skilyrði fyrir gildi þjóðaratkvæðagreiðslu."

"Engin skilyrði um lágmarksþátttöku [í þjóðaratkvæðagreiðslum] eru fyrir hendi á Írlandi og raunar má finna dæmi þess frá 1979 að breytingar á stjórnarskrá hafi verið samþykktar í kosningum með innan við 30% þátttöku."

"Franska þjóðin kaus um Maastricht-sáttmálann árið 1992 og árið 2000 var þjóðaratkvæðagreiðsla um styttingu á kjörtímabili forsetans úr sjö árum í fimm.

Engin skilyrði um lágmarksþátttöku voru í þessum kosningum og úrslit kosninganna árið 2000 voru bindandi, þrátt fyrir aðeins um 30% kosningaþátttöku."

Rúmlega 460 þjóðaratkvæðagreiðslur í Evrópu frá 1940

Þorsteinn Briem, 25.9.2017 kl. 21:00

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Í þjóðaratkvæðagreiðslunni 20. október 2012 um tillögur Stjórnlagaráðs að frumvarpi til stjórnarskrár var kosningaþátttakan 49%, um afnám áfengisbanns árið 1933 45% og um Sambandslögin 1918 44%.

Þorsteinn Briem, 25.9.2017 kl. 21:03

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Það er alveg nýtt að þeir sem ekki taka þátt í þjóðaratkvæðagreiðslu ráði niðurstöðum atkvæðagreiðslunnar.

Þjóðaratkvæðagreiðslan um Sambandslagasamninginn 1918 er þá væntanlega ógild.

Þorsteinn Briem, 25.9.2017 kl. 21:04

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

Enda þótt kosningaþátttakan í þjóðaratkvæðagreiðslunni 20. október 2012 hefði verið 64%, þeir sem við bættust (38.513 kjósendur) hefðu allir verið andvígir tillögum Stjórnlagaráðs og öll atkvæði þeirra gild, hefðu tillögur ráðsins samt sem áður verið samþykktar.

við fyrstu spurningunni hefðu þá sagt, eins og 20. október 2012, 75.309 kjósendur, í þessu tilfelli 50,2% af gildum atkvæðum, en nei 74.815 kjósendur, eða 49,8%.

Gildir atkvæðaseðlar hefðu samkvæmt því verið samtals verið 150.124 en ógildir eins og áður 1.499, eða samtals 151.623 atkvæðaseðlar, og kosningaþátttakan því 64%, þar sem á kjörskrá voru 236.911.

Þorsteinn Briem, 25.9.2017 kl. 21:05

9 identicon

Jósef Smári Ásmundsson, ef þú nennir ekki á kjörstað, hangir frekar framan við sjónvarpið yfir boltanum og mótmælir síðan niðurstöðu atkvæðagreiðslunnar vegna lítillar þátttöku, væri það ekki "lélegt lýðræði"? Ef slíkt væri gildandi væru til að mynda nær allar þjóðaratkvæðagreiðslur í Sviss ógildar. Hættu að bulla maður!

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 25.9.2017 kl. 21:48

10 identicon

Er búinn að gleyma var það ekki þjóðin sem valdi stjórnlagaþing til að koma með tillögu á breytingum á stjórnarskráni? Afhverju er talað hér um stjórnlagaráð?

Baldvin Nielsen

B.N. (IP-tala skráð) 25.9.2017 kl. 22:52

11 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Hverjum kemur við hvað menn gera heima hjá sér og kjósa ekki um stjórnarskrá? Menn vita að Stjórnarskráin er eitt af múrunum sem Samfó þurfti að brjóta til að neyða þjóðina í ESB.Stjórnlagaráð er skilgetið afkvæmi hennar en  Stjórnlagaþing er þjóðarinnar.

Helga Kristjánsdóttir, 26.9.2017 kl. 00:50

12 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Þeir sem ekki taka þátt í kosningum veittu þeim sem kusu umboð til að ráða um viðkomandi mál. Um helmingur atkvæðisbærra manna tók til dæmis ekki þátt í atkvæðagreiðslu um að afnema vínbann og sagði þar með pass við því að meirihluti þeirra sem kusu, réðu. 

Úrskurður Hæstaréttar á sér enga hliðstæðu í okkar heimshluta varðandi það að ógilda kosningarnar vegna smáatriða sem hvergi annnars staðar hefðu verið tilefni til annars en í mesta lagi ábendinga um úrbót, eins og gerðist í Þýskalandi. 

Hæstiréttur bar ekki brigður á atkvæðin sjálf og 25 efstu í stjórnlagaþingkosningunni voru sett í það af Alþingi að ljúka málinu. 

Enginn þeirra taldi sig fulltrúa einhvers flokks, gagnstætt því sem hefur verið um nær alla þá sem hafa verið valdir í ótal stjórnarskrárnefndir í 70 ár. 

Ómar Ragnarsson, 26.9.2017 kl. 01:11

13 identicon

Það er talað hér um stjórnlagaráð, en það var gagnslaus stjórnarskrárnefnd sem var skipuð af stjórnvöldum en ekki kosin. Henni var gert að koma með tillögur sem síðan var kosið um. Kosningin var ekki bindandi fyrir neinn, einskonar skoðanakönnun.

Helsta hlutverk, og tilgangurinn með setningu nefndarinnar, var að koma með breytingar sem auðvelduðu og tryggðu að innganga í Evrópusambandið væri ekki stjórnarskrárbrot. Til viðbótar máttu svo nefndarmenn bæta við sínum áhugamálum og sérvisku. Úr þessu varð illskiljanleg þvæla sem lagði meira upp úr málskrúði og orðalengingum en nothæfu innihaldi. Persónulegum skilningi nefndarmanna á orðum frekar en því sem orða- og fræðibækur segja. Tillögurnar voru því margar opnar fyrir endalausum túlkunum og framkvæmdin opin fyrir endalausum deilum.

Engin stjórnarskrárnefnd síðustu 70 ára hefur staðið sig verr. Allar aðrar hafa komið með nothæfar breytingartillögur.

Hábeinn (IP-tala skráð) 26.9.2017 kl. 01:52

14 identicon

menn verða að muna að orðið til grundvallar síðan komu nokkrar spurníngar svo úr varð aðeins ein dýr skoðanakönnun. var hún ekki góð stjórnlagaráðs hugmynd venesuella sem virðist hafa tekið yfir landstjórninna

kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 26.9.2017 kl. 06:51

15 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Þetta var ekki þjóðaratkvæðagreiðsla heldur einungis skoðanakönnun. Ég var staddur í Noregi og fékk einungis upplýsingar um hana gegnum fjölmiðla. Engar upplýsingar um hvernig og hvar ætti að kjósa um það erlendis eins og vani er þegar alþingis- og sveitarstjórnarkosningar eru. Þessiskoðanakönnun var einungis ráðgefandi- ekki gild.

Jósef Smári Ásmundsson, 26.9.2017 kl. 07:20

16 identicon

Jósef Smári.

Ég bý erlendis og það er engin sem tilkynnir mér sérstaklega hvar ég á að kjósa. 

Ég hef sjálfur samband við ræðismann og bið um upplýsingar um hvar og hvenar ég geti kosið.

Ef þú hefðir viljað þá hefðir þú örugglega getað kosið um þetta mál.

Barstu þig eitthvað eftir því?

Snorri (IP-tala skráð) 26.9.2017 kl. 10:04

17 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Snorri. Þegar 82% þátttaka í alþingiskosningum hefur verið það minnsta sem mælst hefur þá hlýtur 48% þátttaka eins og var í þessari skoðanakönnun sýna að eitthvað sé að. Er það ekki bara málið að meirihluti þjóðarinnar vill bara alls ekkert nýja stjórnarskrá. Það hafa verið breytingar á stjórnarskránni gegnum árin og það er bara einfaldlega nóg að kjósa um breytingu um einstaka kafla stjórnarskrárinnar. Af hverju þarf að kasta bara allri stjórnarskránni fyrir róða ?

Jósef Smári Ásmundsson, 26.9.2017 kl. 19:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband