Einu sinni voru Framsóknarmenn einir á móti.

Á árunum 1931 til 1959, eða í 28 í sögu fullveldisins voru hatrömmustu pólitísku átökin hér á landi vegna kosningalaga og kjördæmaskipunar og stóðu á milli Framsóknarflokksins annars vegar og allra hinna flokkanna hins vegar. 

Ástæðan var einföld. Einn flokkanna, Framsókn, fékk tvisvar sinnum fleiri þingmenn en samsvaraði kjörfylginu vegna hreins ranglætis í kjördæmaskipan. 

1931 fékk flokkurinnn meira að segja meirihluta á þingi út á innan við 30% atkvæða. 

Allar tilraunir til að lagfæra þetta strönduðu auðvitað á eina flokknum, sem græddi á því. 

Smá hlé varð 1934 við örlitla lagfæringu, en 1942 fór allt aftur í bál og brand út af því sama, og það svo heiftarlega að eftir það gátu formenn tveggja stærstu flokkanna, Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins, ekki tekið í mál að sitja í stjórn undir forsæti hins og olli þetta sífelldum erfiðleikum við stjórn landsins. 

Takmarkaðar endurbætur fengust með tvennum kosningum 1942, en áfram seig á ógæfuhlið, og á sjötta áratugnum var svo komið að stjórnmál landsins snerust um það að nýta sér veikleika kjördæmakerfisins.

Í kosningunum 1956 gerði Framsókn bandalag við krata um samvinnu sem miðaði að því að þessir tveir flokkar saman fengju meirihluta þingmanna út á rúman þriðjung atkvæða.

1953 hafði ekki munað miklu að Sjálfstæðisflokkurinn fengi meirihluta þingmanna út á 37 prósent atkvæða.

1959 endurtók hamagangurinn frá 1942 sig og enn og aftur var það Framsókn sem barðist með kjafti og klóm við að viðhalda óréttlætinu.

Misvægi atkvæða viðgengst enn meira en öld eftir að stjórnmálamenn á borð við Hannes Hafstein vildu afnema það. 

Óréttlæti þessa misvægis sést til dæmis á því að atkævði hvers kjósanda á Akranesi hefur meira en tvöfalt meira vægi en atkvæði kjósanda í Vallahverfinu syðst í Hafnarfirði.

Er þó ferðatíminn svipaður frá báðum þessum stöðum niður á Austurvöll, þar sem Alþingishúsið stendur.  

En núna er það Sjálfstæðisflokkurinn sem hefur tekið að sér hlutverk Framsóknar hér um árið, að koma í veg fyrir að framkvæmdur verði sá eindregni vilji sem kom fram í þjóðaratkvæðagreiðslu um stjórnarskrármálið 2012.

Í andstöðunni er skákað í því skjólinu að það sé skilyrði að allir flokkar séu samþykkir, til dæmis í hverri stjórnarskrárnefndinni eftir aðra síðustu 70 árin.

Reynslan frá 1934, 1942 og 1959 sýnir að því miður er stundum ekki hægt að höggva á hnútinn nema að meirihlutinn fái að ráða.  

 


mbl.is Sjálfstæðismenn þeir einu sem voru á móti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband