26.9.2017 | 16:44
Svigrúm fyrir nauðsynlegar aðgerðir og endurbætur.
Vöxtur ferðaþjónustunnar undanfarin ár hefur verið of hraður miðað við þær aðgerðir og endurbætur á því sviði, sem hefði þurft að gera en hafa verið vanræktar.
Það þurfa því ekki að vera slæmar fréttir að þessu vaxtartímabili ljúki á næstu misserum, því að það gefur það sem vantað hefur til þessa, tíma til bregðast við þeim aðstæðum, sem hafa valdið stöðnunog jafnvel hugsanlegri fækkun ferðafólks.
Hlé á fjölgun gefur tíma fyrir ferðaþjónustuna til að ná vopnum sínum, treysta innviði, bæta skipulagningu á dreifingu ferðafólks og bæta með því markaðshæfni ferðaþjónustunnar í samkeppninni við ferðaþjónustu annarra landa.
Spá vatnaskilum í ferðaþjónustu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
9.8.2017:
Erlendum ferðamönnum á Íslandi fjölgaði um 15,2% í júlí - Frá áramótum hafa 1,2 milljónir erlendra ferðamanna komið til landsins, um þriðjungi fleiri en á sama tíma í fyrra
Erlendum ferðamönnum sem dvelja á Íslandi á veturna hefur einfaldlega fjölgað mun meira en þeim hefur fjölgað sem dvelja á landinu á sumrin, þannig að fjöldinn dreifist nú mun betur yfir árið en áður.
Það er nú öll skelfingin.
Þorsteinn Briem, 26.9.2017 kl. 16:59
3.9.2017:
"Það hefur verið jákvæð þróun í rekstri fyrirtækja í ferðaþjónustu vegna þess að árstíðirnar hafa verið að jafnast," segir Kristján Daníelsson framkvæmdastjóri Kynnisferða.
"Aukningin hefur verið mest á lágönn," segir hann.
Þannig hafi verið um 50 til 60 prósenta munur á tekjum fyrirtækis í ferðaþjónustu milli háannar og lágannar fyrir fimm árum en nú sé munurinn í kringum 30 prósent.
"Það er talsvert betri staða."
Þorsteinn Briem, 26.9.2017 kl. 17:10
29.9.2016 (síðastliðið haust):
Erlendum ferðamönnum fjölgar sem vilja koma aftur til Íslands
Þorsteinn Briem, 26.9.2017 kl. 17:11
Helstu niðurstöður úr könnun á meðal erlendra ferðamanna hér á Íslandi sumarið 2016 - Ferðamálastofa:
"Íslandsferðin stóðst væntingar 95,5% svarenda sem er álíka hátt hlutfall og í vetrarkönnuninni 2015-2016 og sambærilegum könnunum sem framkvæmdar voru á sama tímabili sumrin 2014 (95,6%) og 2011 (96%)."
"Tæp 82% svarenda töldu líklegt að þeir myndu ferðast aftur hingað til Íslands, sem er álíka hátt hlutfall og sumrin 2014 (83,3%) og 2011 (79,1%).
Tæplega helmingur sumargesta 2016 sagðist vilja koma aftur að sumri, um 29% að vori eða hausti og fjórðungur að vetri."
Þorsteinn Briem, 26.9.2017 kl. 17:11
28.3.2017 (tveim mánuðum áður en Costco var opnað í Garðabæ):
Mesta verðhjöðnun á Íslandi í hálfa öld þegar íbúðaverð er ekki tekið með í reikninginn
Þorsteinn Briem, 26.9.2017 kl. 17:12
Ferðaþjónusta hefur farið vaxandi um allan heim síðastliðna áratugi.
Þróun alþjóðlegrar ferðaþjónustu frá árinu 1980 - Línurit bls. 7
Þorsteinn Briem, 26.9.2017 kl. 17:15
Yfirleitt er ekki hægt að banna útlendingum að dvelja hér á Íslandi eða Íslendingum að veita þeim hér þjónustu samkvæmt samningnum um Evrópska efnahagssvæðið, meðal annars um frjálsa för fólks og frjáls þjónustuviðskipti á svæðinu.
Og Kínverjar sem komnir eru inn á Evrópska efnahagssvæðið, til dæmis til Noregs, geta að sjálfsögðu flogið þaðan hingað til Íslands.
Þorsteinn Briem, 26.9.2017 kl. 17:16
Gengi íslensku krónunnar hefur lækkað frá 2. júní síðastliðnum um 7% gagnvart Bandaríkjadal og breska sterlingspundinu, og um 12% gagnvart evru, meðal annars vegna fjárfestinga íslenskra lífeyrissjóða erlendis eftir að gjaldeyrishöftum var aflétt að langmestu leyti á Íslandi.
Steini Briem, 26.8.2017
Þorsteinn Briem, 26.9.2017 kl. 17:17
Þar að auki er nú margfalt meira framboð af ódýrum flugferðum á milli Íslands og annarra landa en áður var og framboðið er sífellt að aukast, einnig nú í vetur.
Þorsteinn Briem, 26.9.2017 kl. 17:27
Mars 2015:
"Störf í ferðaþjónustu og tengdum greinum eins og veitingarekstri eru yfir 22% allra starfa á Íslandi.
Sé tekið mið af meðaltali undanfarinna sjö ára gegna konur 54% þessara starfa en karlar 46%."
Í ferðaþjónustunni eru 69% starfa á höfuðborgarsvæðinu.
Ferðaþjónusturit Landsbankans - Mars 2015
Þorsteinn Briem, 26.9.2017 kl. 17:28
Erlendir ferðamenn fara nær allir í miðbæ Reykjavíkur og langflestir þeirra gista á hótelum og gistiheimilum vestan Kringlumýrarbrautar í Reykjavík.
En sumir halda að Kópavogur sé þungamiðja höfuðborgarsvæðisins, enda þótt einungis um þriðjungur íbúa svæðisins búi sunnan Reykjavíkur og meira sé byggt í Mosfellsbæ en Kópavogi.
Vestan Kringlumýrarbrautar í Reykjavík eru þrír háskólar með meira 20 þúsund nemendur og kennara.
Hversu margir háskólar eru í Kópavogi?!
Gamla höfnin í Reykjavík er langstærsta fiskihöfn Íslands og þar er HB Grandi, stærsta sjávarútvegsfyrirtæki landsins, ásamt fjölmörgum öðrum sjávarútvegsfyrirtækjum.
Hversu miklum fiski er landað í Kópavogi og er Sundahöfn, langstærsta inn- og útflutningshöfn Íslands, þar sem langflest erlend skemmtiferðaskip leggjast að bryggju, í Kópavogi?!
Og er Landspítalinn, stærsti vinnustaður Íslands með um fimm þúsund starfsmenn, í Kópavogi?!
Er Hallgrímskirkja, fjölsóttasti ferðamannastaður landsins, í Kópavogi?!
Störf í ferðaþjónustu og tengdum greinum eins og veitingarekstri eru yfir 22% allra starfa á Íslandi, um 70% þeirra eru á höfuðborgarsvæðinu og þar eru langflest hótel, gistiheimili og veitingastaðir vestan Kringlumýrarbrautar í Reykjavík.
Og þar verður að sjálfsögðu haldið áfram að fjölga hótelum, gistiheimilum og veitingastöðum vegna þess að erlendir ferðamenn hafa mun meiri áhuga á að gista þar en til að mynda í Kópavogi.
Laugavegurinn, Hverfisgata, Skólavörðustígurinn, Lækjargata, Austurvöllur, Alþingi og stjórnarráðsbyggingar eru í Reykjavík en ekki Kópavogi og miðbærinn í Reykjavík er við Gömlu höfnina en ekki til að mynda í Kringlunni.
Við Laugaveginn einan starfa fleiri en í Kringlunni og Smáralind í Kópavogi.
Þorsteinn Briem, 26.9.2017 kl. 18:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.