27.9.2017 | 13:21
Stjórnarskrá Dana frá 1849 er ágætis dæmi um tregðuna.
Í stríðslok 1945 voru Danir og Íslendingar með nokkurn vegin sömu stjórnarskrána, þar sem fyrstu 30 greinarnar fjölluðu um þjóðhöfðingja landanna, löng upptalning á því hvað þeir gerðu eða gerðu ekki, en jafnframt að þeir væru ábyrgðarlausir af stjórnarathöfnum.
Eini munurinn var sá að í íslensku stjórnarskránni hafði forseti verið settur inn í stað konungs og að í 26. grein var ákvæði um málskotsrétt hans til þjóðarinnar.
Báðar þjóðirnar stefndu opinberlega að því að endurskoða tæplega aldar gamla stjórnarskrá og gerðu Danir það áratug síðar.
Alþingi valdi stjórnarskrárnefnd til þess að fást við málið, og brýndi Sveinn Björnsson, þáverandi forseti, þingið til dáða í þessum efnum.
1953 var starf stjórnarskrárnefndar langt komið en sigldi í strand. Síðan þá hefur öllum slíkum nefndum mistekist ætlunarverkið frá 1944.
Enda þótt stjórnlagaráð byggt á úrslitum stjórnlagaþingkosninga skilaði af sér stjórnarskrá 2011 og að hún hlaut yfirgnæfandi kosningu í þjóðaratkvæðagreiðslu 2012 hefur í raun ekkert breyst síðustu fimm ár.
Allur þessi ferill er lýsandi dæmi um tregðuna í mörgum meginmálum, sem ríkir hjá Alþingi.
1851 var haldið íslenskt stjórnlagaþing (Þjóðfundurinn) þar sem þjóðkjörnir íslenskir fulltrúar skyldu setja þjóðinni íslenska stjórnarskrá.
Komið var í veg fyrir það og enda þótt Jón Sigurðsson hefði átt í vændum að verða 160 ára gamall hefði honum ekki tekist að klára ætlunarverk sitt.
Föst skot á milli forystumanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þetta er bara búið með þessa stjórnarskrá. Birgitta slátraði henni endanlega þegar hún í ógáti upplýsti það að hún væri eingöngu sett til þess að halda Sjálfstæðisflokknum frá völdum.
þetta er því gert með sama hugarfari og Erdogan Tyrklandsforseti og forseti Venesúela eru að breyta stjórnarskrám þeirra landa til að ræna völdum varanlega.
Þorsteinn Jónsson (IP-tala skráð) 27.9.2017 kl. 19:35
Það þarf sem sagt nýja stjórnarskrá til að koma Sjálfstæðisflokknum frá völdum?!
Þorsteinn Briem, 27.9.2017 kl. 22:51
Hvernig hefur fylgi Sjálfstæðisflokksins þróast frá því að tillögur Stjórnlagaráðs um nýja stjórnarskrá voru samþykktar í þjóðaratkvæðagreiðslu árið 2012?!
Þorsteinn Briem, 27.9.2017 kl. 22:58
Steini Briem, 12.3.2013:
Ég vissi ekki að Ómar Ragnarsson væri svona fjölmennur.
Niðurstaða talningar atkvæða við þjóðaratkvæðagreiðslu 20. október síðastliðinn um tillögur stjórnlagaráðs að frumvarpi til stjórnskipunarlaga:
1. Vilt þú að tillögur stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá?
Já sögðu 75.309 eða 67,5%, rúmlega tveir þriðju.
Og hvar kemur fram að sjálfstæðismenn og framsóknarmenn hafi ekki tekið þátt í þjóðaratkvæðagreiðslunni?!
Þorsteinn Briem, 27.9.2017 kl. 23:00
28.4.2013:
"Þó svo að Sjálfstæðisflokkurinn sé á ný orðinn stærsti stjórnmálaflokkur landsins er niðurstaða kosninganna í gær [þegar flokkurinn fékk 26,7% fylgi] sú næst versta síðastliðin þrjátíu ár.
Í kosningunum árið 2009 fékk Sjálfstæðisflokkurinn sína verstu útreið í sögu flokksins þegar hann fékk aðeins 23,7% fylgi."
Næst versta útkoma Sjálfstæðisflokksins síðastliðin þrjátíu ár
Og Sjálfstæðisflokkurinn fékk einungis 29% atkvæða í alþingiskosningunum í fyrra.
Þorsteinn Briem, 27.9.2017 kl. 23:22
stjórnarskráin hefur nú verið breitt í gegnum tíðina. svo þettað er ekki stjórnarskrin frá 1944
kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 28.9.2017 kl. 07:49
Í dag:
"Meirihluta Íslendinga þykir mikilvægt að fá nýja stjórnarskrá á næsta kjörtímabili.
Þetta kemur fram í nýrri könnun MMR."
Þorsteinn Briem, 28.9.2017 kl. 19:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.