1.10.2017 | 14:21
Í annað skipti sem alvarleg hreyfilbilun verður á A380.
Alvarleg bilun varð í hreyfli Airbus 380 fyrir nokkrum árum og mátti litlu muna að illa færi.
Þetta er lang stærsta farþegaþota heims svo að bilun á þessari gerð vekur meiri athygli en ella.
A 380 er svo stór, að framleiðandinn gat ekki haft vængina nógu langa til þess að ná fram lágmarks loftmótstöðu. Hámarkslengd vængja má vera 80 metrar en A 380 hefði þurft örfáum metrum meira.
Þarna varð að fara milliveg á milli hagkvæmni þess að hafa þotuna nógu stóra og að hafa hana eins sparneytna og hraðfleyga og unnt væri.
Í ljós kom, að tölvustýrt aðvörunarkerfi vélarinnar var svo flókið og "fullkomið" með ótal viðvörunarljósum, að það var aðeins fyrir rósemd og yfirvegun flugstjóranna að hægt var að lesa rétt úr úr öllum óskapnaðnum, greiða úr flækjunni og grípa til réttra aðgerða í tæka tíð.
En nær allar helstu flugvélategundir heims nota hreyfla frá sömu framleiðendunum, þannig að hreyfilbilunina í A380 er varla hægt að skrifa á reikning Airbus.
Langflestar A 380 þotur eru með hina þekktu Rolls-Royce Trent hreyfla.
Bilunin hér um árið orsakaðist af grátlega einfaldri bilun á leiðslu.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.