Þrír karlar, Páll Magnússon, Ásmundur Friðriksson og Vilhjálmur Árnason, leiða lista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. Vafasamt er að karlaveldið verði sterkara annars staðar.
Loks í fjórða sæti kemur kona, sem hefur verið forseti Alþingis og getið sér gott orð í því virðulega embætti að því er best er vitað. Eru þetta skilaboð um það að ef hún hefði ekki gegnt þessu mikilvæga embætti hefði hún kannski ekki átt það skilið að verða svona ofarlega á lista?
Sú afsökun að það sé ekki hægt að raða kynjunum jafnt á lista var afsönnuð hjá Íslandshreyfingunni 2007.
Þá var jafnt með kynjunum alveg ofan frá efstu sætum og niður úr. Í sex kjördæmum voru karlmenn efstir í þremur og konur í þremur. Kona var efst í öðru Reykjavíkurkjördæminu og karl í hinu og síðan voru kynin á víxl, koll af kolli.
Það eru að verða liðin 17 ár af 21. öldinni og því er þessu uppröðun Sjallanna í Suðurkjördæmi athyglisverð og íhugunarverð.
Páll og Ásmundur leiða í Suðurkjördæmi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sjálfstæðisflokkurinn var stofnaður við samruna Frjálslynda flokksins og Íhaldsflokksins árið 1929 en nú er nær eingöngu íhaldsarmurinn eftir og því sjálfsagt að breyta nafni Sjálfstæðisflokksins í Íhaldsflokkurinn.
Þorsteinn Briem, 2.10.2017 kl. 02:04
Hún varð í 5.sæti í síðasta prófkjöri..
GB (IP-tala skráð) 2.10.2017 kl. 09:44
Forsendur hafa breyst síðan í prófkjöri fyrir aðrar kosningar en þessar. Hún hefur verið forseti Alþingis síðan í þeim kosningum.
Ómar Ragnarsson, 2.10.2017 kl. 13:59
Mín að telja afrek öll
ekki er nokkur vegur.
Ég hef ístru, ég hef böll
ég er guðdómlegur.
Ragna Birgisdóttir, 2.10.2017 kl. 17:50
hefur sjálfstæðisflokkurinn verið á sömu kenitölu frá 1929.?, nojrir flokkar hafa nú runnið iní hann síðan
kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 3.10.2017 kl. 07:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.