Einmenningskjördæmi í bland voru í þingkosningum fram til 1959.

Rétt er að geta þess í áhugaverðri umræðu um tillögu Kjartans Magnússonar um borgarfulltrúa, sem kosnir yrðu fyrir einstaka hluta Reykjavíkur, að í kosningum til Alþingis var hluti kjördæmanna einmenningskjördæmi allt fram til 1959. 

Ef þingmaður í slíku kjördæmi féll frá, var enginn varamaður, heldur var kosið að nýju um þingsætið. 

1952 féll til dæmis Finnur Jónsson frá, og var þá Hannibal Valdimarsson, frambjóðandi Alþýðuflokksins, hlutskarpastur í þeirri kosningu. 

Ef það er skylt í sveitarstjórnarkosningum að fullrúar séu búsettir í viðkomandi sveitarfélagi ætti það ekki að vera vandamál að láta sama gilda um einmenningskjördæmi innan Reykjavíkur. 

Skipta mætti borginni til dæmis í fimm einmenningskjördæmi, Vesturbæ, Austurbæ, Grafarvog, Grafarholt-Norðlingaholt-Selás-Árbæ og Breiðholt. 

Þetta yrði blandað kerfi eins og var í Alþingiskosningum til 1959, 18 borgarfulltrúar yrðu kosnir af listum eins og verið hefur í allri borginni, en 5 væru kosnir í einmenningskjördæmunum. 

 


mbl.is Fagna umræðu en óviss um framkvæmd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Borgarfulltrúar í Reykjavík eru kjörnir fulltrúar allra Reykvíkinga, sama hvar borgarfulltrúarnir og kjósendur þeirra búa í Reykjavík.

Rétt eins og þingmenn Reykjavíkurkjördæmanna líta á sig sem þingmenn allra Reykvíkinga.

Þorsteinn Briem, 4.10.2017 kl. 00:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband