Ætla Viðreisn og Björt framtíð að troðast undir?

Eins og er, virðist þungur straumur liggja frá hinum gömlu flokkum Sjöllum og Framsókn, sem eitt sinn voru svo stórir að þeir höfðu samanlagt yfir 60 prósent fylgi kjósenda. 

Núna er samanlagt fylgi þeirra aðeins innan við helmingur af því sem það var forðum. 

Framboðið er mikið af flokkum, sem vilja krækja sér í fylgi á miðjunni og út til vinstri, og það er engu líkara en að Viðreisn og Björt framtíð eigi á hættu að "troðast undir" í þessum atgangi.  


mbl.is VG langstærsti flokkurinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vandi BF og Viðreisnar felst í að hafa svikið þorra sinna kjósenda síðast með því að gerast hjól undir vagni Sjálfstæðisflokksins og tryggja þar með áframhaldandi völd hans. Þeir kjósendur kjósa ekki þessa flokka aftur. 

Karvel (IP-tala skráð) 4.10.2017 kl. 10:52

2 identicon

Nú er Sigmundur Davíð búinn að viðurkenna að Wintris, félag í hans eigu og eiginkonunnar, hafi ekki greitt skatta í samræði við lög og reglur um árabil (2011-2016). Sem sagt stolið undan skatti, enda voru reikningar erlendis stofnaðir í þeim tilgangi. F.v. forsætisráðherra var því skattsvikari og hefði í flestum löndum verið settur á bak við lás og slá. Samt eykst fylgi Miðflokksins. Getur einhver útskýrt þetta fyrir mér?

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 4.10.2017 kl. 11:15

3 identicon

Er ekki komin tími á að þjóðin geri ákveðnar kröfur, til verðandi þingmanna:

Tel það með öllu ólíðandi að maður sem hefur ekki getað haft stjórn á sínu eigin lífi,(fjármál og fíkn) fari að stjórna þjóðinni gegnum Alþingi.

Halldór Björn (IP-tala skráð) 4.10.2017 kl. 12:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband