6.10.2017 | 10:07
Gat verið að Íslendingar styddu MAD (GAGA) þjóða mest?
Þúsundir kjarnorkuvopna í eigu Bandaríkjamanna og Rússa byggjast á kenningunni MAD, Mutual Assured Destruction.
Forsenda hennar er að kjarnorkuveldin treysti hvert öðru til þess að þau muni beita kjarnorkuvopnum til fulls ef eitthvað beri út af varðandi þau.
Með öðrum orðum, gagnkvæm vissa um getu og vilja til gereyðingar. Meir að segja margfaldrar gereyðingar og þar með jafnvel gereyðingar alls lífs á jörðinni.
Ef þessi vissa er ekki fyrir hendi, eyðir það fælingarmætti kjarnorkuvopnanna.
Bandaríkjamenn fullvissa Rússa um að þeir muni beita hinum bandarísku kjarnavopnum til fulls ef Rússar geri árás og að Rússlandi verði gereytt minnsta kosti fimm sinnum.
Og Rússar fullvissa Bandaríkjamenn um það að þeir muni beita hinum rússnesku kjarnavopnum til fulls ef Bandaríkjamenn gera árás og að Bandaríkjunum verið gereytt minnsta kosti fimm sinnum.
Þess vegna munaði hársbreidd að það skylli á algert gereyðingarstríð árið 1983 þegar bilun varð í tölvustýrðu aðvörunarkerfi Rússa.
Þetta er augljóslega lang hrikalegasta geggjun, sem nokkurn tíma hefur verið í gangi í sögu mannkynsins.
Og viti menn, gat verið að Íslendingar berðust gegn því starfi sem ICAN vann til að færa þeim friðarverðlaun Nóbels?
Íslendingar eru sem sagt MAD flestum þjóðum fremur og þess vegna vel við hæfi að á þessari bloggsíðu skuli íslensk þýðing á MAD hafa verið kynnt og rædd:
GAGA, Gagnkvæm Altryggð Gereyðing Allra.
Já, það er ekki að spyrja að getu íslenskunnar til þess að orða alla hluti betur en flest önnur tungumál.
Við getum líka verið stoltir af því?
ICAN fá friðarverðlaun Nóbels | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Geggjunin, felst í mörgu. Til dæmis, las ég fyrir nokkru um hugmyndir okkar að lífinu í "villta vestrinu", sem í raun var ekkert nálægt því sem þú almennt heldur ... út frá "bíómyndum".
Sama má segja um "kjarnorkuvopn". Almennt er sagt að McArthur hafi viljað beita kjarnorkuvopnum á Kóreu á sínum tíma. Og þess vegna verið "settur af", en ef þessum vopnum hefði verið beitt þá ... hefðu hundruðir þúsunda dáið. En í stað þess að beita kjarnorkuvopnum, beittu bandaríkjamenn sýklavopnum og miljónir dóu. Sama á við um vietnam ... þar beittu bandaríkjamenn efnavopnum, og miljónir dóu.
Þegar Rússa tóku Aleppo, var grínstran og grátur manna yfir þeim "ómannúðlegu" aðferðum, sem Rússar beittu. Aðferðir, sem kallast "convention warfare". En, þúsundir dóu ... varla stóð steinn yfir steini. En hversu margir hugsa "af hverju" Rússar tóku Aleppo? Jú, í Aleppo ... undir augum "góða fólksins", voru sjúkdómar að fæðast sem hefðu getað valdið miljóna, eða jafnvel tugmiljóna dauða ... einnig í Evrópu. Fólkið sem stóð að því, að þróa þennan "óhugnað" í Aleppo, voru skæruliðar ... og "fórnardýrin", voru börn, konur og gamalmenni. Engin kjarnorkuvopn ...
Hefurðu labbað út, og "þakkað" Pútin, fyrir að bjarga líftóru ... hugsanlega barna þinna?
Tilvist kjarnavopna, er ekki trygging milli Rússa og Kanans ... heldur trygging þess eðlis, að Bandaríkjamenn og Rússar séu "stærstir" og "sterkastir".
Ef hvorugur væri til staðar, væru nú "flóttamenn" með banvæna og mögulega ólæknandi sjúkdóma meðal okkar ... þökk sé "góða" fólkinu.
Vandamál þess, að Sóvetríkin féllu ... var að þá fengu bandaríkin "einræði" ... og einræðeisherrar eru alltaf vandamál. Sama hversu margir eru á þeirra bandi ... en ef Hitler hefði unnið, væru þeir ófáir sem myndu klappa og hrósa þeim, eins og Danir sjálfir gerðu þegar þjóðverjar gengu inn í landið.
Það er MAD að þakka, að 7,8 og 9 áratugurinn var svona "æðislegur" ...
Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 6.10.2017 kl. 11:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.