Tifandi tímasprengja líka í Geirangursfirði.

Fjallið Mannen í Mæri og Raumsdal er ekki eina fjallið, sem getur hrunið hvenær sem er og er því nokkurs konar tifandi tímasprengja. Geirangurs-fjörður

Fjallið Me-Akernes við Geirangursfjörð á Sunnmæri er annað fjall sem gliðnandi sprunga liggur í gegnum, og eru sprungan og fjallið vöktuð með mestu og bestu mælitækjum, sem fáanleg eru til þess að hægt verði að aðvara íbúa í ferðamannabænum Geirangri við botn fjarðarins. 

Reiknað er með að allt flóðbylgja geti risið ef Me-Akernes hrynur og ætt inn fjörðinn og náð upp í allt að 150 metra hæð í hlíðinni, sem liggur kringum fjarðarbotninn, þar sem brattur vegur liggur í ótal kröppum beygjum niður fjallshlíðina. 

Geirangursfjörður er af sumum talinn einn af fimm flottustu ferðamannastöðum Norðurlanda og eftir að hafa komið þangað get ég tekið undir það.  


mbl.is Norðmenn bíða hamfara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Svipað fyrirbrigði á sér stað í Ölpunum.

Sífrerinn í berginu þiðnar og skriður falla.

Hörður Þormar (IP-tala skráð) 6.10.2017 kl. 23:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband