Stanslaus vöxtur og bakslag, hröð úrelding og bið eftir enn nýrra.

Krafa og einkenni okkar tíma er krafan eftir stanslausum og endalausum vexti flestra fyrirbæra og sífelldum endurbótum og breytingum á hvers kyns varningi, tækjum og tólum. 

Hvað alls konar rafeindatæki snertir, svo sem myndavélar, tölvur og síma, hefur þróunin verið svo hröð, að stundum hvarflar jafnvel að fólki, að neita sér um að kaupa endurbætt tæki eins og síma, vegna þess að tækið eða tólið verði orðið úrelt eftir það skamman tíma, að það borgi sig að bíða. 

Krafan um nýjungar er ekki ný af nálinni. Gott dæmi um hana var þróun bandarískra bíla um miðja síðustu öld þegar svo var komið, að breytingarnar gátu orðið algerar árlega, eins og til dæmis Chevrolet 1957, 58 og 59, þegar öllum bílnum nema vél- og drifbúnaði, var breytt gagngert árlega. De Soto 57

Krafan um að vera í forystu í útliti náði hámarki 1957 þegar allar fjórar gerðirnar sem Chrysler-verksmiðjunar framleiddu, gengust undir gagngerar breytingar, allt frá undirvagni og upp úr undir slagorðunum "Suddenly it´s 1960!"  "Forward look!" 

Þetta svínvirkaði en hönnuðurinn, Virgil Exner sá ekki bakslagið fyrir þegar bílar verksmiðjanna þóttu allt í einu orðnir gamaldags í útliti árið 1960. 

Í örvæntingarfullri viðleitni til þess að breyta útlitinu aftur nógu mikið komu fram einhverjir ljótustu og hallærislegustu Chrysler-bílar sögunnar, og Exner var rekinn.  


mbl.is iPhone 8 fær dræmar móttökur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Nú leggja allir eitthvað á hilluna þegar þeir hætta því.

"Klámmyndaleikarinn lagði tittlinginn á hilluna."

Þorsteinn Briem, 7.10.2017 kl. 01:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband