7.10.2017 | 08:27
Alþýðuflokkurinn 1979 - Björt framtíð 2017?
Alþýðuflokkurinn vann stærsta sigur sinn á vegferðinni 1916-1999 í kosningunum 1978, fékk 22% atkvæða og komst í þriggja flokka ríkisstjórn.
Flokkurinn vann sigur sinn á grundvelli róttækrar umbótastefnu sem snerist að miklu leyti í kringum Vilmund Gylfason.
Eftir umbrotasamt stjórnarsamstarf veturinn 1978 - 1979 sem endaði með því að Ólafur Jóhannesson hjó á hnútinn með svoefndum Ólafslögum vorið 1979, virtist ríkisstjórnin sigla lygnan sjó um sumarið.
En þeð reyndist aðeins vera lognið á undan storminu, því að septemberkvöld eitt sprengdi félag Alþýðuflokkskvenna stjórnina óvænt á afar likan hátt og Björt framtíð gerði nú.
Í kjölfarið voru haldnar kosningar í desemmber og þá tapaði flokkurinn miklu fylgi og lenti utan ríkisstjórnar í fjögur ár.
Líkindin á milli þessara tveggja upphlaupa eru sláand þegar skoðaðar eru fylgistölur flokkanna núna, rúmum þremur vikum fyrir kosningar.
Hvorki Viðreisn né Björt framtíð koma manni inn samkvæmt þessum tölum og eru ekki einu sinni nærri því.
Nú er Jón Gnarr, einn af stofnendum Bjartrar framtíðar, stokkinn frá borði úr flokknum, en gefur frammistöðu hans í ríkisstjórn þó góð orð.
Þetta er í stíl við sérstöðu Jóns, sem er óvenjulegur stjórnmálamaður sem hefur markað spor í íslensk stjórnmál og gefið nýjan og nauðsynlegan lit í litróf þeirra.
X-M mælist með meira en X-B | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Er ekki frá því að það verði vatnaskil í stjórnmálum hér á landi við komandi kosningar. Að Íhaldið, „thoroughly rotten and corrupt“, fari niður fyrir 20%, verði sent í langt frí og að vinstri flokkarnir nái að vinna saman, án villikatta og þverhausa. Umhyggja og „sympathy íhaldsins“ fyrir barnaníðingum, hatur þeirra og fyrirlitning á flóttabörnum, skefjalaus innherja-þjófnaður Engeyinga er loksins að opna augu meðvirkra og naive innbyggja, sem hætta að láta sig dreyma um mola af borði kleptokratanna. „We will see.“ En margt getur gerst á þremur vikur og enn er stór hópur villikatta á kreiki hjá vinstri flokkunum.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 7.10.2017 kl. 12:01
Ómar, stjórn Alþýðuflokksins og sú sem á eftir kom stýrðu landinu í +60% verðbólgu. Það er öll snillin.
Ívar Pálsson, 7.10.2017 kl. 14:29
Sjálfstæðismaðurinn Geir Hallgrímsson var forsætisráðherra á árunum 1974-1978 en verðbólgan hér á Íslandi fór í um 50% árið 1975.
Framsóknarmaðurinn Tómas Árnason var fjármálaráðherra á árunum 1978-1979 og viðskiptaráðherra 1980-1983 en það ár fór verðbólgan hér í 84%.
Alþýðuflokksmaðurinn Jón Baldvin Hannibalsson var fjármálaráðherra 1987-1988 en verðbólgan hér fór í um 25% árið 1987.
Alþýðubandalagsmaðurinn Ragnar Arnalds, átrúnaðargoð Jóns Vals Jenssonar, var hins vegar fjármálaráðherra á árunum 1980-1983.
Sjálfstæðismaðurinn Davíð Oddsson, fyrrverandi seðlabankastjóri og forsætisráðherra, nú á jötu sægreifanna og kominn út í móa, er einnig mikill töframaður.
Stýrivextir Seðlabanka Íslands voru komnir í 18% haustið 2008 og verðbólgan hér á Íslandi var 18,6% í janúar 2009, þegar Davíð Oddsson var ennþá seðlabankastjóri og sjálfstæðismaðurinn Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra.
Þorsteinn Briem, 7.10.2017 kl. 15:04
Árið 2006 var hér eftirspurnarverðbólga, um 8%, þar sem gengi íslensku krónunnar var þá mjög hátt og Íslendingar keyptu nánast allt sem þá langaði til að kaupa, sama hvað það kostaði.
Stýrivextir Seðlabanka Íslands voru því mjög háir, 14,25%, til að fá Íslendinga til að leggja fyrir og reyna að minnka hér kaup- og byggingaæðið, viðskiptahallann við útlönd og eftirspurnarverðbólguna.
Og útlendingar keyptu mikið af Jöklabréfum, sem hækkaði gengi íslensku krónunnar enn frekar.
Jöklabréf
En eftir gjaldþrot íslensku bankanna haustið 2008 var hér mikil verðbólga vegna gengishruns íslensku krónunnar, þar sem mun fleiri krónur þurfti nú til að kaupa erlendar vörur og aðföng en árið 2006.
Þorsteinn Briem, 7.10.2017 kl. 15:07
15.5.2012:
"Á síðastliðnum 18 árum hafa stýrivextir Seðlabanka Íslands verið á bilinu 4,25% til 18%.
Bankinn hefur fjórum sinnum á tímabilinu hafið hækkunarferli sem staðið hefur frá 3 mánuðum upp í rúm 4 ár.
Óverðtryggð lán næm fyrir vaxtahækkunum
Ef vextir væru hins vegar mjög neikvæðir hætta Íslendingar að leggja fyrir og íbúðarkaupendur fá stórfé ókeypis frá börnum og gamalmennum, líkt og á áttunda áratugnum.
Þorsteinn Briem, 7.10.2017 kl. 15:09
Hér á Íslandi hefur verið mesta verðbólga í Evrópu, hæsta matvælaverð í Evrópu og miklu hærri vextir en á evrusvæðinu.
Stýrivextir Seðlabanka Íslands hafa verið miklu hærri en á evrusvæðinu og voru komnir í 13,3% í júní 2007, 15,5% í maí 2008 og 18% í október 2008.
Og verðbólgan var 18,6% í janúar 2009, þegar Davíð Oddsson var ennþá bankastjóri Seðlabankans.
Stýrivextir hér á Íslandi og evrusvæðinu 2002-2007
Steini Briem, 6.4.2013
Þorsteinn Briem, 7.10.2017 kl. 15:11
Þrátt fyrir allar niðurgreiðslurnar á landbúnaðarvörum hér á Íslandi var hlutfallslegt matvælaverð hér hæst í Evrópu árið 2006, borið saman í evrum, eða 61% hærra en í Evrópusambandinu.
Hagstofa Íslands - Evrópskur verðsamanburður á mat, drykkjarvörum og tóbaki
Við kaupum hins vegar mat og drykkjarvörur hér á Íslandi í íslenskum krónum en ekki evrum og frá ársbyrjun 2006 til ársloka 2011 hækkaði hér vísitala neysluverðs, sem verðtrygging lána er miðuð við, úr 249,7 í 386 stig, eða 54,6%.
Þorsteinn Briem, 7.10.2017 kl. 15:15
Stjórn Alþýðuflokksins var starfsstjórn, sem sat með stuðningi Sjálfstæðisflokksins í rúma þrjá mánuði og hafði hvorki völd né umboð til að "stýra landinu inni í 60% verðbólgu.
Ábyrgðina á þvi verður að skrifa á stjórn án Alþýðuflokksins, sem "stýrði landinu í um 100% verðbólgu vorið 1883.
Ómar Ragnarsson, 7.10.2017 kl. 15:47
Engeyingar voru ekki nógu varkárir, tóku of mikla áhættu, reiknuðu ekki út “point of no return.” Nú er of seint að snúa við, snúa blaðinu við. Tuttugu prósent fylgi, “fuel”, nægir ekki fyrir “save landing.”
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 7.10.2017 kl. 16:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.