Úrslitin valda usla hjá andstæðingunum.

Með tapi fyrir Finnum dró ský fyrir sólu hjá því gullaldarliði, sem Íslendingar hafa eignast í knattspyrnu. Króatar og Tyrkir virtust vera með pálmann í höndunum. 

En síðan komu glæsilegur sigur á Króötum og enn magnaðri sigur á útvelli á Tyrkjum. 

Á sama tíma sýndi jafntefli Finna við Króata, að sigur þeirra á okkur hafði ekki verið einber tilviljun. 

Þetta hefur gerbraytt stöðunni í riðlinum og valdið miklum usla hjá þjóðunum, sem virtust hafa allt í hendi sér nokkrum leikjum áður til að stimpla það inn að þær væru með bestu liðin. 

Þegar litið er yfir feril íslenska liðsins fram að þessu, kemur í ljós að það hefur ekki tyllt sér á toppinn að ástæðulausu, heldur skilur hina öflugu andstæðinga eftir í sárum. 

Þjálfari Króata rekinn og aðstandendur tyrkneska landsins biðjast afsökunar á frammistöðu sinni. 

Fyrir þúsund árum fóru íslenskir víkingar bæði í vesturveg og austurveg og gerðu strandhögg, fór allt vestur undir það svæði, þar sem nú er New York og austur í Kænugarð. 

Sigurför knattspyrnulandsliðsins nú minnir á forna frægðartíma. 


mbl.is Króatar reka þjálfarann fyrir lokaleikinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Engin ástæða til að hampa ofbeldisverkum íslenskra og annarra víkinga, enda nasistar fyrr og nú ákaflega hrifnir af þeim.

Þorsteinn Briem, 7.10.2017 kl. 16:23

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sama má segja um landnám kristinna þjóða í Norður-, Mið- og Suður-Ameríku, sem byggðist fyrst og fremst á skefjalausu ofbeldi, morðum, ránum og nauðgunum.

Þorsteinn Briem, 7.10.2017 kl. 16:32

3 Smámynd: Daníel Sigurðsson

“En síðan komu glæsilegur sigur á Króötum og enn magnaðri sigur á útivelli á Tyrkjum“, segirðu.

    • En síðan komu glæsilegur sigur á Úkraínu og enn magnaðri sigur á útivelli á Tyrkjum“, á þetta nú að vera, ekki satt (?!)

    Daníel Sigurðsson, 8.10.2017 kl. 00:38

    Bæta við athugasemd

    Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

    Innskráning

    Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

    Hafðu samband