Mesta súrnun í milljónir ára.

Nú á sér stað mesta og hraðasta súrnun sjávar í milljónir ára. Í Ástralíu eru methitaárin frá þessari öld orðin að meðalárum og ný methitaár taka við. 

Á mbl.is er frétt um von á meira en 50 stiga hita þar í landi. 

Það er varla hægt að segja að haustið sé enn komið hjá okkur, þótt skammt sé í kuldann sem hraðminnkandi Grænlandsjökull gefur.  

Ekkert af þessu og ótal öðru virðist hagga þeim sem ekki vilja viðurkenna neitt af þessu, kenna fölsuðum mælingum um og fullyrða að ofangreint sé allt lygi. 

Hvers vegna? 

Vegna hins árþúsundaára gamla fyrirbrigðis að ríkir eiginhagsmunir eru sama eðlis og ollu hinu fornkveðna að asni klyfjaður gulli kemst yfir hvaða borgarmúr sem er. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Landnámsmenn ræktuðu korn

Það hefur hlýnað en ekki eru allir sammála um afhverju

Grímur (IP-tala skráð) 8.10.2017 kl. 17:07

2 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Koldíoxíð er ca.3,6$ gufuhvolfsins og hefur verið eitthvað nálægt því í 4-500 milljón ár eða svo. Það er nú sem svarar tæpum 400 GRÖMMUM í einu tonni andrúmslofts og kemur að heita má allt (um97%) frá náttúrunni eins og það hefur gert frá upphafi plánetunnar. Þáttur mannann er í hæstalagi 3% af þessum 3,6% eða ca 0,012%.

Eitthvaðð agnarlítið af koldíoxíði hafanna, sem jurtalífið þar þarfnast til að búa til úr því nýjar frumur og vefi og mynda undirstöðu lífsins, kemur úr andrúmsloftinu. Mest allt koldíoxíð hafanna kemur hinsvegar frá andardrætti fiska og annarra lífvera sem nýta súrefni, en þó miklu meira frá sveppagróðri og aeróbískum bakteríum. Allt sem deyr í höfunum, alt frá smæsta þörungi upp í stórhveli er leyst upp af þessum sveppum og bakteríum og breystist að mjög miklu leyiti í koldízíð. Ekki má gleyma því, að eldvirkir hryggir, eins og Atlantshafshryggurinn, liðast í mörugum hlykkum um heimshöfin, alls nær 50 þúsund kílómetra. Á þessum hryggjum eru hundruð þúsunda eða milljónir loftventla og eldstöðva sem spýja nýju koldíoxíði út í höfin nú sem endrarnær.

Að brölt mannanna, sem stendur fyrir um 0,012% koldíoxíðs í andrúmsloftinu er ekkki aðeins barnalegt, heldur beinlínis heimskulegt.

Vilhjálmur Eyþórsson, 8.10.2017 kl. 18:47

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

11.11.2014:

"Nú er áætlað að heildarútblástur allra eldfjalla á jörðu sé um 300 milljón tonn af CO2 á ári (0,3 gígatonn). Gosið í Holuhrauni er því búið að losa meir en eitt prósent af árlegum skammti eldfjallanna.

Þá má velta fyrir sér hvort þetta sé mikið magn í samhengi við losun mannkyns af koltvíildi vegna bruna á olíu, kolum og jarðgasi.

Mannkynið losar um 35 gígatonn af CO2 á hverju ári. Til samanburðar losa eldfjöllin aðeins um eitt prósent af losun mannsins á ári hverju.

Þetta er vel þekkt staðreynd, en samt sem áður koma stjórnmálamenn og sumir fjölmiðlar oft fram með alvitlausar staðhæfingar um að eldgos dæli út miklu meira magni af koldíildi en mannkynið."

Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur - Vísindavefurinn

Þorsteinn Briem, 8.10.2017 kl. 19:04

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

27.9.2013:

"Hlýnun jarðar er óumdeilanleg og benda margar athuganir til breytinga frá því um miðbik síðustu aldar sem eru fordæmalausar þegar litið er til síðustu áratuga eða árþúsunda.

Lofthjúpurinn og heimshöfin hafa hlýnað, dregið hefur úr magni og útbreiðslu snævar og íss, auk þess sem sjávarborð hefur hækkað og styrkur gróðurhúsalofttegunda aukist."

Loftslagsbreytingar og áhrif þeirra, staðan 2013 - Veðurstofa Íslands


Skýrsla Milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC) - Áhrif mannkyns á loftslag eru skýr

Þorsteinn Briem, 8.10.2017 kl. 19:05

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Vísindavefurinn:

"Vitað var að CO2 er mikilvirk gróðurhúsalofttegund og því þótti ástæða til að fylgjast með styrk þess í lofthjúpnum."

"Frá upphafi iðnbyltingar (um 1750) hefur hlýnað á jörðinni og á síðustu 100 árum er hlýnun við yfirborð rúmlega 0,7°C."

"Á norðurhveli færðist vorbráðnun fram um nærri tvær vikur á tímabilinu 1972 til 2000 og snjór nær nú mestri útbreiðslu í janúar í stað febrúar áður."

"Hörfun jökla frá 19. öld er víðtæk og nær jafnt til fjalljökla á norður- og suðurhveli, sem og í hitabeltinu."

"Hafís á norðurhveli hefur minnkað, sérstaklega sumarísinn í Norður-Íshafi, sem hefur minnkað um 7,4% á áratug."

"Mælingar sýna merkjanlega hlýnun sjávar á tímabilinu 1961 til 2003 og að varmainnihald efstu 700 metra heimshafanna hefur aukist frá miðjum 6. áratug síðustu aldar."

"Aukning á styrk CO2 í lofthjúpnum leiðir til aukinnar upptöku hafsins, sem sýrir hafið og það hefur súrnað um 0,1 pH stig að meðaltali frá upphafi iðnbyltingar."

Þorsteinn Briem, 8.10.2017 kl. 19:06

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Koldíoxíð dreifist jafnt um allan lofthjúpinn, sama hvar upptökin eru.

Borkjarnar úr Grænlandsjökli eru með loftbólur sem segja sögu andrúmsloftsins langt aftur í tímann og styrkur koldíoxíðs, sem var um 280 ppm fyrir iðnvæðingu, er nú um 390 ppm.

Aðrar náttúrulegar gróðurhúsalofttegundir, svo sem díköfnunarefnisoxíð (N2O) og metan (CH4), eru einnig að aukast af mannavöldum, hið fyrra vegna dreifingar á áburði og framleiðslu saltpéturssýru en hið síðara kemur frá jórturdýrum, sorphaugum, viðarkyndingu og vinnslu jarðgass og kola."

Um gróðurhúsalofttegundirnar - Veðurstofa Íslands

Þorsteinn Briem, 8.10.2017 kl. 19:07

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

Vísindavefurinn:

"Síðan 1958 hefur styrkur koltvíoxíðs í andrúmsloftinu verið mældur á eyjunni Mauna Loa í Kyrrahafi og er mynd af niðurstöðunum aðgengileg á vefnum.

Myndin sýnir vel hina stöðugu aukningu koltvíoxíðsstyrksins."

"Regnskógareyðing er í öðru sæti, á eftir notkun jarðefnaeldsneytis, yfir það sem veldur mestri koltvíildismengun á jörðinni.

Skógareyðing á einum degi losar meira koltvíildi út í andrúmsloftið en tugþúsundir flugvéla sem fljúga milli Bandaríkjanna og Evrópu."

Þorsteinn Briem, 8.10.2017 kl. 19:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband