Stóri vandinn: Tvær stórar andstæðar fylkingar.

Stærsti vandinn varðandi átök um sjálfstæði Katalóníu er sá, að íbúar Katalíníu skiptast í tvær algerlega andstæðar fylkingar, stál í stál.

Þessar fylkingar virtust nokkuð jafnstórar þegar kosið var um sjálfstæði í ráðgefandi þjóðaratkvæði.   

Þarna er um að ræða dæmi um þann vanda sem getur orðið og hefur orðið við svona aðstæður. 

Afleiðingarnar hafa sums staðar orðið slæmar, svo sem á Norður-Írlandi á seinni hluta síðustu aldar. 

Í Færeyjum urðu ekki slík átök þótt þar væru fylkingar næstum jafnstórar, en fullt sjálfstæði fengu Færeyingar ekki. 

Blóðug borgarastyrjöld geysaði á Spáni 1936-39 og sárin eru ekki gróin. Harkalegar aðgerðir lögreglu um daginn ýfðu þessi ráð upp og vonandi kemur ekki til þess að til vopnaðra átaka komi. 

Það verður afar erfitt að ná samkomulagi á milli deiluaðila en sá kostur, að borgarastyrjöld brjótist út, ætti ekki að vera í boði. 

 


mbl.is Þjóðhátíðarstemning á mótmælunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Færeyjar og Grænland hafa fengið gríðarháa styrki frá Danmörku en Katalónía er ríkari en önnur spænsk héruð.

Þorsteinn Briem, 8.10.2017 kl. 21:37

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ef íslensk fyrirtæki myndu reyna að selja allar íslenskar sjávarafurðir til annarra landa en Evrópusambandsríkjanna myndu þau fá mun lægra verð fyrir þær en neytendur í þeim ríkjum greiða.

Þar að auki er markaður fyrir íslenskar sjávarafurðir langt frá því að vera einsleitur og hefur verið byggður upp á mjög löngum tíma.

Íslenskur saltfiskur er til að mynda aðallega seldur til Suður-Evrópu en frystur og ferskur fiskur til Norður-Evrópu.

Og hæsta verðið fyrir íslenskan saltfisk fæst í Katalóníu á Spáni, þar sem Barcelona er höfuðstaður.

Fryst loðna og loðnuhrogn
eru hins vegar seld til Japans en einungis 1,9% af heildarútflutningi okkar Íslendinga fóru þangað árið 2009 og þá komu 3,4% af innflutningi okkar þaðan.

En útflutningur á íslenskum sjávarafurðum og öðrum vörum hefur aukist til Evrópusambandsríkjanna síðastliðna áratugi.

Og einungis 3,9% af öllum vöruútflutningi okkar Íslendinga fór til Bandaríkjanna árið 2009, 2,3% til Kína en 1,2% til Rússlands og 0,5% til Kanada.

Hins vegar voru þá um 80% af öllum íslenskum sjávarafurðum seld til Evrópusambandsríkjanna og þetta hlutfall hefur lítið breyst frá þeim tíma.

Steini Briem, 23.1.2014

Þorsteinn Briem, 8.10.2017 kl. 21:41

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Frá 1. desember 1918 voru Danmörk og Ísland tvö aðskilin og jafnrétthá ríki, enda þótt þau hefðu sama kóng.

Færeyjar og Grænland eru hins vegar í danska ríkinu og því engan veginn hægt að tala um "ríkjasamband" Færeyja, Grænlands og Danmerkur.

Færeyjar og Grænland eiga bæði tvo þingmenn á danska þinginu, Folketinget.

"Folketinget består af 179 medlemmer valgt for maksimalt fire år. Heraf er to valgt på Færøerne og to valgt på Grønland."

"Dagens rigsfællesskab er et uofficielt begreb der ikke nævnes i nogen lov.

Det er ikke et samarbejde mellem flere ligestillede enheder sådan som det britiske Commonwealth eller den gamle union mellem kongerigerne Danmark og Norge.

Det er heller ikke en forbundsstat."

Ísland hefur verið fullvalda og sjálfstætt ríki frá 1. desember 1918 og fékk nýja stjórnarskrá samkvæmt því árið 1920.

Þorsteinn Briem, 8.10.2017 kl. 21:43

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Færeyjar og Grænland eru einfaldlega í danska ríkinu eins og Ísland var áður en það varð sjálfstætt ríki 1. desember 1918.

Evrópusambandið er hins vegar engan veginn eitt ríki, enda eru hvorki Færeyjar né Grænland í Evrópusambandinu.

Þorsteinn Briem, 8.10.2017 kl. 21:47

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Færeyjar og Grænland hafa árlega fengið gríðarháa styrki frá Danmörku.

"20% of Faroe Islands' national budget comes as economic aid from Denmark, which is about the same as 50% of Faroe Islands' total expense budget."

"About half of public spending on Greenland is funded by block grants from Denmark which in 2007 totalled over 3.2 billion kr.

Additional proceeds from the sale of fishing licences and the annual compensation from the European Union represents 280 million DKK per year."

Og "færeyska krónan" er bundin gengi evrunnar.

"Færeyska krónan er jafngild dönsku krónunni.

Gengisbinding dönsku krónunnar við evruna nær því einnig til Færeyja - og Grænlands."

Þorsteinn Briem, 8.10.2017 kl. 21:51

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Tvær eða fleiri fylkingar í stjórnmálum eiga ekki að vera vandamál, því meirihlutinn ræður einfaldlega í lýðræðislegum kosningum.

O
g þar getur eitt atkvæði ráðið úrslitum, hvort sem um er að ræða til að mynda sveitarstjórnarkosningar, alþingiskosningar, þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að Evrópusambandinu eða sjálfstæði Katalóníu.

Þorsteinn Briem, 8.10.2017 kl. 22:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband