8.10.2017 | 22:18
Meira að segja Lilja ergir Trump.
Það er athyglisverð frétt, sem þessi bloggpistill er tengdur við.
Lilja Alfreðsdóttir leggur fram skýrslu um efnahagslegar afleiðingar loftslagsbreytinga á norðurslóðum á fundi þingmanna NATO sem hefði verið samþykkt einróma ef fulltrúi langvoldugasta ríkisins hefði ekki lagst á móti henni.
Greinilegt er að Donald Trump er svo mikið í mun að ekki verði haggað við því, sem hann hefur lýst sem því að að "gera Ameríku mikla á ný" að leitað sé uppi hvert tilefni til þess að afneita loftslagsbreytingum og afleiðingum þeirra.
Sem þýðir einfaldlegra að Kaninn ríghaldi áfram í hina klassíku ábyrgðarlausu ofnýtingu hverra þeirra auðlinda sem hægt er að seilast í til þess að þjóna þeirri skammtímagræðgi sem er að verða helsta ógn við komandi kynslóðir.
Skýrsla Lilju samþykkt hjá NATO | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Mörgum gerir lífið leitt,
Lilju kvað í kútinn,
eiginlega ekki neitt,
elskar karlsins grútinn.
Þorsteinn Briem, 9.10.2017 kl. 01:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.