Umræðan er enn stórlega bjöguð.

Umræðan um orkumál, virkjanir og umhverfis-og náttúruverndarmál hefur lengi verið bjöguð hér á landi. 

Leyndarhygga er mikið notað orð um þessar mundir og leitun er að sviði í þjóðlífinu þar sem hún hefur verið meiri en á þessu sviði. 

Það hefur til dæmis verið vitað síðan upplýst var um það í sjónvarpsþætti um Kröfluvirkjun árið 1978, eða fyrir  tæpum 40 árum, að ekki væru gerðar meiri kröfur um endurnýjanlega orku en það að orkan entist í 50 ár áður en hún yrði uppurin. 

Það þýðir einfaldlega að þessi orka er langt frá því að vera endurnýjanleg á þann hátt að hún geti staðist kröfur um sjálfbæra þróun, en þetta hugtak er þegar orðið og verður í vaxandi mæli höfuðviðfangsefni mannkynsins. 

Tíu árúm eftir að Kárahnjúkavirkjun var gerð, veit þjóðin ekki enn hverju var fórnað og áttar sig ekki enn á því að Hjalladal, á stærð við Hvalfjorð en þrefalt dýpri en Hvalfjörður, var sökkt í aurugasta vatnsfall heims, sem á eftir að fylla þennan dal með eistæðum listaverkum Jðklu, upp á um það einni öld. 

Samkvæmt 1. áfanga rammaáætlunar, sem auðvitað var ekki gefin út fyrr en búið var  að skrifa undir samninga varðandi Kárahnjúkavirkjun, fól þessi virkjun í sér mestu neikvæðu óafturkræfu umhverfisspjöll, sem möguleg voru á Íslandi. 

Ein helsta röksemdin fyrir því að virkja alla virkjanlega orku á Íslandi er sú drífa verði í að gera þetta vegna loftslagsvandans. 

Ef þetta sjónarmið heimtar að einstæðustu og dýrmætustu náttúruverðmætum heims sé fórnað fyrst, á undan öðrum svæðum, má benda á, að meira að segja Bandaríkjamenn, sem valda mesta útblæstri á íbúa af öllum jarðarbúum, dettur ekki í hug að fórna Yellowstone, þar sem er langmesta samanlagða jarðvarma- og vatnsorka Norður-Ameríku, heldur segja BAndaríkjamenn, meira að segja sérfræðingar í jarðvarmavirkjunum, að Yellowstone sé heilög jörð. 

 


mbl.is Mátturinn eða dýrðin?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

varla mynnst á virkjun á dreka sem á að nýtast landmanalaugum sem fyrirhuguð er stundum er náttúrufræði skrýtin fræði

kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 13.10.2017 kl. 07:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband