13.10.2017 | 22:51
Kirkjuleiðtogar 500 milljóna manna gegn sérgræðginni.
Á ráðstefnunni Arctic Circle í dag flutti yfirmaður Orthodox kirkjunnar í Constantinópel, sem talar fyrir kirkjudeildiur með 500 milljónir manna innanborðs, ályktun Alkirkjuráðsins sem samþykkt var á Lögbergi á Þingvöllum í í morgun og undirrituð þar, þar sem kennimenn kristinna kirkna um allan heim eru hvattir til að taka afstöðu í umhverfismálum.
Myndirnar hér á síðunni eru frá Þingvöllum og Hörpu i dag, en á Þingvöllum lásu fjórir fulltrúar yfirlýsinguna.
Það er mikilvægt stórt og fréttnæmt skref bæði á alþjóðlega vísu og hér á landi þegar fjölmennar og áhrifaríkar trúarhreyfingar taka höndum saman í mikilvægustu málum samtímans og framtíðarinnar.
Alkirkjuráðið hefur innan sinna vébanda kristið fólk allt frá Alaska og Samahéruðum Norðurlanda til Fijieyja í Eyjaálfu.
Fjölmiðlar og margir aðrir áhrifaríkir aðilar virðast hins vegar ekki skynja þetta, og gott dæmi er fréttaflutningur og pistlaskrif, sem líta á Arctic Circle eingöngu út frá sjónarmiðum sérgræði, sem til dæmis endurspeglast í slagorðum á borð við að ráðstefnan snúist eingöngu um það sem við Íslendingar gægum grætt mest á, ný tækifæri til þess að láta norræn lönd blómstra.
Í dag var hins vegar ekki annað að heyra en að aðalverkefni ráðstefnunnar sé að benda á þá ógn sem stafar af hlýnun lofthjúpsins um víða veröld og til dæmis hið beina samhengi á milli þess að bráðið vatn frá jöklunum hækki yfirborð sjávar hinum megin á hnettinum og muni jafnvel færa í kaf heimkynni tuga eða jafnvel hundraða milljóna manna.
Þess vegna sé mannkynið að falla á tíma við að takast á við vandann.
P. S. Af hverju þarf að þýða "running out of time" hrátt upp úr enskunni: "...renna út á tíma"?
Hingað til hefur nægt að segja á íslensku: "falla á tíma."
Erum að renna út á tíma | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
"... eða jafnvel hundruða milljóna manna."
Hér eru hundruð, um hundruð, frá hundruðum til hundraða.
Sem sagt: ... eða jafnvel hundraða milljóna manna.
"Í fleirtölu er nefnifallið ekki hundruðir, þolfallið ekki hundruði og eignarfallið ekki hundruða."
Hundrað - Málfarsbankinn - Árnastofnun
Þorsteinn Briem, 13.10.2017 kl. 23:14
"... yfirmaður Orthodox kirkjunnar ..."
Á íslensku myndi það vera "Rétttrúnaðarkirkjunnar".
Rétttrúnaðarkirkjan
Þorsteinn Briem, 13.10.2017 kl. 23:41
Takk, Steini, fyrir að benda á þessa innsláttarvillu, en því miður líður stundum drjúgur tími frá því að maður leiðréttir svona þangað til leiðréttingin kemst inn.
"Það sem að helst hann varast vann / varð þó að koma yfir hann." Ég hef varla tölu á þeim skiptum sem ég hef verið að berjast gegn orðinu "hundruðir", sem sí o æ er notað af fjölmiðlafólki.
Ómar Ragnarsson, 13.10.2017 kl. 23:42
Heitið Rétttrúnaðarkirkja hefur vafist svolítið fyrir mörgum, því að í heitinu felst að trúnaður þessarar kirkju sé réttari en trúnaðar annarra kirkjudeilda.
Orðið "orthodox" þýðir allt eins "hefðbundinn" eða "bókstaflegur" og "orthodoxy" er þýtt bæði sem "rétttrúnaður" eða "bókstafstrú."
Í fréttatilkynningum frá Biskupsstofu hefur því verið gripið til þess ráðs að þýða ekki erlenda heitið.
Ómar Ragnarsson, 13.10.2017 kl. 23:52
Orthodoxy er úr grísku; ὀρθοδοξία, og þýðir “rétt skoðun”. Orthodoxy þýðir ekki hefðbundinn eða bókstaflegur.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 14.10.2017 kl. 00:07
Orthodoxy er úr grísku "ὀρθοδοξία" og þýðir rétt skoðun. Orthodoxy þýðir ekki hefðbundinn eða bókstaflegur.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 14.10.2017 kl. 00:24
Sæll Ómar.
"...eða jafnvel hundraða milljóna manna."
Betra er þetta svona: "...eða jafnvel hundruð milljóna manna."
Orðið hundrað er hvorugkyns nafnorð í setningunni
og "miljóna manna" er eignarfallseinkunn; orðið
hundrað stendur í nefnifalli ft. og á eftir fer svo
eignarfallseinkunnin.
Eignarfallseinkunn á jafnan við nafnorð í nefnifalli.
Húsari. (IP-tala skráð) 14.10.2017 kl. 01:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.