16.10.2017 | 08:35
Orkunotkun á besta tíma sólarhringsins.
"Virkjanalæti" og "einhver mest mengandi starfsemi sem hugsast getur" er ágæt lýsing forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur á því óþoli og æðibunugangi sem hefur verið eitt helsta einkenni áltrúarinnar eða stóriðjutrúarinnar, sem tekin var upp hér á landi fyrir um hálfri öld.
Hún virðist hafa heltekið svo marga, að fátt virðist getað stöðvað þetta æði og ýmsar rangar fullyrðingar sem fylgja því og hafa til dæmis dunið á Vestfirðingum varðandi það að fara hamförum um ósnortin víðerni Vestfjarðakjálkans án þess að það "tryggi orkuöryggi Vestfjarða" eins og flaggað er óspart.
Skásta leiðin til að tryggja orkuöryggi Ísafjarðarsvæðisins væri ekki að setja allt á hvolf hinum megin á Vestfjarðakjálkanum heldur að virkja í Skötufirði eða Hestfirði, margfalt styttra frá Ísafirði.
Ef notkun rafbíla verður almenn hér á landi og innviðir þeirra notkunar gerðir vel úr garði, verður orkunotkun þeirra í orkukerfinu hljóðlát að næturþeli, þegar bílarnir eru hlaðnir og önnur orkunotkun er minnst.
En sífellt er látið eins og að það þurfi að halda "virkjanaæðinu" áfram og bæta jafnvel í.
Virkjanalæti óþörf | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.