19.10.2017 | 20:28
168 ára gamall draumur Jóns, landsfeðra, Sveins og Gunnars Thor.
1949 dreymdi Jón Sigurðsson um nýja stjórnarskrá fyrir Ísland, ritaða af Íslendingum sjálfum. Danakonungur vildi sjálfur gera stjórnarskrána og lét slíta stjórnlagaþingi Íslendinga (Þjóðfundinum) 1851 til að koma í veg fyrir að draumur Jóns og þjóðfundarmanna rættist.
1874 "gaf" konungur Íslendingum stjórnarskrá, sem var skrifuð af Dönum og draumur Jóns var saltaður.
1944 lofuðu forystumenn þingflokkanna að eftir lýðveldisstofnun skyldi draumur Jóns Sigurðssonar verða að veruleika en andstæðingar breytinga á kosningafyrirkomulaginu, Framsóknarmenn, komu í veg fyrir það. Börðust hatrammlega um það í kosningum 1942 og 1959, og þurfti tvennar kosningar hvort ár til að koma á umbótum.
Í nýjársávarpi 1949 brýndi Sveinn Björnsson forseti Íslands þingmenn til að láta drauminn rætast, en allt sat áfram við sama.
1955 gerðu Danir nýja stjórnarskrá fyrir sig en Íslendingar sátu áfram í gíslingu Framsóknarflokksins.
1980 gerði Gunnar Thorodssen úrslitatilraun til að láta hálfrar aldar gamlan draum sinn um íslenska stjórnarskrá gerða af Íslendingum rætast, en enn strandaði á svipuðu og fyrr, að það nægði að fulltrúar eins flokks hefðu neitunarvald.
2012 var samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu með yfirgnæfandi meirihluta að láta hinn 159 ára gamlan draum Jóns Sigurðssonar rætast, en þingmenn klúðruðu málinu næstu fimm árin.
Nú er draumur Jóns orðinn 168 ára gamall. Á þetta að halda svona áfram í 168 ár í viðbót, alls 336 ár, allt til ársins 2186?
Reynslan eftir 1944, að æ ofan í æ hefur neitunarvald í stjórnarskrárnefndum komið í veg fyrir gerð nýrrar stjórnarskrá, sýnir, að þinginu er fyrirmunað að vinna þetta verk, enda um hagsmuni og vinnuskilyrði þeirra sjálfra að ræða.
Þess vegna var stjórnlagaþingið (þjóðfundurinn) 1851 kosið í sérstökum kosningum.
Þá stöðvaði Danakonungur málið en eftir það einstakir flokkar á þingi.
Þetta er orðin 74 ára gömul reynsla. Á aldrei að læra af henni?
Hvað á að gera við stjórnarskrána? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ef ég man rétt, þá þótti stjórnarskrá Weimar lýðveldisins ein hin fullkomnasta sem þá var til. En hvernig fór?
Hörður Þormar (IP-tala skráð) 19.10.2017 kl. 21:45
28.9.2017:
"Meirihluta Íslendinga, eða 56%, þykir mikilvægt að fá nýja stjórnarskrá á næsta kjörtímabili.
Þetta kemur fram í nýrri könnun MMR á afstöðu Íslendinga til nýrrar stjórnarskrár.
Fram kemur, að Íslendingar sem búsettir hafi verið á höfuðborgarsvæðinu hafi verið líklegri til að þykja það mikilvægt að fá nýja stjórnarskrá (61%) en þeim sem búsettir voru á landsbyggðinni (47%).
Enn fremur segir, að 91% af stuðningsfólki Samfylkingarinnar og 92% af stuðningsfólki Pírata þyki það mikilvægt að fá nýja stjórnarskrá.
Einungis 15% af stuðningsfólki Sjálfstæðisflokksins þótti það mikilvægt að fá nýja stjórnarskrá á næsta kjörtímabili.
76% Vinstri grænna, 40% Framsóknar og 39% Viðreisnar þótti það mikilvægt að fá nýja stjórnarskrá fyrir næsta kjörtímabil.
Könnunin var framkvæmd dagana 26. til 28. september 2017 og var heildarfjöldi svarenda 1.012 einstaklingar, 18 ára og eldri."
Þorsteinn Briem, 19.10.2017 kl. 22:47
Ómar minn. Þú spyrð hvað eigi að gera við Stjórnarskrá Lýðveldisins Íslands?
Það á að fara eftir Stjórnarskrá Lýðveldisins Íslands.
Ef við sem búum á Íslandi getum ekki farið eftir Stjórnarskrá Lýðveldisins Íslands, þá höfum við ekkert að gera með ábyrga almenningskosningu til Lýðveldisins.
Svo einfalt er það í mínum augum.
Enginn gengur í ríkjabandalag til þess eins að græða peninga á bandalaginu. Ekkert er ókeypis hjá grimmum bakaræningjum jarðar.
Íslandsbúar vilja ekki ganga í hernaðarbandalag, þótt við séum því miður óspurð og ólöglega komin í hernaðarbandalag sem heitir ESB?
Hættum að blekkja hvert annað, og leggjum spilin á borðið.
Og vinnum sem heiðarlegast og best úr þeim spilum sem á borðinu liggja, og úr er að spila.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 19.10.2017 kl. 23:23
Evrópusambandið er ekki hernaðarbandalag, Anna Sigríður Guðmundsdóttir.
Írland, Svíþjóð og Finnland eru í Evrópusambandinu en ekki í NATO, sem er hernaðarbandalag.
Hins vegar eru langflest aðildarríkja Evrópusambandsins í NATO, svo og Ísland og Noregur, sem í raun eru einnig í Evrópusambandinu með aðild að Evrópska efnahagssvæðinu.
Svíþjóð og Finnland hafa aftur á móti átt samvinnu við NATO og sænskar og finnskar herþotur hafa tekið þátt í loftrýmisgæslu á Íslandi.
Áhrif Bandaríkjamanna á Íslandi minnkuðu verulega þegar þeir lögðu niður herstöð sína á Miðnesheiði árið 2006 og nú sinna Evrópuríki mun meira loftrýmisgæslu á Íslandi en Bandaríkin.
Þorsteinn Briem, 19.10.2017 kl. 23:57
Herþotur frá Finnlandi, Svíþjóð og Noregi í loftrýmisgæslu yfir Íslandi.
Þorsteinn Briem, 20.10.2017 kl. 00:04
Frá árinu 1944 til 2010 voru engar þjóðaratkvæðagreiðslur hér á Íslandi, ekki einu sinni um aðild Íslands að NATO eða Evrópska efnahagssvæðinu, en frá árinu 1908 til 1944 voru hér sex þjóðaratkvæðagreiðslur.
Þjóðaratkvæðagreiðslur hér á Íslandi
Þorsteinn Briem, 20.10.2017 kl. 00:07
Píratar vilja að það ráðist í þjóðaratkvæðagreiðslu hvort aðildarviðræðum Íslands við Evrópusambandið verði lokið með samningi sem kosið yrði um í annarri þjóðaratkvæðagreiðslu.
Stjórnmálaflokkarnir eigi sem sagt ekki að ráða því.
Á síðasta kjörtímabili samþykkti meirihluti Alþingis að sótt yrði um aðild að Evrópusambandinu án þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort sótt yrði um aðildina en kosið yrði um samninginn í þjóðaratkvæðagreiðslu.
Steini Briem, 5.10.2015
Þorsteinn Briem, 20.10.2017 kl. 00:12
"Í kosningastefnu Sjálfstæðisflokksins fyrir alþingiskosningarnar vorið 2013 stendur:
"Þjóðin tekur ákvörðun um aðildarviðræður við Evrópusambandið í þjóðaratkvæðagreiðslu á kjörtímabilinu."
Í viðtali við Fréttablaðið 24. apríl 2013 sagði Bjarni Benediktsson formaður flokksins:
"Við höfum haft það sem hluta af okkar stefnu að opna fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu til að útkljá þetta mál og við munum standa við það."
Og daginn eftir á Stöð 2:
"Við viljum opna fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu og ég tel rétt að stefna að henni á fyrri hluta kjörtímabilsins."
Þorsteinn Briem, 20.10.2017 kl. 00:14
17.8.2015:
"Samkvæmt skoðanakönnun Gallup er helmingur landsmanna, 50,1%, andvígur aðild Íslands að Evrópusambandinu.
Fylgjendur aðildar eru 34,2% en 15,6% segjast hvorki vera fylgjandi né andvígir inngöngu í sambandið."
Skoðanakannanir um aðild Íslands að Evrópusambandinu eru lítils virði þegar samningur um aðildina liggur ekki fyrir.
Tugþúsundir Íslendinga hafa ekki tekið afstöðu til aðildarinnar og aðrar tugþúsundir geta að sjálfsögðu skipt um skoðun í málinu.
Fólk tekur afstöðu til aðildarinnar fyrst og fremst út frá eigin hagsmunum, til að mynda afnámi verðtryggingar, mun lægri vöxtum og lækkuðu verði á mat- og drykkjarvörum með afnámi allra tolla á vörum frá Evrópusambandsríkjunum.
Og harla ólíklegt að meirihluti Íslendinga láti taka frá sér allar þessar kjarabætur.
Þorsteinn Briem, 20.10.2017 kl. 00:16
ESB er að breytast í hernaðarbandalag, og meira til, enda er miðstjórnin að vinna í að koma á miðstýrðum her. ESB er þegar orðið að gerræðisveldi og við eigum ekkert að gera þangað inn.
Ég fyrirlýt þessa nýju stjórnarskrá. Ef hún kemst á mun ég aldrei líta á han sem lögmæta eða sætta mig við að hún sé við lýði, og mun kjósa hvern þann sem vill afnema hana eða grafa undan henni.
Ef Jón Sigurðsson myndi lifna við í dag og sjá hvaða andstyggð hefur verið skrifuð í nafni draums hans, myndi han snúa aftur til grafarinnar í skömm, enda er þessi stjórnarskrá gerð með það fyrir stafni að afnema endanlega það litla sem eftir er af fullveldi Íslands. "En við höfum þegar fórnað hluta fullveldisins með því að ganga inn í EES" - skammarleg röksemdarfærsla.
Þetta er ekki stjórnarskrá fullvalda lýðveldis, heldur tilvonandi sýslu innan heimsveldis, tjargaða með pólitískri stefnuskrá kratismans í þokkabót. Hvers konar frjálst samfélag hefur stjórnarskrá sem er skrifuð þannig? Stjórnarskrá á að skilgreina það ferli sem frjáls þjóðin getur beitt til að ná fram pólitískum vilja sínum, en EKKI hvaða pólitík skuli vera ofaná. Það er að segja nema þeirri pólitísku stefnu að landið skuli vera fullvalda lýðveldi, enda er það forsenda þess að lýðæðið hér hafi eitthvað að segja.
Þetta plagg er sundrungarafl, enda var það skrifað til höfuðs þeirra sem voru við völd í hruninu, sem uppgjör við viðkomandi. Arfleiðin er eftir því. Og að 56% þjóðarinnar vilji þetta sýnir það að einungis lítill meirihluti vill þetta, þar með er plaggið ekki þverpólitískt og getur ekki verið til þess að sameina þjóðina.
Egill Vondi (IP-tala skráð) 20.10.2017 kl. 00:19
Síðastliðinn mánudag:
Stuðningur eykst við aðild Íslands að Evrópusambandinu - Meirihluti stuðningsmanna Vinstri grænna fylgjandi aðild
Þorsteinn Briem, 20.10.2017 kl. 00:28
"11. gr. Til þess að spurning eða tillaga sem er borin upp í þjóðaratkvæðagreiðslu teljist samþykkt þarf hún að hafa hlotið meiri hluta gildra atkvæða í atkvæðagreiðslunni."
Sem sagt ekki meirihluta þeirra sem eru á kjörskrá hverju sinni.
Lög um framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslna nr. 91/2010
Já sögðu 48 og enginn sagði nei
Þjóðaratkvæðagreiðslan 20. október 2012 er því enn í fullu gildi.
Þorsteinn Briem, 20.10.2017 kl. 00:31
Meirihluti atkvæða ræður einfaldlega í þjóðaratkvæðagreiðslu um stjórnarskrá.
"The Twenty-eighth Amendment of the Constitution of Ireland permitted the state to ratify the Lisbon Treaty of the European Union.
It was effected by the twenty-eighth Amendment of the Constitution (Treaty of Lisbon) Act 2009, which was approved by referendum on 2 October 2009 (sometimes known as the Lisbon II referendum).
The amendment was approved by the Irish electorate by 67.1% to 32.9%, on a turnout of 59%."
Twenty-eighth Amendment of the Constitution of Ireland
Þorsteinn Briem, 20.10.2017 kl. 00:33
17.6.2004:
"Svisslendingar, Írar og Frakkar hafa ekki gert lágmarksþátttöku að skilyrði fyrir gildi þjóðaratkvæðagreiðslu."
"Engin skilyrði um lágmarksþátttöku [í þjóðaratkvæðagreiðslum] eru fyrir hendi á Írlandi og raunar má finna dæmi þess frá 1979 að breytingar á stjórnarskrá hafi verið samþykktar í kosningum með innan við 30% þátttöku."
"Franska þjóðin kaus um Maastricht-sáttmálann árið 1992 og árið 2000 var þjóðaratkvæðagreiðsla um styttingu á kjörtímabili forsetans úr sjö árum í fimm.
Engin skilyrði um lágmarksþátttöku voru í þessum kosningum og úrslit kosninganna árið 2000 voru bindandi, þrátt fyrir aðeins um 30% kosningaþátttöku."
Rúmlega 460 þjóðaratkvæðagreiðslur í Evrópu frá 1940
Þorsteinn Briem, 20.10.2017 kl. 00:34
Ekkert ólöglegt var við þjóðaratkvæðagreiðsluna um tillögur Stjórnlagaráðs 20. október 2012.
Í þjóðaratkvæðagreiðslunni 20. október 2012 um tillögur Stjórnlagaráðs að frumvarpi til stjórnarskrár var kosningaþátttakan 49%, um afnám áfengisbanns árið 1933 45% og um Sambandslögin 1918 44%.
Í kosningum greiða menn atkvæði samkvæmt því hvað þeim finnst um viðkomandi mál.
Og þeir geta skilað auðu ef þeir vilja.
Hvað þeim finnst í einhverri umræðu um málið er hins vegar ekki kosningar.
Og meirihluti kjósenda ræður í kosningum en ekki þeir sem heima sitja.
Hér á Íslandi er einfaldlega lýðræði og okkur varðar ekkert um nafnleysingja og aðra vesalinga sem ekki sætta sig við það.
Þorsteinn Briem, 20.10.2017 kl. 00:38
Evrópusambands-taglhnýtingurinn "Steini Briem" heitir það ekki á Þjóðskrá (skoðið höfundarsíðu hans).
Hann fer rangt með kosningaþátttökuna 2012, hún var ekki 49%, heldur 48,4%.
Þá er fráleitt að bera stjórnarskrármál saman við atkvæðagreiðslu um áfengismál.
Og 1918 herjuðu kuldar og farsótt á landsmenn, og konur höfðu þá nýfengið kosningarétt og voru hreint ekki vanar að hugsa mikið um stjórnmál. Þetta skýrir litla þátttöku í kosningunum um sambandsmálið 1918.
Jón Sigurðsson lét sig aldrei dreyma (1849) um það sem Þorvaldur Gylfason & Co. kalla "nýju stjórnarskrána", þar sem farið var að óskum Ingibjargar Sólrúnar, formanns Samfylkingarinnar, og Ágústs Ólafs Ágústssonar, varaformanns hennar, um að gerbreyta stjórnarskránni til að auðvelda innlimun Íslands í Evrópusambandið* (það er augljóslega reynt með 111. gr. tillagnanna 2012 og með 67. greininni þar sem beinlínis er komið í veg fyrir að þjóðin megi krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu um það mál að segja sig úr Evrópusambandinu).
Þessi sami Ágúst Ólafur er nú aftur skriðinn út úr híði sínu** til að boða fagnaðarerindi þess að við glötum sjálfsákvörðunarrétti okkar og æðsta löggjafarvaldi til Brusselbossanna sem nú þjaka mörg ríkjanna á meginlandinu eftir að hafa hrakið frá sér Breta með tilætlunarsemi og yfirgangi sem þeir síðarnefndu sættu sig ekki við.
Sjálft "stjórnlagaráðið" var svo ólöglega til stofnað, sem beint og ósvífið brot á lögunum um stjórnlagaþing, sem þá voru enn í gildi!
* Sjá hér:
Ingibjörg Sólrún afhjúpaði tengslin milli óskastefnu Samfylkingarinnar að keyra okkur inn í ESB og stefnu hennar á stjórnarskrárbreytingar
** Sjá hér:
Samfylkingin kann ekki að skammast sín: ESB-maður leiðir lista hennar í Reykjavík
Jón Valur Jensson, 20.10.2017 kl. 03:31
Alveg dæmalaust að heira þessa þvælu ... þetta er eins og horfa á pistil úr "Monty Python".
"Punktur 1. ég vil nýja stjórnarskrá"
Danakonungur gerði Íslendingum greiða, með því að skapa stjórnarskrá handa ykkur ... Íslendingar hlaupa allir hver um annan, til að selja land forfeðra sinna til kaupmannsins í feneyjum.
Fólk, sem hefur enga aðra hugsun en eninga-meninga-mig-vantar-meiri-peninga og er tilbúið að selja framtíð barna sinna, fyrir örfáar krónur eru ekki færir um að stjórna sér sjálfir.
Hvað á að standa í þessari nýju stjórnarskrá?
Muslimi má gifta sig 11 ára stúlku, en fjölmiðlar mega níðast á Íslendingi sem er búinn að taka út dóm sinn.
Hvað er næsti púnktur á þessarri stjórnarskra?
Megi ÖSE troða ofan í Íslendinga, því sem þeim þykir rétt og Íslendingar mega bara étan þenna skít eins og Danakonungur hefði sagt það.
Danakonungur gaf ykkur stjórnarskrá, og nú viljið þið alveg ólm endurskrifa hana svo þið getið aftur orðid hluti að danaveldi.
Skiptir máli hvort maður segi "Danaveldi", eða "ESB" ?
Þið haldið ekki vatni yfir því, að geta orðið á ný ... "limir" í nýju Danaveldi. Ímyndin að verða stórir eins og hinir í heiminum ... breita "demography" landsins, svo það endurspegli heimsveldin.
Hvaða stjórnarskrá á svona fólk að skrifa?
Er ekki fyrsta skrefið, eins og "ég tel" Anna hafi verið að fara út í ... að halda þá stjórnarskrá sem til er. Eftir því sem ég lesið úr pistli Jón Vals, og Steina briem ... þá sé ég ekki betur en að stjórnarskráin sé brotin í hverjum kostningum, og "sett" lög eru brot á stjórnarskránni þar sem "minnihluti" landsmanna eru að baki.
Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 20.10.2017 kl. 06:32
hélt að 1879 hafi verið fundur um meira sjálfræði íslendínga en ekki um stjórnarskrá en eflaust veit ómar betur. miklar eru sindir framsóknarflokksin. að bjarga þjóðinni frá hinni fullkomnu stjórnarskrá.skil reindar ekki þessa ár´ttu með stjórnarskrár ef menn vilja brjóta á þegnunum gera menn það óháð stjórnarskrám. þjóðir með fallegar stjórnarskrár eru oft með fallegar stjórnarskrár. sú svissneska telst nú varla merkilegur pappír en hún virkar
kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 20.10.2017 kl. 07:18
þó hún sé um 197 greinar
kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 20.10.2017 kl. 07:28
Maður var farinn að halda að það væri veikt.
Þorvaldur S (IP-tala skráð) 20.10.2017 kl. 22:11
Í þessu flókna máli vil ég sem fullveldissinni gjarnan leggja orð í belg. Fyrst eru tvö röng árstöl í færslu Ómars (sennilega innsláttarvillur). Annars vegar sem Jón Valur hefur bent á: 1849, ekki 1949. Hins vegar er danska stjórnarskráin frá 1953 (5. júní), ekki 1955.
Varðandi íslenzku stjórnarskrána, þá vil ég leggja fram eftirfarandi punkta:
1. Stjórnarskrá er grunnur lýðveldisins. Lög frá Alþingi og ákvarðanir stjórnsýslunnar grundvallast á stjórnarskrárákvæðum og mega ekki brjóta í bága við hana. Lögum má breyta í samræmi við stjórnarskrána, en það á ekki að breyta stjórnarskránni í samræmi við fyrirhuguð lagafrumvörp eða tízkustrauma. Margar af þeim tillögum sem Stjórnlagaþing lagði til á ekki heima í stjórnarskrá, heldur lögum almennt.
2. Það er betra að breyta stjórnarskránni alls ekki frekar en að breyta henni til hins verra.
3. Það verður að vera víðtæk sátt í þjóðfélaginu áður en breytingar verða gerðar. Ekki einungis sátt meðal þingmanna sem (oftast eru ekki í sambandi við veruleikann), heldur einnig sátt meðal mikils meirihluta þjóðarinnar. Þannig legg ég til að aukinn meirihluti upp á a.m.k. 80% þjóðarinnar verði að samþykkja nýja eða breytta stjórnarskrá til þess að hún taki gildi.
Mínar tillögur ef stjórnarskrárbreytingar verða gerðar.
a) Breytingar frá 1995, sem útþynntu persónufrelsið verði afnumdar. M.a. varð tjáningafrelsið sem skv. dönsku stjórnarskránni má alls ekki veikja á neinn hátt skotið í kaf með breytingunni 1995.
b) Bæta á við ákvæði sem tekur fyrir það að lög sem eru runnin undan rifjum erlendra valdhafa, megi alls ekki vera í gildi á Íslandi. Þetta kemur algjörlega í veg fyrir aðild að Fjórða ríkinu og kemur í veg fyrir að Sharia-lög verði leyfð á Íslandi.
Ekki er erfitt almennt að gera rétt í stjórnarskrármálinu. Kynna sér tillögur Samfylkingarinnar (Jihadistaflokksins) og gera síðan þveröfugt.
Varðandi sumar af þeim tillögum (þær mikilvægustu) sem ræddar hafa verið undanfarin ár:
c) Þjóðaratkvæðagreiðslur aðrar en þær sem synjun forseta krefst. Þær eru nauðsynlegar í mikilvægum málum. Allar breytingar á lögum t.d. í Danmörku sem varða skerðingu fullveldis í þágu ESB krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu. En ef breyting á íslenzku stjórnarskránni sbr. pkt. b) verður samþykkt, þá verður tekið fyrir það að sótt verði um íslenzka aðild að dauðrabandalaginu. Hins vegar verður að ríkja víðtæk sátt um hvaða mál hægt verði að setja í atkvæðagreiðslu og hvað lág prósenta af þjóðinni getur krafizt atkvæðagreiðslu. Það eru nefnilega skiptar skoðanir um hvort 15% sé of lágt eða hvort 25% sé of hátt.
d) Valdheimildir forseta til að synja staðfestingar laga. Þessum ákvæðum má ekki breyta því að þingmeirihluta Alþingis er ekki treystandi. Hvort Guðna Th. sé jafn treystandi og Ólafi Ragnari veit enginn ennþá. Hins vegar er það staðreynd að þegar Alþingi bregzt þjóðinni (sbr. IceSave-málið), þá er forsetinn varnagli.
e) Þjóðkirkjan. Ekki er þörf á að breyta ákvæði varðandi ríkiskirkjuna, en með lögum má skilgreina hvað "styðja og vernda" þýðir. Fyrst og fremst á að nota hana sem vörn gegn islamiseringu, eins og Austur-Evrópulöndin hafa gert, ólíkt aumingjunum í V-Evrópu þ.m.t. Íslandi og ólíkt páfastóli sem hefur gefið sig á vald islams. Það er hægt að styðja ríkiskirkjuna á annan hátt en að greiða laun 100 presta og biskupa úr ríkissjóði.
f) Kjördæmaskipting. Það er engin ástæða til að hafa nein ákvæði (í 31. gr.) varðandi kjördæmaskiptingu í stjórnarskránni sbr. pkt. 1. Kjördæmaskipting er eitthvað sem á að ákvarða reglulega með lögum í samræmi við búsetudreifingu og á ekki heima í stjórnarskrá sem aðeins á að breyta mjög sjaldan. Ef breyta á fjölda kördæma (úr mest 7 og fæst 6) á að vera hægta ð gera þetta með lögum frá Alþingi án þess að hafa það í stjórnarskránni.
g) Fjölmenning. Ekki á að setja inn ákvæði um að Ísland sé fjölmenningarsamfélag. Þar eð Islam getur aldrei orðið hluti af fjölmenningu eða menningu yfirleitt þá má ekki undir neinum kringumstæðum setja þannig ákvæði inn í stjórnarskrána.
f) Kjör til forseta lýðveldisins: Ef stjórnarskránni verður breytt hvort eð er, má líta á hvort lækka eigi aldur forsetaframbjóðenda úr 35 í 30 ár. Ég veit ekki hvernig þessi aldur 35 ára, er hugsaður, en árið 1944 hefur hann sennilega þótt skynsamlegur.En í dag er engan veginn hægt að rökstyðja þennan lágmarksaldur. Það er ekki aldurinn sem er afgerandi hvort frambjóðandi geti verið góður forseti eða ekki, heldur margt annað. Síðan er spurning hvort eigi að breyta kosningalögunum þannig að forsetakosningarnar verði eins og í sumum löndum, í tveimur umferðum ef enginn frambjóðandi fær 50% eða meira. Ég er hlynntur því. Ef það kerfi hefði verið í gildi 1980, þá hefði Guðlaugur verið kjörinn í stað Vigdísar.
Pétur D. (IP-tala skráð) 21.10.2017 kl. 00:39
Hér er slóð á stjórnarskrána:
http://www.althingi.is/lagas/139b/1944033.html
Pétur D. (IP-tala skráð) 21.10.2017 kl. 00:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.