20.10.2017 | 05:48
Íslenski fáninn vinsæll í Hollandi. Jafnrétti kynslóða.
Áberandi er í þeim hollensku blöðum, sem ég hef séð í dag, hve mörg setja íslenska fánanna í forgrunn í ljósmyndum í dag af göngu grænklæddra barna með fána 40 landa í samtökunum Evrópska dreifbýlisþingið (ERP, European Rural Parlament) á setningarathöfn þingsins í Venhorst í gær.
Fulltrúarnir koma frá löndum allt frá Íslandi til Georgíu.
Hugmyndin að göngunni er bæði myndræn og táknræn. Umhverfismál verða fyrirferðarmikil á þinginu og því er það táknrænt að grænklæddir fulltrúar afkomenda okkar minni á það hvaða þýðingu gjörðir okkar munu hafa á umhverfi og kjör kynslóða framtíðarinnar.
Sjálfbær þróun snýst um jafnrétti allra kynslóða, jafnt borinna sem óborinna.
Norðmenn semja lag til íslenska landsliðsins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Í dag:
Tímaspursmál hvenær banaslys verður hjá Norðuráli - Verksmiðjan er þrælabúðir
Þorsteinn Briem, 20.10.2017 kl. 09:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.