Liggur í augum uppi.

Það er svo gerólíkt að stjórna reiðhjóli eða vélhjóli miðað við það að stjórna bíl, að það liggur í augum uppi að noktun bílstjóra á snjallsímum veldur miklu fleiri slysum en notkun reiðhjólamanna eða vélhjólamanna. Bifhjól aftan á bíl

Þann tíma sem liðið hefur síðan ég skipti yfir í það að nota nær eingöngu rafreiðhjól og létt Honda vespuhjól til ferða, hef ég oft séð bílstjóra vera á kafi í símanotkun í umferðinni, en hvorki reiðhjólafólk né vélhjólafólk. 

Aðstæðurnar eru einfaldlega það ólíkar að niðurstaða sérstakra rannsókna á þessu sviði leiða afgerandi niðurstöðu í ljós. 

Eins og áður hefur komið fram hér á síðunni vegur ölvun þyngst hjá hjólafólki, og banaslysatíðni hjá vélhjólamönnum er þrefalt meiri en hjá bílstjórum. 

Númer tvö er að vera ekki með lokaðan hjálm og númer þrjú að vanrækja að vera nánast sjúklega tortrygginn út í alla aðra í umferðinni og reikna með að þeir geti tekið uppá næstum því hverju sem er. 

Fjórða og fimmta atriðið er að búa yfir nógri færni og valdi á farartækinu og hafa tilskilin réttdindi, þar sem þeirra er krafist. 

Holland er frægt fyrir miklar hjólreiðar, enda landið einstaklega vel til þeirra fallið og rannsóknir þar í landi því vafalaust marktækar.  

Myndin var tekin í Hollandsferð í gær. 


mbl.is Snjallsímar sjaldan orsakavaldurinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Í Hollandi á beinni braut,
bölvar axarskafti,
Ómars löngum þyngsta þraut,
það að halda kjafti.

Þorsteinn Briem, 22.10.2017 kl. 02:36

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Pressphotos.biz

Þorsteinn Briem, 22.10.2017 kl. 02:48

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Í desember 2015 varð banaslys hjá reiðhjólamanni en þá hafði ekki orðið banvænt reiðhjólaslys síðan árið 1997.

Til samanburðar er heildarfjöldi látinna í umferðarslysum 102 á rannsóknartímabilinu."

Komur slasaðra á bráðamóttöku Landspítala eftir reiðhjólaslys árin 2005-2010 - Læknablaðið

Þorsteinn Briem, 22.10.2017 kl. 02:55

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Reiðhjólaslysum hefur fjölgað lítillega á rannsóknartímabilinu en fjölgun slysa virðist minni en fjölgun hjólreiðamanna.

Fleiri karlar en konur
leita á sjúkrahús vegna afleiðinga reiðhjólaslysa og meirihluti slasaðra er ungur að árum.

Slysin eiga sér yfirleitt stað á vorin og á sumrin.

Flestir slasast lítið en 3,6% slasaðra þurfti að leggja inn á Landspítala."

Komur slasaðra á bráðamóttöku Landspítala eftir reiðhjólaslys árin 2005-2010 - Læknablaðið

Þorsteinn Briem, 22.10.2017 kl. 02:56

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sjálfstæðisflokkurinn gekk af göflunum þegar hluti Hofsvallagötunnar var þrengdur fyrir nokkrum árum með því að mála reiðhjólastíga við gangstéttirnar og bílastæði við reiðhjólastígana, enda eiga götur á þessu svæði ekki að vera hraðbrautir.

Eigendur bifreiða eiga ekki einir götur og vegi og þeir sem aldrei aka bifreiðum á götum og vegum greiða einnig fyrir gerð þeirra og viðhald með sköttum sínum, til að mynda virðisaukaskatti, tekjuskatti og útsvari.

Þorsteinn Briem, 22.10.2017 kl. 02:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband