HS orka / Ross Beaty fer hamförum víða um land.

Þegar farið er í gegnum og rakið eignarhald og tengsl aðila að virkjanaframkvæmdum á Reykjanesskaga, Vestfjörðum og Norðausturlandi kemur í ljós að vestur í Kanada situr auðkýfingurinn Ross Beaty sem virðist eiga sér það takmark eitt að standa fyrir eins miklum virkjaframkvæmdum á Íslandi og hann kemst upp með. 

Þegar Magma Energy málið komst í hámæli og tengslin við Ross þennan urðu ljós, fannst mörgum nóg um hvað verið var að gera á Reykjanesskaga í nafni HS orku. 

Á virkjanasvæðum Svartsengis- og Reykjanesvirkjunar hefir land þegar sigið um allt að 18 sentimetra, sjór gengið á land í Staðarhverfi og orka minnkað um fimmtung vegna rányrkju gufuaflsvirkjananna þar sem verið er að soga burt gufuaflið, sem getur ekki endurnýjað sig vegna skammtímagræðgi vikjanamanna.

Hin magnaða gígaröð Eldvörp er næst á aftökulistanum í forkastanlegri aðgerð, sem fengist hefur framkvæmdaleyfi fyrir og er ætlað að gera allt svæðið frá Svartsengi suður í Staðarhverfi vestan Grindavíkkur að samfelldu iðnaðar / virkjanasvæði. 

Fyrirætlanirnar eru forkastanlegar vegna þess að undir Eldvörpum og Svartsengi er sameiginlegt orkuhólf, þannig að með auknum krafti í uppdælingu er einfaldlega verið að pissa í skó sinn og klára orkuna á endanum fyrr en ella. 

En þetta er ekki nóg fyrir Ross Beaty og íslenska skósveina hans, enda verður að bæta upp hnignun virkjananna með því að leita fanga úti á landi. 

Nú beinist sókn þessara manna að Vestfjarðahálendinu og vatnasvæði í Bárðardal. 

Á báðum svæðunum er sótt fast fram til að komast í þá aðstöðu að eyðileggja möguleika á annarri nýtingu þeirra á sviði náttúruverndar og veiða sem fyrst svo að ekki verði aftur snúið.  

Hvað vatnasvið Svartár og Suðurár áhrærir er þar um að ræða eitt best varðveitta leyndarmál íslenskrar náttúru. 

Árnar báðar eru ein landslagsheild og gefur þetta svæði Laxá í Aðaldal ekkert eftir nema síður væri. 

Þegar ég fór um þetta svæði 1992 til myndatöku fyrir þáttaröðina Aðeins ein jörð óraði mig ekki fyrir að nokkurn tíma myndi myndi það koma til umræðu, hvað þá framkvæmda, að ráðst gegn þessu vatnasvæði. 


mbl.is Hætta á „algjörri eyðileggingu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hverjir eru þessir íslensku skósveinar Ross Beaty's? Hvað heita þeir, hvað eru þeir að bauka? Við höfum rétt á því að vita hvaða gaurar þetta eru. Ómar, nefndu nöfn þeirra, þú ættir að vita þetta eða gætir komist að því.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 24.10.2017 kl. 20:23

2 identicon

Ómar minn. Ég spyr nú bara eins og Haukur?

Ég hef ekki fræðilegt vit á virkjunum, en ég man að eitt sinn var hljómsveit uppi á einhverjum afkima Íslands, sem ætlaði að halda tónleika. Tónleika til að minna á verndun náttúrunnar, sem var að sjálfsögðu göfugt markmið.

Svo kom upp vandamál?

Hvar eigum við að stinga hljóðfærunum í rafmagnssamband, sögðu þessir ágætu hljómsveitarmeðlimir? Það var því miður ekkert rafmagn í rafmagnslausu náttúrunni, sem þeir ætluðu að syngja og spila lofandi og verndandi um?

Í upphafi skal endinn skoða, út frá flestra sjónarhóli, með rökræðum um raunveruleikann. Ekki dugar að láta Morfísræðukappa rökræða við sjálfa sig um það sem andstæðir pólar þurfa að koma sér saman um, á friðsamlegan, lýðræðislegan og raunhæfan hátt.

Ég er mikill náttúrunnar unnandi, en ég geri mér samt grein fyrir að mínar réttmætu kröfur enda, þar sem annarra réttmætu kröfur byrja.

Réttlætanlegar niðurstöður um rétt upplýstar og rökræddar kröfur ólíkra póla eru nauðsynlegar.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 24.10.2017 kl. 20:56

3 identicon

Í upphafi skyldi endann skoða, sagðir maðurinn þegar hann byggði kamarinn...undecided

Þjóðólfur í Frekjuskarði (IP-tala skráð) 24.10.2017 kl. 23:20

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

´Ágætur maður á málþinginu um Hvalárvirkjun á Ströndum gúglaði þetta, sem þú spyrð um, Haukur, og sýndi nér það. Ég tók þetta niður en er ekki í aðstöðu til þess þessa næsturstund til að fara að leita að því núna. 

En við fyrsta tækifæri skal ég gera það.

Þess má geta að það er bráðum áratugur síðan það var upplýst að fyrirtækið Magma Energy Sweden á meirihluta í HS orku. Og HS Orka á nú ráðandi hlut bæði í Vesturverki sem ætlar að fara með látum um vestfirska hálendið og í fyrirtækinu, sem ætlar að leika svipaðan leik við jaðar norðurhálendisins efst við Bárðardal. 

Ef ég man rétt er Ross Beaty með ráðandi hlut í Magma Energy og stjórnarformaður þess fyrirtækis.  

Ómar Ragnarsson, 25.10.2017 kl. 01:25

5 identicon

Hér má sjá það sem Alterra Power Corp fyrirtæki Ross Beaty listar upp sem "Assets in Iceland"

http://www.alterrapower.ca/properties/By-Country/Iceland/default.aspx

Sigurður Sunnanvindur (IP-tala skráð) 25.10.2017 kl. 01:31

6 identicon

Í þessu viðtali á RUV er fjallað um áform Ragnheiðar Elínar um að láta almenna raforkunotendur og raforkufyrirtæki í almannaeigu greiða niður tengigjöld Hvalárvirkjunar fyrir Ross Beaty/Alterra Power Corp:

http://ruv.is/sarpurinn/ras-1/samfelagid/20171016

Sigurður Sunnanvindur (IP-tala skráð) 25.10.2017 kl. 01:35

7 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Anna Sigríður, hljómleikarnir, sem þú talar um, voru við Snæfellsskála í aðdraganda Kárahnjúkavirkjunar, en Snæfellsskáli er um 20 kílómetra frá virkjanamarnnvirkjunum. Virkjunin reis síðan með raforku, sem nægja myndi hálfri milljón manna, en enn þann dag í dag er ekkert rafmagn í Snæfellsskála, því að virkjunin þjónar aðeins einum kaupanda, Álveri Alcóa í Reyðarfirði. 

Það er hins vegar nóg rafmagn þegar fyrir byggðirnar nálægt Hvalárvirkjun og Svartárvirkjun 

Ómar Ragnarsson, 25.10.2017 kl. 02:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband