Nú er að standa við stóru orðin.

Afar fróðleg umfjöllun sjónvarpsþáttarins 60 mínútur nú nýlega fjallaði um það sem Donald Trump hefur nú gert að tilefni áætlunar til þess að ráðast gegn misnotkun sterkra verkjalyfa eða "læknadóps", sem drepur 17 þúsund Bandaríkjamenn á hverju ári. 

Í 60 mínútum kom fram að þrýstihópar lyfjaframleiðenda sem dæla sterkum verkjalyfjum í stórum stíl eftir útsmognum leiðum út á markaðinn í gegnum spillingarkerfi af versta tagi hefði fengið þingmenn í lið msð sér til þess að breyta lagaumhverfi, reglum og starfsemi lyfjaeftirlits Bandaríkjanna (DEA) þannig, að þetta eftirlit hefur verið lamað og gert ónýtt. 

Eitt helsta kosningaloforð Trumps var að ráðast gegn heimsfrægri spillingu í röðum banddarískra þingmanna, en í 60 mínútum var talið líklegt að hinir ósvifnu fíkniefnadreifarar myndu finna leiðir til þess að múta honum eins og fleirum. 

Nú er að sjá hvort Trump takist að standa við stóru orðin. 


mbl.is „Þjóðarskömm“ drepur 140 daglega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Hver er staðan á Íslandi? .........

 Nákvæmlega sú sama og í USA, eða sér íslensk? Hvernig væri að spyrja sig að því?

 Á Íslandi deyr að meðaltali einn á mánuði, úr þessari óáran! Suma mánuði færri, meðan aðra mánuði fleiri. 

 Hvernig í andskotanum stendur á því, að læknar eru orðnir einhverjir afkastamestu dópsalar heimsins? Getur verið að frítt húsnæði, á hæðinni fyrir ofan umboðsmann lyfjarisanna, hafi þar eitthvað að segja?

 Spyr sá, sem ekki veit. 

 Djöfuls viðbjóður, hvernig sem á þetta er litið.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 27.10.2017 kl. 04:40

2 identicon

Eru menn farnir að sjá eitthvað "ljós" í Trump? Ég hef enga trú á því að maðurinn geti breitt hlutunum ... spillingin er allt of sjúpstæð.

Líka á Íslandi.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 27.10.2017 kl. 06:41

3 Smámynd: Jónas Gunnlaugsson

 Rifja upp hvernig fór fyrir Nixon forseta þegar hann vildi breyta Heilsugæslunni í Bandaríkjunum í átt að Norður Evrópskri fyrirmynd.

 slóð

Watergate var smámál, en blásið upp af elítunni, til að losna við Nixon, sem minnkaði stríðsbröltið og vildi norræn sjúkrasamlög, Aðgerðum Trump var líkt við Nixon og Watergate

12.5.2017 | 01:09

 *** Watergate var smámál, en blásið upp af elítunni, til að losna við Nixon, sem minnkaði stríðsbröltið og vildi norræn sjúkrasamlög, ég nota orðið sjúkrasamlög, það er mitt orð um samhjálp við veikindi. 

Egilsstaðir, 27.10.2017  Jónas Gunnlaugsson

Jónas Gunnlaugsson, 27.10.2017 kl. 10:55

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Læknadópið á Íslandi er erfiðara viðfangs en í Bandaríkjunum vegna fámennis og návígis. En alveg frá því að ég man eftir mér var vitað meðal almnennings hvaða læknar áttu í hlut. 

Ómar Ragnarsson, 27.10.2017 kl. 11:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband