Með hliðsjón af "handsprengju"tali er vafasamt að tala um sjö manna þingflokk sem "sigurvegara" kosninganna. 16 manna, 11 manna eða 8 manna þingflokkar hljóta frekar að vera það þótt þingflokkur Sjalla hafi minnkað um fimm þingmenn í kosningunum.
"Handsprengja" Sigmundar Davíðs var lúaleg í garð Lilju Alfreðsdóttur og félaga hennar í Framsóknarflokknum, því að með því var gefið í skyn, að óheildindi hefðu leigið að baki öflugri áherslu á það að koma henni á þing.
Hvað snertir meirihluta á þingi, er auðvitað betra að hafa hann stærri en einn þingmann.
Þó sat Viðreisnarstjórnin sem fastast heilt kjörtímabil 1967-1971 með aðeins eins manns meirihluta, og svipað átti við þegar Steingrímur Hermannsson myndaði ríkisstjórn 1988 með jafnvel enn tæpari stöðu, pattstöðu í annarri þingdeildinni ef ég man rétt, og möguleika á að vinna ekkert hlutkesti í vali í nefndir, alls níu.
En hann vann öll hlutkestin.
Það er mest undir dýpra stöðumati komið hvort minnsti mögulegi meirihluti verður ofan á.
Benedikt Gröndal hafnaði möguleika um myndun tæprar ríkisstjórnar krata og Sjalla 1979, og sagði Jón Balvin Hannibalsson síðar að það hefði verið "pólitískt umferðarslys".
Davíð 0ddsson lagði ekki í að halda áfram í tæpu sambandi við krata 1995 eftir mikið fylgistap krata, og Framsóknarflokkurinn lemstraðist það mikið í kosningunum 2007 þótt tæpur meirihluti héldi, að Geir Haarde sneri sér frekrar að Samfylkingunni.
Handsprengjan dregur úr líkum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.