3.11.2017 | 05:43
Eins atkvæðis munur eða pattstaða við núllið.
Nokkrar ríkisstjórnir á fullveldistímanum hafa haft annað hvort eins atkvæðis meirihluta eða að atkvæði á þingi hafa verið jöfn.
Má nefna ástandið á árunum 1931-32, stjórn Bjarna Benediktssonar 1967-1971, stjórn Gunnars Thoroddsens 1980-1983, stjórn Steingríms Hermannssonar 1988-1989 og stjórn Bjarna Benediktssonar 2016-2017.
Nú má sjá gagnrýni á það að Katrín Jakobsdóttir fái stjórnarmyndunarumboð og færð rök fyrir því að nær hefði verið að Bjarni Benediktsson fengi það.
En þá er á það að líta að Bjarni getur ekki komið fram með óyggjandi viljayfirlýsingar annarra flokksformanna sem nægi til að mynda meirihlutastjórn, en Katrín hefur gert það, ekki ósvipað og Gunnar Thoroddsen gat það 1980 og Steingrímur Hermannsson 1988.
Stjórn Davíðs Oddssonar hélt eins atkvæðis meirihluta í kosningunum 1995 og sama gerði stjórn Geirs H. Haarde 2007. En í bæði skiptin lögðu menn ekki í að setja þær stjórnir á vetur og fundu aðrar leiðir.
Inni í fylgistölum stjórna getur verið byggð ákveðin pattstaða. Hætti einn þingmaður eins atkvæðis meirihlutastjórnar stuðningi er það eitt ekki nóg til þess að hægt sé að víkja stjórninni frá, því að þingmeirihluta þarf til að fella hana með vantrausti.
Á hinn bóginn kemur stjórnin engum málum fram nema hafa þingmeirihluta fyrir því eða samkomulag við stjórnarandstöðuna um að beits sér ekki til fulls gegn málum.
Í nágrannalöndunum hefur myndast skilningur á því að skásta lausnin geti verið minnihlutastjórnir. Það helgast af því, að ábyrgðarlaust sé að fella stjórn með vantrausti, ef þeir þingmenn sem það gera, hafa ekkert annað stjórnarmynstur fram að færa.
Afleiðingin yrði upplausnarástand með endalausum kollsteypum ábyrgðarleysis.
1942-1944 var engin leið að mynda meirihlutastjórn á Alþingi og staðan var svo slæm innan þingsins, að stærstu tveir flokkarnir gátu engan veginn unnið saman.
Ríkisstjóri myndaði þá utanþingsstjórn og þingmenn sýndu þá ábyrgð að fella hana ekki, vegna þess að þeir gátu sjálfir ekki fundið neitt stjórnarmynstur sem varið gæti ríkisstjórn falli.
Í raun voru þingmenn ófærir um að uppfylla það til fulls að í landinu væri þingræði. En auðvitað hefði utanþingsstjórnin orðið að víkja ef myndast hefði þingmeirihluti fyrir ríkisstjórn þingmanna eða blandaðri ríkisstjórn.
Verður þetta minnihlutastjórn? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Kata Jakobs býr í blokk,
með börnum vinstri grænum,
ekkert er með fokkings fokk,
fólk í Vesturbænum.
Þorsteinn Briem, 3.11.2017 kl. 06:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.