3.11.2017 | 12:55
ESB fryst í bili. Steingrímur breikkaði stjórnina 1989, Hermann 1939.
Það hefur komið fyrir í íslenskri stjórnmálasögu að ríkisstjórnir hafa verið "breikkaðar" með því að bæta við stjórnarflokki eftir að farið hafði verið af stað. Í borgarstjórn Reykjavíkur var þetta gert strax 2014.
Ríkisstjórn Steingríms hafði einhverja veikustu stöðu allra stjórna í upphafi, gat varist vantrausti en hafði ekki meirihluta í báðum þingdeildum.
1988-1989 slapp stjórnin fyrir horn með því að vinna öll níu hlutkestin, sem voru notuð í þingnefndunum, en stjórnin var breikkuð síðar með því að taka hluta Borgaraflokksins með.
Hermann breikkaði stjórn sína 1939 með því að gera hana að hálfgildings þjóðstjórn vegna stríðshættu og hugsanlega lélegasta fjárhagsástands landsins á síðustu öld.
Nú er ESB-málið frá næsta kjörtímabil ef Langholtsstjórnin verður að veruleika og marka má yfirlýsingu Loga Más Einarssonar þar að lútandi.
ESB-deilurnar hafa verið truflandi fyrir íslensk stjórnmál lengi, og það ætti að auðvelda að ná samkomulagi ef þeim er vikið til hliðar í bili.
Athugasemdir
"ESB-deilurnar hafa verið truflandi fyrir íslensk stjórnmál lengi, ..."
Alveg eins hægt að segja að til að mynda landbúnaðarmálin og sjávarútvegsmálin hafi lengi verið truflandi fyrir íslensk stjórnmál.
Íslenska ríkið er í raun í Evrópusambandinu með aðild sinni að Evrópska efnahagssvæðinu og Vinstri grænir og Framsóknarflokkurinn hafa engan áhuga á að Ísland segi upp þeim samningi.
Og Ísland verður áfram í NATO, þrátt fyrir allt gasprið í Vinstri grænum og áður Alþýðubandalaginu um að landið eigi að segja sig úr því bandalagi, sem væntanlega hefur einnig verið truflandi fyrir íslensk stjórnmál.
Þorsteinn Briem, 3.11.2017 kl. 13:54
17.9.2015:
""Ég vona að það verði bara enginn óhress með þetta, að þetta séu tíðindi sem koma öllum til góða," sagði Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra í sjónvarpsfréttum um samning Íslands og Evrópusambandsins um gagnkvæma niðurfellingu tolla á landbúnaðarvörum."
Kemur bæði íslenskum bændum og neytendum til góða segir Sigurður Ingi Jóhannsson landbúnaðarráðherra um samning Íslands og Evrópusambandsins um gagnkvæma niðurfellingu tolla á landbúnaðarvörum
Þorsteinn Briem, 3.11.2017 kl. 17:26
24.9.2015:
Sigurður Ingi Jóhannsson landbúnaðarráðherra vill skoða þak á stuðning við mjólkurframleiðslu
Þorsteinn Briem, 3.11.2017 kl. 17:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.