Snýst því miður lagalega um meirihluta þingmanna, ekki kjósenda.

Tæplega tíu prósent kjósenda voru í kosningunum 2016 í raun sviptir rétti sínum til að hafa áhrif á stjórn landsins vegna hins ósanngjarna 5% þröskuldar sem settur var í kosningalögin 1999. 

Þessi þröskuldur var skilgetið afkvæmi fjórflokksins, sem hagnaðist á henni. 

Í upphafi stjórnarskrárinnar er hins vegar tilgreint að hér ríki þingræði og eini mælikvarðinn á styrkleika flokka er þvi miður sú oft á tiðum óréttláta skipting þingsæta sem er á þingi. 

Eins manns þingmeirihluti síðustu ríkisstjórnar verður því ekki metinn nema í samanburði við aðra svipaða þingmeirihluta, sem líka hefðu haft minni hluta kjósenda á bak við sig. 

Ef öllu réttlæti væri fullnægt, þarf 1,5% atkvæða á bak við hvern þingmann. 

En í kosningunum 2016 þurftu flokkarnir sem komu mönnum á þing, aðeins um 1,5% atkvæða á bak við hvern þingmann sinn. 

Ekki má rugla þessum "dauðu atkvæðum" við auða og ógilda seðla og því síður að taka þá sem sátu heima með í reikninginn. 

Hinn stóri munur er að aldrei verður sannað hvort þetta fólk hafði skoðun né hvað það hefði sett á seðilinn. 

Hins vegar lá skýrt fyrir, að hin greiddu "gildu" atkvæði fólu í sér skýra viljayfirlýsingu kjósendanna sem í hlut áttu. 

5% þröskuldurinn eifaldlega breytti þessum atkvæðum úr gildum atkvæðum í ógild atkvæði og að jafnvel þótt framboð fengi 4,9% atkvæða, sem dygði ella til að fá 3 þingmenn, væri það svipt þeim rétti.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

Algerlega  nauðsynlegt að hækka þröskuldinn upp í 7.87 % til þess að fækka kraðakinu.Skipulögð stjórnmálastarfsemi en ekki villkattasamkunda er það sem þarf til að reka eitt þjóðfélag. Núverandi staða er óstarfhæf.

Halldór Jónsson, 3.11.2017 kl. 21:33

2 identicon

Og ef 1,5% atkvæða þyrfti fyrir hvern þingmann þá mundu 20% falla dauð og ómerk ef 20 smáflokkar fengju 2,5% hver. Og útkoman væri sú að helmingur atkvæða réðu 30% sæta og hin helmingurinn 70% sæta. Hverju værum við bættari með það?

Hábeinn (IP-tala skráð) 3.11.2017 kl. 21:54

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þetta er hártogun og skrumskæling hjá þér, Hábeinn háðfugl. Stórir flokkar hætta ekkert að vera til, þótt 5%-múrinn falli. Og þar með hrynur þessi fáránlega sviðsmynd þín.

Ómar hefur alveg rétt fyrir sér, að 5%-múrinn er ólýðræðislegur. Burt með hann! Fjórflokkurinn gamli og Sjöflokkurinn sem var fram á þennan dag með þingið hefur haft miklu meira er nóg forskot og forréttindi, þ.m.t. peningaleg, á kostnað skattgreiðenda, umfram lýðræðislegar grasrótarhreyfingar, sem mæta alls konar skorðum og skilmálum til að halda þeim niðri.

Eitt augljósasta ranglætið er skipting Reykjavíkur í tvö kjördæmi -- gerræðislegt og til þess eins að Sjálfstæðisflokkurinn fengi að deila og drottna.

Halldór málvinur minn er þarna með sína fráleitu 7.87% tillögu -- og þetta er einu sinni djók hjá honum! En hvað er að þessari flokka-fjölbreytni? Má fólk ekki hafa annað og meira val en bara gamalt gums í gömlum kerjum -- og það sem peningaöflunum þókknast að bjóða upp á?

Jón Valur Jensson, 3.11.2017 kl. 23:14

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

EKKI einu sinni djók!

Jón Valur Jensson, 3.11.2017 kl. 23:15

5 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Það, að 20 smáflokkar myndu allir fá 2,5% atkvæða mun augljóslega aldrei gerast.  

Sumir næðu ekki 1,5& atkvæða og aðrir gerðu betur auk þess sem sú forsenda að flokkarnir yrðu 20 er ákaflega hæpin. 

Ómar Ragnarsson, 3.11.2017 kl. 23:17

6 identicon

Stórir flokkar hætta ekki að vera til ef 5%-múrinn fellur. Þeirra kjósendur þvert á móti ráða bara fleiri þingsætum. Hlutfall dauðra atkvæða hjá minni flokkum stækkar og getur orðið nærri því annað hvert atkvæði.

Það, að 20 smáflokkar myndu allir fá 2,5% atkvæða mun augljóslega aldrei gerast. Fyrr en það gerist. Flokkafjöldinn í síðustu kosningum hefði mörgum þótt óhugsandi fyrir örfáum árum. Framboðin gætu þess vegna verið 40 eftir áratug eða tvo ef lítið þarf til að menn telji sig geta komist á þing.

Hábeinn (IP-tala skráð) 3.11.2017 kl. 23:39

7 identicon

Lítið dæmi: 20 fúlir framsóknarmenn fara í sérframboð. Gæti þýtt að enginn framsóknarmaður kæmist á þing þó saman hefðu þeir yfir 25% atkvæða og 16 þingsæti.  Ekki gréti ég það en hversu mikið lýðræði er fólgið í því?

Hábeinn (IP-tala skráð) 4.11.2017 kl. 00:02

8 identicon

sá ágæti maður björn levi reiknaði sér 1.6%, á hvern þingmann. en það skiptir litlu. mann ekki eftir þingi með þessa tölu sem ekki hefur farnast illa. þekki svo sem ekki margar þjóðir sem nota þessa aðferð.   

kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 4.11.2017 kl. 08:47

9 identicon

 Flokkur sem fær 19 þingmenn sem dæmi er með eitt þúsund atkvæði of mikið því að þingmaður númer 20 verður ekki til nema ef viðkomandi flokkur hefði fengið 500 atkvæði í viðbót.

Eru þá þessi 1000  atkvæði dauð og ef svo er hvernig skal fara með slík mál til að tryggja að flokkar séu ekki að fá meira af atkvæðum en þeir þurfa?smile

Mitt mat er að engin engin ákvæði eru dauð þau hafa öll áhrif líka fólkið sem kjósa ekki!

Baldvin Nielsen

B.N. (IP-tala skráð) 4.11.2017 kl. 20:42

10 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Steingrímur Joð, situr inni á 199 atkvæðum.

Lýðræðið verður varla betra en það.

Sigurður Kristján Hjaltested, 4.11.2017 kl. 22:27

11 identicon

"Steingrímur Joð, situr inni á 199 atkvæðum."

Sá sem svo skrifar veit ekki hvernig kosningakerfið virkar en er ljóslega sama hvort hann veifar röngu tré eða öngu.

Steingrímur Joð fékk 4699 atkvæði. Hann fékk fleiri atkvæði en Sim Il Dong og Ásmundur Friðriksson. 

Þorvaldur S (IP-tala skráð) 5.11.2017 kl. 08:16

12 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Ómar talar eins og Donald Trump, það skiptir engu máli hvort að það sé meirihluta fylgi kjósenda sem eru á bakvið Ríkistjórn. 

Halldór er á réttri leið, en ekki alveg nógu réttsýnn, það þarf að hækka þröskuldinn í 15%, það væri ennþá betra.

þá hefði verið mjög einfallt að koma á fót nýrri stjórn eftir síðustu kosningar, eins flokka stjórn.

Ættli Guðni Th. Hefði látið Kötu littlu fá stjórnarmyndunar umboðið, ef þröskuldurinn hefði verið 15%. Hvað haldið þið?

Tilgangurinn helgar meðalið.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 5.11.2017 kl. 20:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband