5.11.2017 | 00:14
"Gætum garðsins, yndisarðsins og unaðar mannsins í Hjarta landsins!"
Virkjanaæði var orð sem forstjóri Orku náttúrunnar notaði nýlega um þá margföldu atlögu gegn ósnortnum víðernum Íslands, sem erlendir auðmenn með aðstoð skósveina sinna gera nú vítt og breitt um landið.
Athugið, að þessi orð hrutu ekki af vörum "öfga-náttúruverndarmanna" eins og tíðkast hefur að nefna það fólk sem berst fyrir því að einstæðustu og mesu verðmætum Íslands verði á glæ kastað.
Sjálfur hef ég verið atyrtur harðlega fyrir að nota orðið virkjanafíkla, en öðruvísi er varla hægt að líta á það, að nú eru uppi áform um hvorki meira né minna en 57 mismunandi nýjar virkjanir í landi þóðar, sem framleiðir fimm sinnum meira rafmagn en hún þarf fyrir eigin heimili og fyrirtæki.
Í tilefni hinnar merku gjafar til baráttunnar fyrir hálendi Íslands birti ég hér textann "Hjarta landsins" sem er á samnefndum 72 laga safndiski, sem gefinn var út og kynntur í sumar í hjólafarð báða hringvegina um landið, þann stóra og hinn minni, Vestfjarðahringinn, því að það er líka hart sótt að hálendi Vestfjarða.
Lagið má finna á Youtube og ég set það líka inn á facebook-síðu mína.
HJARTA LANDSINS.
Gætum garðsins,
yndisarðsins
og unaðar mannsins
í hjarta landsins!
Stöldrum mú við, gætum garðsins,
grasanna´og móabarðsins,
blómanna´og yndisarðsins
af útsýni fjallaskarðsins!
Gætum fossa og flúða
með fegursta regnbogaúða,
sem bylgjast um bergrisa prúða
og breiður af rósanna skrúða!
Andæfum ógnvaldi mannsins;
ógöngum skammgræðgisdansins,
ágengni í hjarta landsins
í ásókn mannvirkjafansins!
Munum að vinna og vaka
og hvergi á klónni að slaka
meðan jöklarnir byltast og braka
og blíðan söng fuglarnir kvaka!
Gætum garðsins, -
yndisarðsins
og unaðar mannsins
í hjarta landsins!
Djörf grípum glaðbeitt til varna,
þótt grimm mun baráttan harðna!
Vor líf, það sé leiðarstjarna
landsins framtíðarbarna!
Kom, í dýrð íssinsins og eimsins
í algleymi bláfjallageimsins,
uppljómun andlega seimsins
á Íslandi, gersemi heimsins!
Gætum garðsins, -
yndisarðsins
og unaðar mannsins
í hjarta landsins.
La,la,la,la,la,la...Gætum að hjarta landsins!
Úr Newmans verndar hálendið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Svo sammála þér Ómar.
Það hafa fáir staðið með náttúru landsin eins og þú.
Þú hefur reynt að vekja fólk til hugsunar um hvað er
að ske.
Allir þínir þættir um Ísland og sögur, er
lýsandi dæmi um mann sem vill Íslandi allt.
Þú ert David Attenborough Íslands.
Takk fyrir.
Sigurður Kristján Hjaltested, 5.11.2017 kl. 00:51
Ómar minn. Já, það er margt misjafnlega mikið ó-upplýst í gangi á sérhagsmunahótandi og Sýslumanns-hótaranna "leyfðum" fjölmiðla umræðuvettvangi Íslands.
Ég sá fræðsluþátt í sjónvarinu fyrir einhverjum mánuðum eða misserum síðan, þar sem nýjasta hugmyndasmíðin var sólarrafhlöður á toppi bíls, til að knýja bílinn áfram. Þetta fannst mér alveg tær snilld, eins og einn bankamaðurinn var látinn segja, hér um árið. Reyndar sagt þá af mjög miður góðu hugmyndafræðilegu tilefni.
Ekki eitt einasta orð um þetta sólarrafhlöðu bílatoppshugmyndar dæmi á fjölmiðlakúgaða Íslandi? Hvorki þá né nú?
Fólk verður að fara að vakna til veruleika heimsins framfara, á réttu sviðunum, með staðreyndanna upplýsinganna raunveruleika að leiðarljósi.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 5.11.2017 kl. 02:01
Áherslu- og stefnumál Pírata 2017:
"Umhverfismál:
Ísland verði í fararbroddi í umhverfismálum
Á undanförnum áratugum hefur orðið ljóst að mannkynið er að ganga verulega á auðlindir jarðar og náttúru með fyrirsjáanlega hrikalegum afleiðingum fyrir komandi kynslóðir.
Ábyrg umgengni við náttúruna og sjálfbær nýting auðlinda eru nauðsynleg forgangsmál.
Tökum fullt tillit til alþjóðaviðmiða og samninga í umhverfismálum og leyfum náttúrunni að njóta vafans.
Framfylgja skal megingildum sjálfbærrar þróunar í verki.
Hálendisþjóðgarður - Verndum viðkvæma náttúru miðhálendisins
Miðhálendið er ein dýrmætasta perla landsins. Þar má finna eldfjöll, jökla, vatnsmiklar ár og fossa, litrík háhitasvæði, víðfeðm hraun og svartar sandauðnir sem kallast á við viðkvæmar gróðurvinjar.
Saman mynda þessi náttúrufyrirbæri stórbrotnar landslagsheildir á einum stærstu víðernum Evrópu. Þessa þjóðargersemi þarf að vernda til framtíðar.
Styðjum við rafbílavæðingu
Píratar vilja stuðla að rafbílavæðingu Íslands, meðal annars með því að huga að innviðum og með fjárhagslegum ívilnunum sem stefni að því að auka hlutfall rafbíla.
Almenn orkumála- og umhverfisstefna ætti að innihalda markmið um rafbílavæðingu og gera nauðsynlegar ráðstafanir til að ná þeim markmiðum."
Þorsteinn Briem, 5.11.2017 kl. 02:55
Rafbílavæðing getur verið knúin áfram með sólarorku rafmagni. En kannski óþarfi að festa allt í einni aðferð við rafknúna ökutækja orkuaflið.
Öfgar eru skaðlegar.
Að fara bara í eina átt umfram allar aðrar mögulegar og skaðlitlar áttir, án rétt upplýstrar umræðu, er bara eins og að fólk setji þegjandi og óupplýst, öll eggin í sömu körfuna. Og ef sú karfa skaðast þá er allt farið út af bankaræningja hönnuðu orkubólgu brúnni.
Ekkert er, né verður nokkurn tíma fullkomið í mannanna verkum. Stundum þarf andstæða póla til að komast að farsælustu samfélagsumræddri, og rétt upplýstri niðurstöðu fyrir heildina.
Það vantar víst töluvert uppá rétt upplýsta umræðu í Sýslanna fjölmiðlalögbannaða bankaræningja stýrða samfélaginu á Íslandi. Orkumála og virkjanageirinn er inni í því ábyrgðarlausa og galna bankabólu græðgi dæmi.
Mikil neikvæð og skaðleg orka kemur út úr valdníðslufantabrögðum hótandi og þaggandi bankamafíunnar.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 5.11.2017 kl. 09:30
Þetta er sennilega á bilinu 1-5 milljónir sem um er að ræða.
jon (IP-tala skráð) 5.11.2017 kl. 09:55
Ég er búinn að sjá frásagnir af fjölmörgum patentslausnumm á þessu sviði um dagana, Anna Sigríður og hef fyrir reglu að sannreyna þær.
Hef trú á möguleikum sólarorkunnar, en ég væri búinn að sjá stóru fréttina um sólarrafhlaðna bílinn í þeim tækni- og bílatímaritum sem ég fylgist með, ef hún væri jafn stórbrotin og þú lýsir.
Sumt er meira að segja erfiðara en annað að fást við að kveða niður. Sem dæmi má nefna að það annars góða bílaumboð BL hefur auglýst stanslaust í hálft ár, að yfirbygging Land Rover Discovery hafi verið létt um 490 kíló ein og sér.
Við blasir að þetta er alveg ógmögulegt, því að yfirbyggingin sem var, var engan veginn það þung að svona mikið væri hægt að létta hana.
Ég sendi þeim gögn um þetta úr tveimur virtum erlendum bílablöðum og birti þær í sérstaöku bloggi hér á síðunni með myndum af umfjöllun bílablaðanna, sem bar saman um það að léttingin væri á bilinu 200-300 kíló, sem er allt að tvöfalt minna en umboðið heldur áfram að auglýsa eins og ekkert sé.
Lítið dæmi að vísu, en sláandi samt.
Ómar Ragnarsson, 5.11.2017 kl. 12:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.