Risastórt kapphlaup upp á líf og dauða milljarða fólks.

Síðustu áratugi hefur staðið yfir eitthvert víðfeðmasta kapphlaup allra tíma á milli sýklahers, sem verður æ öflugri og illvígari, og lyfja, sem geti hamlað gegn framrás og sigrum hins ógnvekjandi hers. 

Slík lyf snerta líf milljarða manna um allan heim. 

Fyrir um 30 árum naut ég stórfróðlegs fyrirlesturs sessunautar míns í flugvél Flugfélags Íslans á leið frá Akureyri til Reykjavíkur um það heimsstríð sem þá var hafið, meðal annars með nýjum sjúkdómum á borð við alnæmi af völdum HIV-veirunnar. 

Mesta ógnin stafaði af lausatökum og mistökum tveggja þjóðfélagshópa, fíkniefnaneytenda og gamals fólks sem ruglaðist í inntökum á sýklalyfjum. 

Einnig af mikilli ofnotkun sýklalyfja. 

Þetta þrennt skapaði jarðveg fyrir sýkla, sem lifðu af lyfjameðferð og fengju með því möguleika á að þróa með sér svonefnt fjölónæmi gagnvart sýklalyfjum. 

Um þessar mundir hallar heldur á lyfin, og því er það stórfrétt ef verið er að þróa nýja kynslóð sýklalyfja sem búa yfir nýjum möguleikum til að vinna bug á sýklunum skæðu. 

Fyrir 10 árum upplifði ég það fyrirbæri, sem hefur vofað yfir, að til þess að vinna bug á sterkustu sýklunum verði að beita svo sterkum lyfjum, að þau geti jafnvel drepið hýsilinn í sókninni gegn sýklunum. 

Sigur yfir stórri og skæðri ígerð kostaði það að aðeins öflugasta sýklalyfið var nothæft, en var svo öflugt, að lifrin brast og orrustan tók fjóra mánuði vegna lifrarbrestsins sem olli gulu, ofsakláða og svefnleysi, sem getur haft alvarlegar afleiðingar.

Þessa dagana, eftir að ég var fyrr á árinu búinn að halda upp á tíu ára afmælið í orrustunni um lifrina, gerðist það svo síðastliðinn mánudag, að á óvæntan hátt, fékk ég snögga og skæða sýkingu (blóðeitrun) í vinstri fót af völdum sýkla, sem höfðu laumað sér inn í gagnum örlítið nokkurra millimetra stórt sár. 

Viðbrögð líkamans við sýkingunni urðu athyglisverð. Það var líkt og bjöllur glymdu og ljós blikkuðu í viðvörnarkerfi: 

Mikill kuldaskjálfti, hausverkur og beinverkir ásamt ógleði og uppköstum helltust yfir á 0rskotsstund.  

Áður en þetta gerðist hafði ég orðið var við eins konar tognun á innaverðu læri og hélt ranglega að það væri vegna ofreynslu við að lyfta þungum hlut. 

Ranglega hélt ég að loksins væri ég að fá flensu eftir eftir meira en áratugs langan pestarlausan tíma, og fyrir bragðið tók ég ekki eftir bólgunni og bjúgnum í fætinum, fyrr en sólarhring síðar. 

Það tafði fyrir gagnaðgerðum í sólarhring, en við tók dags spítaladvöl með sýklalyfjagjöf í æð eftir að læknirinn hafði dregið línu með penna við útjaðar eldrauðs sýkingarsvæðisins, sem var í tveimur pörtumm, annars vegar allt frá ökkla upp að hné og hins vegar ofan hnés. 

Nú er tekin við heimalega til þess að hamla frekari bjúgmyndun og maður fylgist með stöðu og útbreiðslu "rauð hersins" eins og úr njósnaflugvél við loftmyndaflug yfir vígstöðvum.

Af fyrri reynslu er vitað að það getur orðið tímafrekt að sækja gegn innrásarhernum en framrás hans er stöðvuð, að minnsta kosti í bili. 

Sem dæmi um áhrif sýklalyfja má nefna að þau ráðast að hluta til á mikilvæg gerlasvæði líkammans svo að ráðlagt er að borða gerlamjólk til mótvægis.  


mbl.is Þróa næstu kynslóð sýklalyfja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er engin "ofnotkun" á sýklalyfjum Ómar ... þetta "kjaftæði" á að segja sig sjálft. Að trúa svona "bulli" er alveg út í hött ...

Leifðu mér að taka þetta frá annarri hlið ... offjölgun í heiminum ... mankynið er að ná 8 miljörðum.  Við erum að "éta" burt allt af plánetunni, og þetta vandamál er 10x stærra en "sýkla" vandamálið.

Nú skulum við "segja" að þetta sé satt ... veistu það, að ef svo er þá er það hreinlega "glæpur" gegn mankyninu að flytja fólk frá fátækari þjóðum hingað, sem gýtur úr sér 6 króum og meir.  Við erum "andskotanum" nógu margir fyrir ... en þetta virðist ekki vera "vandamál", þegar allt kemur til alls.

Sama á við sýklalyf ... barátta við sjúkdóma hefur átt sér stað, frá því að líf varð til ... að segja þetta vera "vandamál vegna ofnotkunar sýklalyfja", er slíkt helbert kjaftæði ... að manni blöskrar. Heldur þú virkilega, að vandamálið hverfi með því að við förum aftur í mið-aldir?

Að "hætta" að beita sýklalyfjum, Ómar ... er dauðadómur yfir miljónum, og hugsanlega miljörðum manna ... ÞAÐ ER GLÆPURINN.

Hér er verið að mismuna fólki, vegna þess að sýklalyf eru dýr, ekki full aðgengileg og verið er að gera þetta einungis aðgengilegt "forréttindahópum".

Heldur þú, að kalli kóngur, palli og klíkur þeirra ... komi til með að éta minna af þessu? Eða heldurðu kanski að kalli kóngur, og palli vinur hans séu að reina að koma því í kring að "þeir" einig eigi forréttindi að þessu ... og við hinir "óæskilegu" megu drepast drottnig okkar.

Ætli það sé ekki líklegra, Ómar Ragnarsson ...

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 5.11.2017 kl. 22:36

2 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Óska þér allts hins besta Ómar.

M.b.kv.

Sigurður Kristján Hjaltested, 5.11.2017 kl. 23:33

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Hvaða æsingur er þetta, Bjarne Örn?  Það er enginn að tala um að hætta að nota sýklalyf, heldur að nota þau þannig að þau veiti sem besta vörn í krafti skynsamlegrar, yfirvegaðrar og skipulegrar meðferðar í samræmi við margra áratuga reynslu og rannsóknir.

Hvernig í ósköpunum geturður fengið það út að ég vilji hætta notkun sýklalyfja? 

Ef ég vildi það myndi ég bara henda lyfjapakkanum og fylgjast af forvitni og ánægju með því hvernig "rauði herinn" færi í gegnum víglinurnar og héldi áfram. 

Hvað varðar ofnotkunina er ég aðeins að segja frá því sem er niðurstaða rannsókna læknavísindamanna og á meðan annað bitastæðra kemur ekki fram hlýt ég að mega segja frá því. Hvaðan hefur þú það að þetta sé "kjaftæði"?

Ómar Ragnarsson, 6.11.2017 kl. 00:12

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

"... þá er það hreinlega "glæpur" gegn mankyninu að flytja fólk frá fátækari þjóðum hingað, sem gýtur úr sér 6 króum og meir.  Við erum "andskotanum" nógu margir fyrir ..."

27.3.2015:

"The number of people of working age in Germany will fall by around a third by 2050 if the biggest economy in Europe does not increase immigration from countries outside the European Union, a study published on Friday said.

Germany will need between 276,000 and 491,000 net immigrants from non-EU countries each year to safeguard its levels of prosperity and economic activity, said the study by the Bertelsmann foundation.

It predicted the working-age population would drop to under 29 million from about 45 million today if immigration did not pick up. Raising the retirement age to 70 and increasing the number of women in the workforce would only add around 4.4 million to the number of employed, the study added.

According to latest statistics, the number of foreigners living in Germany grew by 519,340, or 6.8 percent, in 2014 against the previous year -- many of them Syrians fleeing war and Romanians and Bulgarians seeking work."

Germany needs more immigration from non-EU-countries - study

Þorsteinn Briem, 6.11.2017 kl. 05:19

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Tyrkir hafa átt stóran þátt í velgengni Þýskalands og innflytjendur hafa haldið sjávarútveginum gangandi hér á Íslandi.

Turks in Germany

Þorsteinn Briem, 6.11.2017 kl. 05:20

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

8.1.2016:

"Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að á næstu árum breytist Íslendingar í innflytjendaþjóð.

Eftir tiltölulega skamman tíma verði útlendingar um fimmtungur þjóðarinnar.

Fyrirsjáanlegur sé skortur á vinnuafli sem kalli á að hingað komi tvö til þrjú þúsund útlendingar til starfa á ári.

Það er óhætt að fullyrða að samsetning íslensku þjóðarinnar er að breytast og muni breytast mikið á næstu árum. Þetta á einnig við um aldurssamsetninguna.

Þeim sem eru eldri en sjötugir á eftir að fjölga ört. Árgangar sem komu í heiminn eftir seinni heimsstyrjöldina eru nú að komast á þennan aldur."

Íslendingar að breytast í innflytjendaþjóð

Þorsteinn Briem, 6.11.2017 kl. 05:21

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

8.1.2016:

"Fæðingar á Landspítalanum og sjúkrahúsinu á Akureyri hafa ekki verið færri en í fyrra í áratugi.

Fæðingar á þessum tveimur stærstu fæðingarstöðum landsins voru rúmlega fimm hundruð fleiri árið 2010 en á síðastliðnu ári, 2015."

Ekki færri fæðingar á Landspítalanum og sjúkrahúsinu á Akureyri í áratugi

Þorsteinn Briem, 6.11.2017 kl. 05:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband