Kemur fyrir á flestum gerðum flugvéla.

Núna rétt áðan var ég spurður að því hvort Dash 8 Q-400 flugvélarnar væru eitthvað lélegri en aðrar vegna þess að lent hefði verið á öðrum hreyflinum á slíkri vél á Keflavíkurflugvelli. 

Þetta væri alveg dæmalaust hér á landi. 

Síðasta setningin sem bætt er við spurninguna er röng og byggðist á því að muna ekki nema skammt aftur í tímann. 

7. nóvember 2007 stöðvuðust báðir hreyflar Fokker 50 vélar yfir Brúaröræfum norðaustan við Vatnajökul. 

 

Flugmönnunum tókst að koma öðrum hreyflinum í gang og var lent við afl hans á Egilsstaðaflugvelli.

Í morgun varð engin bilun í hreyfli heldur þurfti að drepa á öðrum hreyflinum vegna óvissu um ástandið á hjólaleggnum þeim megin. 

 

Auk Pratt and Whitney hafa Rolls Royce verksmiðjurnar lengi framleitt hreyfla, allt frá 120 hestafla upp í stærstu gerðir af þotuhreyflum fyrir margar flugvélagerðir. 

Í einum slíkum hreyfli Fokker F-27 varð sprenging eftir flugtak á Ísafirði hér um árið og var vélinni flogið á hinum hreyflinum til Keflavíkur og lent þar á öðru lendingarhjólinu, en hitt var ónothæft eftir sprenginguna. 

Bæði Fokker og Dash 8 eru háþekjur með löngum hjólaleggjum og báðar knúnar Pratt and Whitney hreyflum. 

Og líklega eru perurnar í aðvörunarljósum þessara flugvéla og annarra af afar svipaðri eða jafnvel sömu gerð. 

Það kemur fyrir á flestum gerðum flugvéla að viðvörunarljós af ýmsu tagi bila svo að af hlýst "varúðarlending", - ekki nauðlending eins og of oft er sagt. 

Ástæða þess að drepa verður á hreyflinum þeim megin sem bilaður eða vafasamur hjólaleggur er, er sú, að ef hjólaleggurinn svíkur leggst vélin niður á brautina þeim megin og loftskrúfan rekst í brautina. 

 


mbl.is Lenti vélinni á öðrum hreyflinum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband