17.11.2017 | 00:33
Svipað stjórnarskrármál og hjá Framsókn 1931 til 1959.
Á tímabilinu 1931 til 1959 sátu alls 13 ríkisstjórnir í landinu. Allan þennan tíma hafði Framsóknarflokkurinn sérstöðu varðandi það að hafa miklu meiri þingstyrk en nam atkvæðamagni flokksins. Á tímabili var flokkurinn með meirihluta þingmanna út á aðeins tæplega 30 prósent atkvæða.
Kjördæmaskipanin var í stjórnarskránni og fyrir bragðið dróst í 18 ár að koma á umbótunum á stjórnarskránni, sem loks voru gerðar 1959.
Sjálfstæðisflokkurinn hafði líka mun fleiri þingmenn en nam atkvæðastyrk og var nálægt því að ná þingmeirihluta 1953 út á 37 prósent atkvæða.
Og með því að spila á kjördæma- og kosningakerfið ætluðu Framsókn og kratar að ná meirihluta þingmanna í kosningunum 1956 út á rúmlega 35 prósent atkvæða.
Framsókn sat í 9 af þeim 13 ríkisstjórnum sem voru í landinu 1931 til 1959 og barðist allan tímann hatrammlega gegn leiðréttingu á misréttinu og hafði sitt fram.
Saga síðustu níu ára sýnir að Framsókn og þó einkum Sjallar eru í svipaðri aðstöðu núna gagnvart nýrri stjórnarskrá, gerðri af Íslendingum fyrir Íslendinga, og Framsókn var gagnvart kjördæmaákvæðum stjórnaskrárinnar 1931 til 1959.
Þessir flokkar beita öllum hugsanlegum ráðum til að koma í veg fyrir nokkrar breytingar og búast má við að þeir geri það áfram.
Aldrei er minnst á stjórnarskrármálið í fréttum af stjórnarmyndunninni núna, enda ráða Sjallar og Framarar för og Vg hafði fyrirfram ekki sett málið á oddinn í kosningunum.
Þetta er ömurlegt, ekki síður en árin, sem Seyðfirðingar fengu eitt sinn tvo þingmenn.
Færðumst of mikið í fang | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
stjórnlagaráð varla af öllum landsmönum mér sýndist þetta mun hafa vera stór reykjavíkursvæðið og norðlenska efnahagsvæðið eflaust voru þetta mestu gáfumenn íslands en varla er þetta þverskurður íslendínga'
kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 17.11.2017 kl. 07:12
Ómar minn. Það háir stjórnsýslu faldavaldinu á Íslandi, að geta ekki farið eftir Stjórnarskrá.
Hvernig sem Stjórnarskrá er stafsett, þá gagnast Grunnlög engum ef ekki er farið eftir þeim.
Kannski góð byrjun að læra að fara eftir Stjórnarskrár Grunnlögunum. Til dæmis að lögmenn og dómarar (drottnandi/dæmandi) læri nokkurn veginn utanbókar það Grunnlaga rit sem er löglega í gildi núna?
Annars er til lítils að hafa Stjórnarskrár Grunnlög.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 17.11.2017 kl. 08:33
"11. gr. Til þess að spurning eða tillaga sem er borin upp í þjóðaratkvæðagreiðslu teljist samþykkt þarf hún að hafa hlotið meiri hluta gildra atkvæða í atkvæðagreiðslunni."
Sem sagt ekki meirihluta þeirra sem eru á kjörskrá hverju sinni.
Lög um framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslna nr. 91/2010
Já sögðu 48 og enginn sagði nei
Þjóðaratkvæðagreiðslan 20. október 2012 er því enn í fullu gildi.
Þorsteinn Briem, 17.11.2017 kl. 08:37
Hér á Íslandi er einfaldlega lýðræði og okkur varðar ekkert um nafnleysingja og aðra vesalinga sem ekki sætta sig við það.
Þorsteinn Briem, 17.11.2017 kl. 08:38
Meirihluti atkvæða ræður einfaldlega í þjóðaratkvæðagreiðslu um stjórnarskrá.
"The Twenty-eighth Amendment of the Constitution of Ireland permitted the state to ratify the Lisbon Treaty of the European Union.
It was effected by the twenty-eighth Amendment of the Constitution (Treaty of Lisbon) Act 2009, which was approved by referendum on 2 October 2009 (sometimes known as the Lisbon II referendum).
The amendment was approved by the Irish electorate by 67.1% to 32.9%, on a turnout of 59%."
Twenty-eighth Amendment of the Constitution of Ireland
Þorsteinn Briem, 17.11.2017 kl. 08:40
17.6.2004:
"Svisslendingar, Írar og Frakkar hafa ekki gert lágmarksþátttöku að skilyrði fyrir gildi þjóðaratkvæðagreiðslu."
"Engin skilyrði um lágmarksþátttöku [í þjóðaratkvæðagreiðslum] eru fyrir hendi á Írlandi og raunar má finna dæmi þess frá 1979 að breytingar á stjórnarskrá hafi verið samþykktar í kosningum með innan við 30% þátttöku."
"Franska þjóðin kaus um Maastricht-sáttmálann árið 1992 og árið 2000 var þjóðaratkvæðagreiðsla um styttingu á kjörtímabili forsetans úr sjö árum í fimm.
Engin skilyrði um lágmarksþátttöku voru í þessum kosningum og úrslit kosninganna árið 2000 voru bindandi, þrátt fyrir aðeins um 30% kosningaþátttöku."
Rúmlega 460 þjóðaratkvæðagreiðslur í Evrópu frá 1940
Þorsteinn Briem, 17.11.2017 kl. 08:46
Í þjóðaratkvæðagreiðslunni 20. október 2012 um tillögur Stjórnlagaráðs að frumvarpi til stjórnarskrár var kosningaþátttakan 49%, um afnám áfengisbanns árið 1933 45% og um Sambandslögin 1918 44%.
Þorsteinn Briem, 17.11.2017 kl. 09:01
Enda þótt kosningaþátttakan í þjóðaratkvæðagreiðslunni 20. október síðastliðinn hefði verið 64%, þeir sem við bættust (38.513 kjósendur) hefðu allir verið andvígir tillögum stjórnlagaráðs og öll atkvæði þeirra gild, hefðu tillögur ráðsins samt sem áður verið samþykktar þar í heild.
Já við fyrstu spurningunni hefðu þá sagt, eins og 20. október síðastliðinn, 75.309 kjósendur, í þessu tilfelli 50,2% af gildum atkvæðum, en nei 74.815 kjósendur, eða 49,8%.
Gildir atkvæðaseðlar hefðu samkvæmt því verið samtals 150.124 en ógildir eins og áður 1.499, eða samtals 151.623 atkvæðaseðlar, og kosningaþátttakan því 64%, þar sem á kjörskrá voru 236.911.
Þorsteinn Briem, 17.11.2017 kl. 09:03
28.9.2017:
"Meirihluta Íslendinga, eða 56%, þykir mikilvægt að fá nýja stjórnarskrá á næsta kjörtímabili.
Þetta kemur fram í nýrri könnun MMR á afstöðu Íslendinga til nýrrar stjórnarskrár.
Fram kemur, að Íslendingar sem búsettir hafi verið á höfuðborgarsvæðinu hafi verið líklegri til að þykja það mikilvægt að fá nýja stjórnarskrá (61%) en þeim sem búsettir voru á landsbyggðinni (47%).
Enn fremur segir, að 91% af stuðningsfólki Samfylkingarinnar og 92% af stuðningsfólki Pírata þyki það mikilvægt að fá nýja stjórnarskrá.
Einungis 15% af stuðningsfólki Sjálfstæðisflokksins þótti það mikilvægt að fá nýja stjórnarskrá á næsta kjörtímabili.
76% Vinstri grænna, 40% Framsóknar og 39% Viðreisnar þótti það mikilvægt að fá nýja stjórnarskrá fyrir næsta kjörtímabil.
Könnunin var framkvæmd dagana 26. til 28. september 2017 og var heildarfjöldi svarenda 1.012 einstaklingar, 18 ára og eldri."
Þorsteinn Briem, 17.11.2017 kl. 09:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.