Reynslan í vestursýslunni plús mikið meira.

Eyjafjallajökull var "fjallið mitt" þegar ég var fimm ára í sveit á vesturbakka Þjórsár og sýndist þetta tignarlega eldfjall standa á bakkanum handan við ána. Öræfajökull fjær.

Þetta rifjaðist upp fyrir mér á leið austur að Öræfajökli í dag. 

Hvílík tign og fegurð, sú sem hæst nær á Íslandi!  

En nú er komið upp svipað ástand og var þegar Eyjafjallajökull byrjaði að rumska við sér 1999 og farið var í það að gera viðbragðsáætlanir. 

Menn bjuggu að vísu að gerð viðbragðsáætlana vegna Kötlugoss, sem fyrst var byrjað að föndra við tveimur áratugum fyrr, en það sem gerast kann við gos í Kötlu er margfalt stærra og flóknara. Öræfajökull sigk. Hnúkurinn

Nú hefur Öræfajökull byrjað að rumska við sér og enn þarf að drífa í gerð viðbragðsáætlunar og nú nægir ekki að kópíera áætlanirnar í vestursýslunni, heldur að bæta við í samræmi við stærð fjallsins og þess hættulega eðlis, sem það lumar á, og olli mannskaða og eyðingu blómlegs héraðs 1362. 

Á efstu myndinni er horft yfir til þessa mikla eldfjallsl yfir Skeiðarársand, en Lómagnúpur er vinstra megin á myndinni.

Á næstu mynd fyrir neðan er horft yfir öskjuna efst á fjallinu í átt til Hvannadalshnjúks, og sést móta vel nær okkur fyrir hringnum utan um nýja sigketilinn, að hluta til bogadregnar sprungur. Öræfajökull sigk. RAX

Á neðstu myndinni er horft til suðurs og ef "súmmað er inn á hægri hluta sigketilsins sést að þar er flugél sem Ragnar Axelsson flýgur með Tómas Guðbjartsson sem farþega. 

Í fréttatíma Sjónvarpsins klukkan 19:00 stendur til að sýna nýjar myndir af Öræfajökli, sem teknar voru í dag.  

 


mbl.is Gerð rýmingaráætlana í Öræfum flýtt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Í gær:

"Tvisvar hefur gosið í Öræfajökli á sögu­legum tíma, árin 1362 og 1727.

Fyrra gosið var stór­gos þar sem öll byggð næst jökl­inum lagð­ist í eyði.

Nafn svæð­is­ins hvarf með byggð­inni en áður hafði svæðið kall­ast Litla-Hér­að."

"Gosið var heil­mikið og þeytti upp um 10 rúm­kíló­metrum af gjósku.

Sævar Helgi Braga­son hefur fjallað um gosið á Stjörnu­fræði­vefn­um.

Þar segir meðal ann­ars að þetta hafi verið mesta vik­ur­gos á Íslandi frá því í Heklu­gosi 800 árum fyrir Krists­burð.

Eldsum­brot­unum fylgdu jök­ul­hlaup
undan mörgum skrið­jöklunum sem renna niður eftir öskju­barm­inum utan­verð­um; Falljökli, Virk­isjökli, Kotár­jökli, Rót­ar­fjallsjökli og Svína­fellsjökli niður Skeið­ar­ár­sand.

Hlaup úr Kvíár­jökli (þar sem í dag má nema brenni­steins­lykt) rann út á sjó."

Næst stærsta virka eldfjall Evrópu lætur á sér kræla

Þorsteinn Briem, 19.11.2017 kl. 19:11

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Takk fyrir þessar viðbótarupplýsingar, Steini. 

Ómar Ragnarsson, 19.11.2017 kl. 19:16

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Askja Öræfajökuls, jöklar og næstu byggðir.

Þorsteinn Briem, 19.11.2017 kl. 19:16

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Eldfjallafræðingarnir Ármann Höskuldsson og Þorvaldur Þórðarson telja líklegt að gusthlaup (gjóskuflóð) hafi eytt Litla-Héraði.

Gusthlaup eru gríðarlega heit og draga allt súrefni úr andrúmsloftinu í sig.

Hverjum manni og hverri skepnu sem fyrir verður bíður bráður bani.

Gosið í Öræfajökli 1362 er eitt mesta sprengigos sem orðið hefur á jörðinni undanfarið árþúsund.

Það sem líklega kemst næst því af íslenskum gosum á sögulegum tíma er Heklugosið 1104 og þar næst Öskjugosið 1875 sem þó var minna.

Gosið í Pinatubo á Filippseyjum 1991, sem olli víðtækum veðurfarsáhrifum, kemst sennilega næst því að vera svipaðrar stærðar og Öræfajökulsgosið 1362.

Gífurlegt öskufall var við rætur fjallsins og allt austur að Hornafirði.

Í 15 kílómetra fjarlægð frá fjallinu er gjóskan meira en eins metra þykk."

Þorsteinn Briem, 19.11.2017 kl. 20:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband