"Það er vitlaust gefið", þess vegna þrefað um umhverfismál.

Nú er farið að nefna umhverfismál og rammaáætlun sem ágreiningsefni Vinstri grænna og hinna stjórnarmyndunarflokkanna tveggja. 

Undirliggjandi ástæða heyrist sjaldan nefnd, nefnilega sú, að um rammaáætlun eiga við ljóðlínur Steins Steinarrs: "Það er nefnilega vitlaust gefið." 

Í virkjana- og stóriðjuflokkunum er litið svo á að í rammaáætlun verði að vera lágmarksfjöldi virkjanakosta, sem fari í svokallaðan nýtingarflokk, sem er fyrirfram skekkjandi heiti, vegna þess að með því er látið sem svo að nýting geti ekki verið fólgin í verndun. 

Virkjanaflokkarnir tveir ættu að heita orkunýtingarflokkur og verndarnýtingarflokkur, eða þá virkjanaflokkur og verndunarflokkur. 

En þetta er rangt upplegg, því að virkjanmenn hafa þegar fengið að reisa 30 stórar virkjanir og velja það besta fyrir sig út. 

Öll orka landsins ætti að vera í upprunalegum potti, þar með taldar þær virkjanir, sem komnar eru. 

Ef jafnræði ætti að vera, ætti næsta skref að vera það að náttúruverndarfólk velji jafn marga stóra virkjanakosti úr pottinum og taki þá frá á móti virkjununum, sem komnar eru, og að síðan yrði afganginum skipt og taldar með í honum allar smávirkjanirnar, sem hrúgast nú inn á sviðið. 

Hin svokallað "sátt", sem virkjanamenn tala sífellt um, byggist á röngum forsendum, - það er vitlaust gefið. 

Þetta er undirliggjandi ástæða þess að þrefað er um umhverfismál og rammaáætlun.  


mbl.is Formennirnir funda áfram í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það væri vitlaust gefið ef verndarfólk fengi fyrst alla friðaða staði og svo helming af mögulegum virkjanakostum og til viðbótar virkjunarkost á móti hverri virkjun. Ætti að leiðrétta það þyrftu virkjunarmenn að fá rúmlega helming friðaðra svæða.

Ef jafnræði ætti að vera, ætti næsta skref að vera það að jafna hlut hvers hóps fermeter á móti fermeter. Þyrfti þá að fækka friðuðum svæðum og fjölga virkjunarkostum. Enda þessi 96 friðuðu svæði margfalt stærri en núverandi virkjanir og virkjanakostir. Það er nefnilega vitlaust gefið.

Hábeinn (IP-tala skráð) 22.11.2017 kl. 14:52

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ljótt er allt það leynimakk,
löngum vitlaust gefið,
aldrei karlinn Ómar drakk,
eða tók í nefið.

Þorsteinn Briem, 22.11.2017 kl. 15:04

3 identicon

Menn verða að skilja það og sjá til þess að þessi rammaáætlun leiði til raunverulegra sátta. Orkumálastofnun verður því að láta af þessu offorsi sínu að senda alla virkjunarkosti aftur í mat. Gjarnan með smá breytingum. Verndarsinnum verður heldur ekki stætt á því að efna til mótmæla við virkjanir í nýtingarflokki rafmagnsframleiðslu.

Það væri þess óskandi að stjórnvöld, stjórnsýslan og hagsmunahópar myndu einu sinni haga sér eins og fullorðið fólk og virða niðurstöðu hinnar mjög svo vönduðu rammaáætlunar.

Þorsteinn Styrmir Jónsson (IP-tala skráð) 22.11.2017 kl. 20:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband