Við "Hjarta landsins" þarf að nýta reynslu erlendis, til dæmis í Noregi.

Hugtakið og heitið þjóðgarður er verðmætur alþjóðlegur gæðastimpill og felur í sér flokkun svæða eftir þvi hvað verndin er mikil. 

Í efsta gæðaflokki eru svæði, sem eru gersamlega ósnortin, og jafnvel örfáir koma á. 

Í lægsta flokki eru afmörkuð svæði, þar sem eru að vísu mannvirki, en þó afturkræf. 

Í erlendum þjóðgörðum sem ég hef komið í, er þessari flokkun hagað á mismunandi hátt í samræmi við misjafnar aðstæður, en þeir þjóðgarðar, sem virðast einna sambærilegastir við íslenska þjóðgarða eru Jóstedalsjökulsþjóðgarður í Noregi og Yellowstone og Canyonlands eða Giljalönd í Bandaríkjunum, Yellowstone vegna jarðvarmans og jarðfræðinnar og Giljalöndin vegna jeppaslóða sinna, sem eru alls um 1600 kílómetra langir. 

Til samanburðar er talið að á Íslandi séu meira en 2000 kílómetra langir vegaslóðar. 

Þegar Jóstedalsjökulsþjóðgarður var stofnaður voru ýmiskonar fáfræði og fordómar helstu hindranir í að það tækist að ljúka málinu. 

Margar af ástæðum óttans voru reistar á ranghugmyndum eða misskilningi, sem þurfti að eyða og leita að lausnum, sem næg samstaða tækist um að lokum. Það tókst, og um það flutti Eric Solheim, formaður stjórnar þjóðgarðsins, fróðlegan fyrirlestur í Reykjavík fyrir um 15 árum. 

Stundum er best að setja fram viðhorf í tónum og ljóðlist en á prenti, og í tilefni af efni tengrar fréttar á mbl.is verður lagið "Hjarta landsins", sett að nýju á facebook, en heitið hefur verið kjörorð þeirra, sem vilja stofna miðhálendisþjóðgarð. 


mbl.is Forsendur fyrir stofnun hálendisþjóðgarðs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

 eitthvað eru nú hugmyndin um þjóðgarðinn skrítinn  sé ekki betur en nokkrar virkjanir séu innan hans ég tel virkjanir ekki afturkræfar framkvæmdir. sumt er einkaland. mun ríkið greiða bætur fyrir það ef þessi lína verður dregin. ólíkt ómari hef ég engan skilning átilgangi þjóðgarða hérlendis ef fjármagn fylgir ekki tel fjármagni betur nýtt í helbryggðiskerfin og tengt verkefni 

kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 23.11.2017 kl. 10:25

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

18.3.2014:

"Skoðanakönnun Capacent Gallup hefur sýnt fram á  víðtækan stuðning við stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands.

Um 56% aðspurðra voru því hlynnt, einungis 17,8% andvíg og 26,2% tóku ekki afstöðu.

Hugmyndin átti vísan stuðning meðal kjósenda allra stjórnmálaflokka
, meðal allra aldurshópa og um allt land."

Þorsteinn Briem, 23.11.2017 kl. 12:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband