Á sjó, landi og í lofti.

Sjaldgæft er að sjá tvær fréttir hér á mbl.is með aðeins tíu mínútnar millibili sem greina frá svo mikilli mengin í sjó, á landi og í lofti, að viðvaranir eru sendar út. 

Einkum er er þetta sérkennilegt hjá borg, sem fékk umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs fyrir tveimur árum. 

Við það mat hefur vegið þungt að hús borgarinnar eru hituð upp með heitu vatni en ekki með því að brenna jarðefnaeldsneyti með tilheyrandi loftmengun og útblæstri lofttegunda sem taldar eru líklegar til að valda loftslagsbreytingum með svonefndum gróðurhúsaáhrifum. 

En mengaður sjór, sem kemur í veg fyrir sjósund, og svifryk, sem er yfir heilsuverndarmörkum, rímar ekki vel við ímynd borgarinnar sem umhverfisverðlaunahafa. 

Þegar við hjónin komum vestur yfir Hellisheiði í fyrrakvöld og komið var vestur fyrir Gunnarshólma, sagði Helga allt í einu: Hér ökum við inni þessa líka litlu brennisteinsfýlu. 

Ég fann að vísu lyktina og dró þetta í efa; vitnaði í upplýsingar í athugasemdum hér á síðunni þess efnis að búið væri með niðurdælingu að draga úr brennisteinsvetnismengun um allt að tveimur þriðju af því sem hún var og að reiknað væri með því að að öllu eitrinu yrði dælt niður innan árs. 

En fnykurinn fékk upprunastaðfestingu í dag með tilkynningu um hann. 

Það leiðir hugann að því hvernig hún hefði verið á þeirrar niðurdælingar, sem þegar er í gangi. 

Sagt er að viðgerð verði lokið við hreinsistöðina við Faxaskjól á morgun og að þá verði senn ekki lengur ástæða til að syngja á komandi jólasamkomum: 

Gekk ég yfir sjó og hland...

 


mbl.is Varað við sjósundi vegna mengunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Það hlýtur að vera skelfilegt að búa í Reykjavík en samt vill rúmlega þriðjungur landsmanna endilega búa þar, til að mynda Ómar Ragnarsson.

Þorsteinn Briem, 27.11.2017 kl. 21:00

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Mesta loftmengunin á höfuðborgarsvæðinu er að sjálfsögðu við aðal umferðargöturnar, til að mynda Hringbraut, Miklubraut og Kringlumýrarbraut, sem eru þjóðvegir.

Þjóðvegir í Reykjavík eru til dæmis Hringbraut, Miklabraut og Kringlumýrarbraut.

Gatnamót Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar eru því hluti af þjóðvegakerfinu.

Þjóðvegir á höfuðborgarsvæðinu, október 2009 - Kort á bls. 4

"8. gr. Þjóðvegir.

Þjóðvegir eru þeir vegir sem ætlaðir eru almenningi til frjálsrar umferðar, haldið er við af fé ríkisins og upp eru taldir í vegaskrá. ..."

Vegalög. nr. 80/2007

Þorsteinn Briem, 27.11.2017 kl. 21:10

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Undirritaður hefur búið í nokkrum póstnúmerum í Reykjavík í samtals hálfa öld og loftið er þar yfirleitt mjög gott á flestum stöðum, auk þess sem verið er að auka þar loftgæðin frá því sem verið hefur, sem er að sjálfsögðu aðalatriði málsins.

Ég hef oft bent hér á mengun frá Hellisheiðarvirkjun og unnið hefur verið að því að stórminnka þá mengun.

Þorsteinn Briem, 27.11.2017 kl. 21:13

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Núna er brennisteinsvetni hreinsað frá fjórum af sex aflvélum Hellisheiðarvirkjunar og unnið er að því að tengja þær tvær sem eftir standa við hreinsikerfið.

Þegar því lýkur verður nánast allt brennisteinsvetni hreinsað frá Hellisheiðarvirkjun og stefnt er að því fyrir árslok 2017."

"
Sumarið 2014 hófst rekstur lofthreinsistöðvar við Hellisheiðarvirkjun eftir nokkurra missera tilraunir.

Sumarið 2016 lauk stækkun stöðvarinnar og frá þeim tíma hefur hún hreinsað brennisteinsvetni frá fjórum af sex háþrýstivélum Hellisheiðarvirkjunar."

OR - Brennisteinsvetni

Þorsteinn Briem, 27.11.2017 kl. 21:14

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Reykjavík er hins vegar ekki allt höfuðborgarsvæðið.

12.4.2013:

"Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis gaf út skýrslu í mars síðastliðnum um mælingar á brennisteinsvetni í Kópavogi.

Í niðurstöðu heilbrigðisnefndarinnar segir að vaxandi styrkur brennisteinsvetnis í andrúmslofti á höfuðborgarsvæðinu áhyggjuefni en langtíma áhrif lágs styrks brennisteinsvetnis á heilsufar hafa lítið verið rannsökuð."

Kópavogur lýsir yfir áhyggjum af loftgæðum

Þorsteinn Briem, 27.11.2017 kl. 21:15

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Með staðfestingu loftslags- og loftgæðastefnu Reykjavíkur í september 2009 setti borgin sér sín fyrstu heildarmarkmiðin í losun gróðurhúsaloftegunda fyrst sveitarfélaga á Íslandi.

Í júní 2016 var stefnan endurskoðuð og sett fram aðgerðaráætlun til að ná fram kolefnishlutleysi Reykjavíkurborgar árið 2040.

Aðgerðaráætlunin nær til ársins 2020 og verður endurskoðuð á um 5 ára fresti.

Aðgerðirnar skiptast í þrennt, samfélagslegar aðgerðir, aðgerðir til aðlögunar að loftslagsbreytingum og loks aðgerðir í rekstri Reykjavíkurborgar."

Þorsteinn Briem, 27.11.2017 kl. 21:16

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

23.10.2017:

"
Það er áhyggjuefni að sveitarfélög séu ekki með skýrari stefnu í loftslagsmálum, segir Stefán Gíslason umhverfisstjórnunarfræðingur."

"Í nýrri meistararitgerð í opinberri stjórnsýslu greindi Ólafía Erla Svansdóttir hlutverk og ábyrgð sveitarfélaga í loftslagsmálum.

Hún komst að því að aðeins 14 af 74 sveitarfélögum hafa sett sér umhverfisstefnu og einungis tvö hafa sérstaka loftslagsstefnu þar sem dregin eru fram markmið til að minnka útblástur koltvíoxíðs í andrúmsloftið.

Það eru Reykjavíkurborg og Hornafjörður.

82% sveitarfélaga hafa hvorki sett sér umhverfis- né loftslagsstefnu."

Einungis Reykjavík og Hornafjörður með sérstaka loftslagsstefnu

Þorsteinn Briem, 27.11.2017 kl. 21:18

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

Margir stunda nú sjóböð í Nauthólsvík allan ársins hring sér til heilsubótar.

27.4.2009:

"
Ell­efu staðir á strandlengju Reykjavíkur, sem eru lík­leg­ir  til úti­vist­ar, eru vaktaðir frá apríl til októ­ber ár hvert og sýni tek­in til að kanna saurkólíg­erla­meng­un.

Reglu­bund­in vökt­un hef­ur farið fram frá árinu 2003."

"Yl­strönd­in í Naut­hóls­vík er sér­stak­lega vöktuð bæði af Heil­brigðis­eft­ir­liti Reykja­vík­ur og Íþrótta- og tóm­stundaráði, sem er rekstr­araðili strand­ar­inn­ar."

Þorsteinn Briem, 27.11.2017 kl. 21:36

10 identicon

Sem betur fer hefur alræðisvaldið græðgistýrandi og helsiðblindusjúka gefið okkur smá frí frá chemtrail háloftahernaðinum undanfarið hér á landi. Í dag var heiðskýr himinn.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 27.11.2017 kl. 22:29

11 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ef ég nota rökin í fyrstu athugasemdinni af þessum sæg athugasemda, er hægt að segja að þrátt fyrir að ýmislegt megi að sjálfsögðu betur fara á Íslandi, vilji samt allir landsmenn búa á Íslandi. 

Ómar Ragnarsson, 27.11.2017 kl. 23:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband