15.12.2017 | 20:26
Grátbroslegt séríslenskt fyrirbrigði?
Þeir eru orðnir nokkrir, erlendu ferðamennirnir, sem hafa undrast það í samtölum við mig að á leiðinni milli Leifsstöðvar og Reykjavíkur hefur Reykjanesbrautin verið tvöföld á þeim kafla sem er á miðri leiðinni, en hins vegar einföld þegar dregið hefur nær mesta þéttbýlinu við Hafnarfjörð þar sem gatnamót eru fleiri og umferðin meiri.
Ég hef reynt að leita skýringar, svo sem eins og að veður- og færðaraskilyrði hafi valdið því á kaflanum við Kúagerði hafi tíðni alvarlegra slysa verið svo mikil að ekki hafi verið hjá því komist að byrja þar á tvöföldun brautarinnar.
Þegar einnig hefur verið undrast að hinn mjög svo fjölfarni kafli milli Hveragerðis og Selfoss sé enn einfaldur, verður erfiðara um svor, nena að muldra um "séríslenskar aðstæður."
Sé svo, er ekkert fjarlægt að slíkt fyrirbrigði sé grátbroslegt.
Mislæg gatnamót tekin í notkun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það er alveg ótrúlegt að það skuli ekki verið búið að tvöfalda kaflann frá Hafnarfirði. Einnig finnst mér það skrítið að þar sem það er tvöföldun, þar er töluvert á milli akreina, lægð í landslaginu þannig að það þarf töluvert til að bílar lendi í árekstri frá andstæðum akreinum, en þeim finnst öryggið ekki nóg og setja girðingu á milli, en á kaflanu frá Hafnarfirði er 10cm breið hvít lína sem aðskilur akreinar og þar þarf ekki neina girðingu til að aðskilja akreinarnar, bara línan látin nægja.
Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 15.12.2017 kl. 21:30
Sæll Ómar. Hvað með vesturlandsveginn? Aldrei er talað um hann. Tvöföldun frá Mosfellsbæ og norður. Er alltaf verið að bíða eftir sundabraut? Þetta er móðgun við okkur sem búum á vesturlandi.
Magnús (IP-tala skráð) 16.12.2017 kl. 00:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.