Ein mesta bylting flugsögunnar.

Um öld eftir fyrsta vélknúna flugið gengur yfir einhver mesta bylting flugsögunnar, fjarstýrt flug eða öðru nafni drónaflug. 

Nýyrðið drónar hefur orðið ofan á, en það var viss sjarmi yfir tillögunni um orðið mannleysa, einkum hvað varðar not dróna við manndrápsárásir í hernaði.  

Byltingarinnar gætir á ótal sviðum, og má nefna kvikmyndagerð sem dæmi, eins og sjá má í ótal kvikmyndum af öllu tagi. 

Áður en fjarstýrt flug kom til sögunnar voru það aðallega þyngdin og fyrirferðin á þeim, sem voru um borð í loftförum, sem voru til trafaala við loftmyndatöku. 

Mikið óskaplega hefði nú verið gott oft á tíðum að ráða yfir dróna hér um árið frekar en að reyna að láta heila flugvél leika litla þyrlu. 

Því að þyrlur voru í langflestum tilfellum allt of dýr kostur. 

Fjarstýrt flug er á bernskuskeiði og möguleikarnir eru ekki aðeins heillandi, margir hverjir, endur líka ógnvænlegir hvað snertir hernaðarnot og beislun gervigreindar, sem er í hraðri framþróun, samanber nýja ofurskáktölvan, sem hvorki fyrri ofurtölvur né stórmeistarar eiga minnstu möguleika gegn. 

Sú tölva fékk aðeins skákreglurnar sjálfar til að vinna úr, og hafði einungis fjórar klukkustundir til að kenna sjálfri sér að tefla. 

Hún fékk ekki að vita fyrirfram um hinar ýmsu skákbyrjanir og fléttur, og í ljós kom, að hún hafði þvílíka yfirburði í greind á skáksviðinu, að hún þurfti ekkert á viðurkenndum byrjunum og afbrigðum að halda, heldur bjó sjálf til alveg nýjar leiðir til þess að valta yfir andstæðingana, með allt að því fífldjörfum sóknar- og fórnarstíl, þar sem drottningu, hrókum, biskupum, riddurum og peðum er fórnað miskunnarlaust til þess að búa til betri stöður síðar í skákinni.

Þessi stíll vekur upp minningar um suma leiki Bobby Fishers þegar hann var upp á sitt besta. 

Í kvikmyndagerðinni er mikils virði að eiga möguleika á fleiri sjónarhornum en ella, en stundum getur ofnotkun drónanna líka orðið vafasöm ef hún ber ofurliði eða rýfur um of  nauðsynlegt sjónarhorn áhorfendan við að upplifa myndskeiðin eins og áhorfendur í eðlilegri stöðu.  

 


mbl.is Nýjar reglur um drónaflug
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband