17.12.2017 | 01:48
Tvö atriði, sem hverfa oftast í skuggann, súrnun sjávar og orkuskipti.
Í hinni umfangsmiklu umræðu um loftslagsmál yfirskyggja deilur um það hvort loftslag fari hlýnandi og þó sérstaklega hvort hlýnun þess sé af mannavöldum nánast allt annað.
Þetta hentar þeim einkar vel sem vilja úthrópa Parísarsamkomulagið sem rugl 40 þúsund fífla.
En þessir ófrægingarmenn loftslagsvísindanna eiga ekkert svar við mælingum á súrnun sjávar og því síður á þeirri staðreynd að olían, sem olíuöldin verður síðar kennd við, er takmörkuð auðlind og að orkuskipti eru óhjákvæmileg.
Bæði þessi atriði, súrnun sjávar, sem stafar af mesta koltvíildi í andrúmsloftinu í 800 þúsund ár og orkuskiptin, sem þegar eru að banka á dyrnar, eru eins og sér full ástæða til þess að grípa til ráða gegn útblæstri svonefndra gróðurhúsalofttegunda.
Fyrir okkkur Íslendinga eru þessi tvö atriði sérlega mikilvæg og því full ástæða til að halda við höldum þeim hátt á lofti.
Ef það er ekki gert, er það í þágu ófrægingaraflanna.
Súrnun sjávar ógnar Íslandsmiðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Alltaf hættulegt að skipta skoðunum í öfga.
Eru hægri öfgar hættulegri en vinstri öfgar?
L. (IP-tala skráð) 17.12.2017 kl. 06:56
Mér skilst að súrnun sjávar sé þáttur í ferlinu mikla í færibandi hafsins, sem hefur 1000 ára hringferli og fer um allan hnöttinn. Enginn mun því sjá tengingu á milli orsaka og afleiðinga. Því er líkt farið með kolefnislosunar- málin, þar sem kosið er að líta fram hjá náttúrulegri losun og líta á hana sem fasta, þegar t.d. tíðni eldgosa hafa aukist síðustu áratugi, hvað þá þegar þau stóru losa sig og hrista. Hér er tengill um færibandið góða:
https://oceanservice.noaa.gov/education/kits/currents/06conveyor2.html
Olían reyndist ekkert á þrotum eftir allt fárið. Fleiri staðir uppgötvast stöðugt og nú í vikunni ráðast frændur okkar Norðmenn í Barentshafið, þar sem eru trilljón tunnur. Framboð og verð á mismunandi tegundum orku ráða því hve lengi olía endist og hve djúpt er sótt. Vélarnar verða betri, nýta þetta betur og á hreinlegri hátt. Njótum fjölbreytninnar og förum í fjallaferð á nýjum díselbílum, Ómar!
Ívar Pálsson, 17.12.2017 kl. 11:13
Hreinlega rangt að koltvíildi sé það mesta nú í 800000 ár.
Halldór Jónsson, 17.12.2017 kl. 13:02
Þorvaldur Sigurdsson (IP-tala skráð) 17.12.2017 kl. 21:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.