Þarf að laga þessi lög að aðstæðum.

Allt frá fyrstu setningu laga um fjárreiður stjórnmálaflokka og ýmislegt sem tengist þeim, svo sem nafnlausar pólitískar auglýsingar eða pólitísk skilaboð og fjármögnun þeirra, hafa verið skiptar skoðanir um ýmislegt sem varðar þau. 

Helstu rökin fyrir opinberum fjárstuðningi til flokka, sem bjóða fram til kosninga, voru þau, að það kostaði fjármuni fyrir framboð að koma boðskap sínum og rökum á framfæri og að það væri forsenda lýðræðis að styðja umræðu og skoðanaskipti um stjórnmál.

Einnig að það væri skárra að fjárstuðningur kæmi eftir skynsamlegum reglum frá sjóði samfélagsins heldur en að það væri algerlega háð aðgangi framboðanna að fjársterkum fyrirtækjum og einstaklingum, hver aðstaða flokkanna væri. 

Það virðist stundum vefjast fyrir fólki hvað stjórnmálaflokkur sé, og sumir vilja kalla slíkar hreyfingar öðru nafni af því að heitið pólitík hafi svo slæman blæ á sér og tengist spillingu.

En orðið stjórnmál og alþjóðlega orðið pólitík lýsir viðfangsefni stjórnmálamanna og pólitíkusa eins vel og hægt er að ætlast til. 

En lögin eru nú einfaldlega þau, að þau samtök ein, sem bjóða fram til pólitískra kosninga í samræmi við lög og skilyrði sem sett eru í lögum þar um, skuli talin og skilgreind sem stjórnmálaflokkar. 

Lögin voru sett á því tímabili frá 1979-2007 sem hafði það yfirbragð, að Alþingiskosningar voru ævinlega á fjögurra ára fresti, 1979, 1983, 1987, 1991, 1995, 1999, 2003 og 2007. 

Fyrir hverjar kosningar miðuðu stjórnmálaflokkarnir eftir að lögin tóku gildi fjárútlát sín til kosningabaráttunnar við það að ríkisframlag í hlutfalli við fylgi myndi borgað út í fjórum útborgununum árlega. 

En 2009, 2016 og 2017 hefur bil á milli kosninga verið eitt til tvö ár, og hafi flokkur ákveðið að bjóða ekki fram næst, hefur hann því orðið af helmingi eða allt að þremur fjórðu stuðningsins og því átt á hættu að sitja uppi með erfiðar skuldir. 

Þessi ágalli hefur augljóslega skapað aðstöðumun á milli stóru og hefðbundnu flokkanna og hinna nýrri og smærri. Enda var það fjórflokkurinn sem að lagasetningunni stóð. 

Skoða þarf hvernig hægt væri að laga úthlutunarreglurnar að aðstæðum hvað þetta varðar til að vinna gegn ójöfnuði á milli framboða. 

Sömuleiðis hefur orðið gerbylting í útbreiðslu áróðurs og auglýsinga með samfélagsmiðlabyltingu og netsamskiptum, sem þarf að laga lög um fjárreiður stjórnmálaflokkanna að. 


mbl.is Fari yfir lög um fjárreiður flokkanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband