Það hlýtur að vera hægt að breyta þessu og hefði átt að vera búið að því.

Úrskurðir kjararáðs koma alltaf eins og að hent sé handsprengjum inn í íslenskt atvinnu- og efnahagslíf. 

Í stað þess að þær stéttir, sem ekki fá að semja um kjör sín, heldur falla undir kjararáð, fái hækkanir jafnóðum í samræmi við launavísitölu, er eins og kjararáð safni saman í svo stórfelldar hækkanir eftir óhemju flóknum forsendum, oft langt til baka aftur í tímann, að allt verður vitlaust þegar þessara launatölur birtast. 

Þetta þarf ekkert að vera svona og það verður að breyta þessu. 

Það blasir við að þetta kjaradómsklúður hefur reynst versta fyrirkomulagið í þessum efnum. 

Af hverju er ekki búið að breyta þessu? 

Eins og svo oft er afsökunin sú að svona séu nú lögin og að það verði að fara eftir þeim. 

En hverjir settu þessi lög? Jú, þeir hinir sömu og láta eins og þetta ómögulega fyrirkomulag sé eins og eitthvert náttúrulögmál, sem hafi líkt og dottið af himnum. 


mbl.is Slæm ákvörðun að frysta launin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hver ákveður kjör kjararáðs, og hvernig lítur sá samingur út ?

Hermann Tonsberg (IP-tala skráð) 20.12.2017 kl. 16:03

2 identicon

Þetta er bara lýðskrum í forystumönnum almenna markaðarins. Enda kjósa þeir að dispútera ekki efnislega úrskurð kjararáðs í neinu einasta atriði. Virðast bara vera rökþrota og þá er bara hrópað sem hæst einhverja vitleysu!

Þorsteinn Styrmir Jónsson (IP-tala skráð) 20.12.2017 kl. 20:32

3 identicon

Skipan kjararáðs frá 1. júlí 2014 til og með 30. júní 2018:

Aðalmenn:

    • Jónas Þór Guðmundsson, formaður, kosinn af Alþingi

    • Óskar Bergsson, varaformaður, kosinn af Alþingi

    • Svanhildur Kaaber, kosin af Alþingi

    • Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, skipaður af Hæstarétti

    • Hulda Árnadóttir, skipuð af fjármála- og efnahagsráðherra

    Ráðríkur Kjaran (IP-tala skráð) 20.12.2017 kl. 22:35

    4 identicon

    http://www.kjararad.is/um-kjararad/heyra-undir/ money-mouth

    Öreigur í Hruna (IP-tala skráð) 20.12.2017 kl. 22:37

    5 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

    Rétt hjá þér Ómar, eins og handsprengju sé varpað. Það vantar hinsvegar grípara til þess að senda sprengunna aftur á kjararáð þar sem hún má svo blessunarlega springa.   

    Hrólfur Þ Hraundal, 20.12.2017 kl. 23:38

    Bæta við athugasemd

    Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

    Innskráning

    Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

    Hafðu samband