24.12.2017 | 07:42
Giftingar og skilnaðir vegna skattamála.
Fréttin um tvo gagnkynhneigða menn, sem giftu sig vegan erfðaskattsmála sinna, er langt frá því að vera einsdæmi hvað snertir áhrif hjúskaparstöðu á skattamál.
Slík dæmi skipta til dæmis hundruðum hér á landi hvað varðar það að hjón hafa talið það þrautaúrræði að skilja, eingöngu vegna skattamála sinna, sem hafa reynst þeim íþyngjandi og ósanngjörn um of að þeirra dómi.
Er það næsta dapurlegt og jafnframt skondið að jafnvel í hugarheimum, sem skópu þjóðsögur á borð við Grýlu og Leppalúða, skuli ekki finnast nein sambærileg dæmi, samanber efni næsta bloggpistils á undan þessum.
Giftust til að komast hjá erfðaskatti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Skv, fréttinni sagðist "Murphy ekki geta greitt O‘Sullivan fyrir aðstoðina í gegnum árin nema með því að erfa hann að húsinu sínu." Þetta er rangt. Það á að vera "arfleiða hann að húsinu". Sem leiðréttist hérmeð.
Pétur D. (IP-tala skráð) 24.12.2017 kl. 14:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.