3.1.2018 | 22:15
"Hver hefur drepið mann...?" Hver hefur misst vitið?
Fræg eru orðin, sem Halldór Laxness lagði Jóni Hreggviðssyni í mun í Íslandsklukkunni: "Hver hefur drepið mann og hver hefur ekki drepið mann? Hvenær hefur maður drepið mann og hvenær hefur maður ekki drepið mann?"
Þau koma í hugann þegar Donald Trump segir, að Stephen Bannon hafi misst vitið þegar hann missti starf sitt í Hvíta húsinu.
Stephen Bannon var svo mótandi í málflutningi og aðferðum Donalds Trumps í kosningabaráttunni 2016, að segja má að þegar Trump rak hann, hafi skepnan risið gegn skapara sínum.
Nú segir Trump að Bannon hafi misst vitið og sé geðveikur.
Svona orðbragð og fleira sem forsetinn hefur sagt vekur hins vegar spurningar um það hverjir séu geðveikir og hverjir ekki. "Hver hefur misst vitið og hver hefur ekki misst vitið? Hvenær hefur maður missti vitið og hvenær hefur maður ekki misst vitið?"
Trump segir Bannon hafa misst vitið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þetta má í raun rekja, í eftirfarandi grein.
https://www.timesofisrael.com/stephen-bannon-5-things-jews-need-to-know/
Steve Bannon er "anti-zionist", og þar sem Trump er búinn að "kaupa" sig lausan (allavega að hluta), með því að viðurkenna Jerúsalem. Þá gat ekki annað, en orðið stórort á milli þeirra.
Örn Einar Hansen, 4.1.2018 kl. 09:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.