Það er vel mögulegt að viðhalda ferðamannafjöldanum.

Þegar tekið er mið af margskonar mistökum og "barnasjúkdómum" varðandi hina dæmalausu fjölgun erlends ferðafólks til landsins, er eðlilegt að spurt sé, hvort ekki sé aðeins hætta á því að þessi fjölgun nái hámarki, heldur geti botninn alveg dottið úr henni, svipað og gerðist með síldveiðarnar á sjöunda áratug síðustu aldar. 

Þarna er samt ekki um að ræða sams konar fyrirbæri. Þegar dýra- og fiskistofnar eru nýttir, stafar hrun þeirra oft af mikilli rányrkju. Stofnarnir hrynja einfaldlega. 

Öðru máli gegnir um erlent ferðafólk. Tvær milljónir ferðamanna á ári eru aðeins örlítið brot af mannhafi jarðarinnar og sífellt bætast við nýir "árgangar" upp á hundruð milljónir hver, sem talist geta markhópar. 

Síðan þekkist það líka, að eftir vel heppnaða fyrstu ferð útlendinga til heillandi lands, koma fleiri ferðir síðar. 

Það verða til nýir og nýir "Íslandsvinir." 

Hættan liggur því varla í markhópunum, heldur frekar í því, að við Íslendingar sjálfir stöndum okkur ekki nógu vel við að moða úr hinum stórkostlegu möguleikum, sem íslensk náttúra, menning og mannlíf, bjóða upp á. 

Í því liggur vandinn og það heillandi verkefni, sem býr í því að laða fólk til landsins á grundvelli þess, sem vel verður gert á þessu sviði. 


mbl.is Enn fjölgar ferðamönnum á Spáni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband